Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 70
22. september 2006 FÖSTUDAGUR38
Breska rokksveitin Placebo
tók upp nýtt myndband fyr-
ir skemmstu. Íslendingar
voru afar áberandi við gerð
myndbandsins.
Félagarnir Stefán Árni og Siggi
Kinski, fyrrum meðlimir Gus Gus,
tóku nýverið upp myndband við
lagið Follow the Cops Back Home
með ensku rokksveitinni Placebo.
Lagið var samið á Íslandi og
upphaflega stóð til að taka það upp
hér á landi en á endanum varð Los
Angeles fyrir valinu.
Með aðalhlutverk í mynd-
bandinu fara Erna Ómarsdóttir
dansari og Harry Dean Stanton,
sem er m.a. þekktur fyrir hlutverk
sín í Wild at Heart, The Green
Mile, Repo Man og Paris, Texas.
Auk þeirra koma leikstjórarnir
sjálfir við sögu í myndbandinu.
Erna var í tvo daga í Los Angel-
es við tökurnar og segir hún upp-
lifunina hafa verið mjög sérstaka.
„Þetta er allt annar heimur en ég
er í en það er mjög hollt að upplifa
aðra hluti. Þetta var mjög skemmti-
legt og upplífgandi,“ segir Erna.
Í mynd-
bandinu er
sögð
saga af
stúlku, sem er leikin af Ernu, sem
lítur út fyrir að hafa sloppið frá
lögreglunni, sem Stefán Árni og
Siggi leika. Fer hún að dansa um í
handjárnum þar til Harry Dean
Stanton nær í lykilinn að þeim og
bjargar henni. Dansa þau síðan
saman í lokin. „Þetta var ekki leið-
inlegt og hann kenndi mér nokkra
góða takta,“ segir Erna um Harry
Dean. „Hann er einn af mínum
uppáhaldsleikurum og það var
mjög gaman að dansa við hann.
Hann er skemmtilegur karakter.
Hann virkaði frekar þreytulegur í
byrjun en svo lifnaði yfir honum
þegar ég fór að kenna honum
íslensku,“ segir hún.
Erna er um þessar mundir
búsett í Belgíu þar sem hún undir-
býr m.a. sýningu með fjöllista-
hópnum Pony. Er hún einnig með
annan fótinn á Íslandi. Hún er ekki
ókunnug tónlistarmyndböndum
því hún hefur áður leikið í mynd-
bandi við Bjarkarlagið Where Is
the Line? af plötunni Medúlla. Þar
fór hún eftirminnilega með hlut-
verk djöfuls sem brýst út úr
Björk.
Stefán Árni og Siggi hafa áður
tekið upp myndbönd fyrir sveitir á
borð við Snow Patrol, Travis og
Iggy Pop og eru því ýmsu vanir í
bransanum. Einnig tóku þeir upp
myndband við lag Sigur Rósar,
Glósóli, sem var valið besta rokk-
myndbandið á Sköpunar- og hönn-
unarverðlaununum sem voru
afhent í Hammersmith Palais í
London á dögunum.
freyr@frettabladid.is
Íslendingar allt í öllu í nýju
myndbandi hjá Placebo
VIÐ TÖKUR Erna Ómarsdóttir við tökur á myndbandinu ásamt Stefáni, Sigga og Harry
Dean Stanton.
ERNA Erna Ómarsdóttir dansaði við Harry
Dean Stanton í Los Angeles.
Brad Pitt og Angelina Jolie eru
augljóslega ekki á flæðiskeri
stödd því parið gaf nýverið tvær
milljónir bandaríkjadala, sem
samsvara tæplega 150 milljónum
íslenskra króna, til Global Action
for Children og samtakanna
Lækna án landamæra en þetta
kemur fram í tilkynningu frá tals-
manni skötuhjúanna. Í yfirlýs-
ingu sem Trevor Neilson, ráðgjafi
Pitt-Jolie sjóðsins, las upp fyrir
fjölmiðla kemur fram að Jolie
hafi lengi fylgst með læknum og
hjúkrunarfólki vinna starf við
ótrúlegar aðstæður. „Og ég dáist
að framtaki þeirra,“ segir í yfir-
lýsingunni.
Jennifer Delaney, fram-
kvæmdastjóri Global Action for
Children, lýsti yfir þakklæti sínu
og sagði að þau Pitt og Jolie væru
ekki einungis umhyggjusöm held-
ur létu þau til sín taka í málefnum
barna sem misst hafa foreldra
sína úr alnæmi og öðrum sjúk-
dómum. „Meirihluti þessara barna
byggir afkomu sína á því að utan-
aðkomandi fjölskyldur taki þau að
sér og við þurfum fólk sem vill
vinna að því að útrýma HIV og
fátækt,“ sagði Jennifer.
Gjafmildir
leikarar
PITT OG JOLIE Gáfu nýverið tvær milljón-
ir dala til góðgerðarmála en Jolie er ein-
mitt sendiherra Sameinuðu þjóðanna í
málefnum flóttamanna.
Þrátt fyrir að ég hafi verið með pent diss við karlmenn
í síðustu viku, þegar ég lýsti því yfir að mér fyndist þeir
ekki nógu duglegir að bjóða konum á deit, ætla ég að
koma með aðra yfirlýsingu sem fer eflaust fyrir brjóstið á
mörgum. Þannig er mál með vexti að mér finnst að karl-
menn eigi að vera karlmenn og konur eigi að vera konur.
Ég er ekki frá því að þetta sé farið að renna allhressilega
saman. Ég þekki til dæmis einn mann sem er lengur en
konan hans að gera hárið á sér fínt áður en þau fara út á
lífið. Þetta finnst mér einhvernveginn svo á skjön við allt
sem ég er alin upp við og þekki af eigin raun. Í mínum
huga eiga karlmenn að vera karlmannlegir og náttúrulega
fallegir.
Það getur svo reyndar vel verið að mín skilgreining
á því hvað sé karlmennska sé einhver allt önnur en hjá
öðrum konum. Ég skil til að mynda ekki hvernig stendur
á því að mjög margir karlmenn eru farnir að raka á sér
bringuhárin, hvað á það eiginlega að þýða? Í mínum huga
er það eitt af aðalsmerkjum karlmennskunnar að vera vel
hærðir, og þá meina ég ekki á höfðinu. Ég veit meira að
segja um einn sem rakar sig undir höndunum. Ég fékk
bilað hláturskast þegar ég heyrði það. Smart að vera með
brodda undir höndunum strákar, hvað þá á bringunni!
Ég get þó alveg skilið það að menn noti dagkrem til
að komast hjá því að verða hrukkóttir fyrir aldur fram en
þegar þeir eru farnir að vera með augnkrem, dagkrem,
næturkrem, brúnkukrem og gloss finnst mér heldur
mikið af hinu góða í gangi. Svo ekki sé minnst á allar
mismunandi hárvörurnar sem þeir eru að klína í hárið á
sér. Snyrtibuddur metrómannanna eru orðnar heldur vel
útilátnar og ég vil segja stopp hér.
Það er ekki langt síðan við hefðum allar fengið hlátur-
skast við þá tilhugsun að karlmenn myndu fara að dúlla
sér fyrir framan spegilinn kvölds og morgna og kaupa
snyrtivörur fyrir tugi þúsunda á ári.
Hugmynd mín um alvöru karlmenni er meira í þá átt-
ina að vera með grófar hendur, mikinn hárvöxt, og koma
til dyranna eins og þeir eru klæddir. Það er kannski hræsni
í mér að vera með þessar yfirlýsingar þar sem ég eyði
duglegum tíma í að punta mig á hverjum degi en mér
finnst það bara allt annar handleggur. Fyrst þetta er að
hellast yfir okkur með þeim látum sem raun
ber vitni getum við rétt ímyndað okkur
hvernig þetta endar allt saman. Það er
jú rétt að í hverjum karlmanni býr ögn
af kvenleika en það er mjög takmarkað
hversu mikið kvenleikinn á að skína í
gegnum brynjuna. Kannski þarf ég að
fara að opna hugann gagnvart þess-
ari metróbylgju og sætta mig við
það sem koma skal? En þang-
að til ég geri það ætla ég ekki
að hvika í baráttu minni gegn
snyrtiæðinu!
REYKJAVÍKURNÆTUR HÖRPU PÉTURSDÓTTUR FINNST AÐ KARLMENN EIGI AÐ VERA KARLMENN
Beckham-væðingin
„Mér fannst vera gat á markaðn-
um fyrir svona búð hérlendis. Eitt-
hvað blandar saman afþreyingu og
verslunarmennsku,“ segir Guð-
laug Halldórsdóttir, annar eigandi
nýrrar lífstílsbúðar sem ber nafn-
ið 3 Hæðir og verður opnuð á
Laugavegi 60 í dag. Helga Valfells
er meðeigandi Guðlaugar, sem
löngum hefur verið kennd við búð-
ina Má Mí Mó þar sem hún hefur
selt allskyns hönnunarvöru.
„Ég ákvað að gera þetta fyrir ári
síðan enda alltaf með löngun í að
gera eitthvað nýtt og spennandi,“
segir Guðlaug en eins og nafnið
gefur til kynna er búðin á þremur
hæðum sem er skipt eftir viðfangs-
efnum.
Á fyrstu hæðinni er smávara;
töskur, skartgripir, tæki á borð við
iPod og mp3-spilara, bækur og tón-
list. „Fyrsta hæðin er eiginlega
svona herradeild þótt að konur
finni þar eitthvað við sitt hæfi líka.“
Önnur hæðin er tileinkuð fatnaði
og eru þar merki á borð við Albertu
Ferretti, Comme des Garcon og
Dsquered ásamt fleiri frægum
hönnuðum. „Við verðum með fatn-
að fyrir bæði kynin í búðinni og
skiptum út vörum á tveggja vikna
fresti. Þannig verðum við ávallt
með eitthvað nýtt að sjá í búðinni
og viðskiptavinurinn verður að
fylgjast vel með.“
Verslunar- og framkvæmda-
stjóri í búðinni er hönnuðurinn og
stílistinn Hildur Hafstein sem
ásamt Guðlaugu mun standa vakt-
ina bak við afgreiðsluborðið.
Á efstu hæðinni verður svo veit-
ingastaður sem aðeins verður opinn
á búðartíma. Hann mun bjóða upp á
allt frá mat upp í kökur fyrir þá
sem vilja hvíla sig milli búða á mið-
bæjarröltinu en einnig er hægt að
panta mat til að taka með, sem er
hentugt fyrir þá sem vinna í
nágrenninu.
„Maturinn er allt frá Ítalíu til
Japans og því fjölbreytt úrval af
öllu hjá okkur. Fatnaði, smávöru og
mat,“ segir Guðlaug að lokum. - áp
Lífstílsbúð opnar í miðbænum
GUÐLAUG HALLDÓRSDÓTTIR Opnar í dag nýja lífstílsbúð á Laugarveginum sem ber
nafnið 3 Hæðir en þar kennir ýmissa grasa allt frá tónlist til matar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Lögreglan í Los Angeles rannsak-
ar nú kæru sem leikkonan Camer-
on Diaz lagði fram gegn ljósmynd-
ara en þar sakar hún hann um að
hafa ógnað lífi sínu og limum.
Atvikið átti sér stað fyrir utan hús
vinar Diaz og unnusta hennar
Justin Timberlake og segir Diaz
að þegar parið hafi verið að fara
heim hafi ljósmyndari komið
aðvífandi og viljað taka myndir af
skötuhjúunum en fékk ekki.
Samkvæmt skýrslu sem tekin
var af Diaz lét ljósmyndarinn ekki
segjast, settist upp í bílinn sinn og
ók í átt að þeim þannig að Diaz
neyddist að stökkva frá til að
verða ekki fyrir bifreiðinni.
Samkvæmt talsmanni lögregl-
unnar, April Harding, er rannsókn
nú á frumstigi en ríkisstjórinn í
Kaliforníu, Arnold Schwarzen-
egger, hefur tilkynnt um hertar
refsingar gagnvart svokölluðum
paparazzi-ljósmyndurum ef þeir
stofna lífi fræga fólksins í hættu
þegar ná á myndum. Þegar hafa
leikkonurnar Lindsay Lohan og
Scarlett Johansson lent í smá-
vægilegum slysum vegna þess að
þær voru að eigin sögn að flýja
undan ljósmyndurum.
Diaz kærir ljósmyndara
DIAZ OG TIMBERLAKE Komust í hann krappan þegar ljósmyndari brást illa við eftir að
parið neitaði honum um myndatöku. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES