Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 28
Veitingastaðir Red Chili, að
Laugavegi 176 og Pósthúss-
træti 13, bjóða upp á einstakt
úrval af mexikóskum réttum
sem ættu að hleypa smá
kryddi í tilveruna. Auk þess
er veisluþjónusta rekin undir
sama nafni sem sér smærri
jafnt sem stærri hópum fyrir
veglegum matarveislum.
Allir ættu að finna eitthvað við
sitt hæfi á veitingastöðum Red
Chili, hvort sem þeir eru í leit að
góðum, mexíkóskum mat eða
steikum, hamborgurum, salötum
og pasta.
Stemningin er ávallt góð og
móttökurnar höfðinlegar, hvort
sem menn mæta einir síns lið eða
í hópum. Maturinn er þó aðalat-
riðið en hann er rómaður fyrir að
vera unnin úr gæðahráefni og eld-
aður af einstakri alúð.
Matreiðslu-
meistarar Red Chili
voru ekki lengi að
galdra fram mexíkóska
matarveislu fyrir lesendur þegar
leitað var til þeirra, enda umhug-
að að hleypa smá kryddi í til-
veruna. Hér eru fjórar uppskrift-
ir sem ættu að rífa upp
stemninguna. roald@frettabladid.is
22. september 2006 FÖSTUDAGUR4
Á veitingastaðnum Culiacan
í Faxafeni 9 fæst mexíkóskur
matur í fremsta gæðaflokki.
Culiacan hefur verið rekinn í þrjú
ár við miklar vinsældir, en staður-
inn hefur dregið að sér ört stækk-
andi kúnnahóp sem sækja í ljúffeg-
an mat gerðan úr vönduðu hráefni.
Mikil áhersla er lögð á notkun
hráefnis í hæsta gæðaflokki. Salsa
og guacamole er útbúið daglega úr
ferskum kryddjurtum og græn-
meti og nýjar kjúklingabringur
marineraðar í sólarhring áður en
þær eru grillaðar. Ekki skemmir
fyrir að maturinn er á einstaklega
góðu verði.
Hér eru uppskriftir að þremur
bragðgóðum réttum hjá Culiacan,
en smekksatriði eru hversu mikið
skal nota af hveru hráefni.
roald@frettabladid.is
Suðrænt og seiðandi
FERSKT SALSA:
4 tómatar skornir í teninga
1 laukur skorinn í teninga
100-200g ferskt kóriander ferskt,
fínsaxað
2msk limesafi
Salt og pipar eftir smekk
Blandið öllu saman
TACOS PARTÝPLATTI:
6” tortillur
Grillaðar kjúklingabringur (marin-
eraðar)
Fajitas (paprika og laukur gróft
skorið) svissað á pönnu
Sterk sósa
Kornsalsa
Iceberg kál
Ostur
Sýrður rjómi
Aðferð:
Útbúið kjúkling, salsa og meðlæti.
Hitið tortillur á þurri pönnu eða í ofni
í nokkra stund. Raðið öllu meðlæti
á ostinn síðast. Raðið á platta og
skreytið með nachos flögum. Gott er
að hafa auka sósur með svo fólk geti
bætt á eftir smekk.
Supernachos fyrir sælkera.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SUPER NACHOS:
Nachos flögur (ekki kryddaðar bara
m.salti)
Maukaðar pinto baunir („refried
beans“)
Steikt og kryddað nautahakk
Ostasósa
Ferst salsa („pico de gallo“)
Sýrður rjómi
Supernachos fyrir sælkera.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SANTAFE SALAT:
Saxað iceberg salat
Salatdressing (blandið t.d. ranchdress-
ingu og salsa saman)
Rifinn ostur
Ferskt salsa („pico de gallo“)
Grillaðar og saxaðar kjúklingabringur
Sýrður rjómi
Guacamole
Nachos flögur muldar yfir
Kjúklingasalat, hollt og gott.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GUACAMOLE:
2 avocado (verða að vera mjúkir)
stappaðir
½ laukur skorinn í teninga
50-100g fínsaxað kóriander
1-2msk limesafi
Salt og pipar eftir smekk
Blandið öllu saman
Drykkjaúrvalið er með einsdæmum gott á Red Chili.
Mexíkósk matarveisla
að hætti hússins
Einstaklega ljúffengt mini kjúklingaburritos og fyllt kartöfluskinn.
MINI KJÚKLINGABURRITOS
6“ tortillur
Hrisgrjón
Ostasósa
Salsasósa
Paprika
Rauðlaukur
Kjúklingabringur
Mozzarellaostur
Aðferð:
Sjóðið hrísgrjón þar til þau eru klár.
Skerið papriku og lauk í þunna strimla
og steikið á pönnu með örlítilli olíu.
Bætið salsasósu og ostasósu þvínæst út
í. Látið suðuna koma upp. Blandið grjón-
um út í og hrærið vel. Steikið kjúklinga-
bringur þar til að þær eru fulleldaðar.
Skerið þær svo í þunna strimla og bætið
út í fyllingu ásamt mozzarellaost. Pakkið
öllu inn í tortillur. Setjið örlitla ostasósu
og rifinn ost ofan á tortillur. Bakið í ofni
í 15 min við 170 C.
FYLLT KARTÖFLUSKINN
Bökunarkartöflur
Ostasósa
Beikon
Jalapeno
Mozzarella-ostur
Aðferð:
Bakið kartöflur og látið þær síðan kólna.
Skerið kartöflur í tvennt og skafið innan
úr þeim. Djúpsteikið kartöflur í olíu og
kryddið með salti og pipar. Skerið bacon
í strimla og steikið. Fyllið kartöfluskinn
með ostasósu, baconi og jalapeno. Stráið
mozzarella-ost loks yfir. Bakið í 15 mín
við 180 C.
Kjúklingaspjót með engifer sem kitla
bragðlaukana.
KJÚKLINGASPJÓT MEÐ ENGIFER
Kjúklingalundir
Ferskt engifer
Steinselja
Hunang
Sinnep
Hvítlaukur
Matarolía
Aðferð:
Blandið engifer, steinselju, hunangi,
sinnepi og hvítlauk saman í matvinnsluvél.
Olíunni er síðan hrært hægt saman við.
Blandið þessu saman við kjúklinglundir og
látið marinerast í 4 klst. Setjið kjúkling-
urinn þvínæst á grillspjót og grillið þar til
hann er tilbúinn.
Nautaspjót Tex Mex fyrir nautnaseggi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
NAUTASPJÓT TEX MEX
Nautalundir
Soyasósa
Hvítlaukur, smátt saxaður
Sweet chili sósa
Salsasósa
Aðferð:
Skerið nautlundir í strimla. Setjið þær út
í soyasósu, hvítlauk og sweetchili sósu.
Látið marinerast í 1 klst. Setjið þvínæst
á grillspjót og grillið þar til kjötið er
tilbúið. Gott er að bera nautalundir fram
með salsasósu í skál.
��������������� ��� ��������
������������ ������
���������
����������
��������
�����
�����
�����
������������
������������������
���������������
������������ �������������������