Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 28
Veitingastaðir Red Chili, að Laugavegi 176 og Pósthúss- træti 13, bjóða upp á einstakt úrval af mexikóskum réttum sem ættu að hleypa smá kryddi í tilveruna. Auk þess er veisluþjónusta rekin undir sama nafni sem sér smærri jafnt sem stærri hópum fyrir veglegum matarveislum. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á veitingastöðum Red Chili, hvort sem þeir eru í leit að góðum, mexíkóskum mat eða steikum, hamborgurum, salötum og pasta. Stemningin er ávallt góð og móttökurnar höfðinlegar, hvort sem menn mæta einir síns lið eða í hópum. Maturinn er þó aðalat- riðið en hann er rómaður fyrir að vera unnin úr gæðahráefni og eld- aður af einstakri alúð. Matreiðslu- meistarar Red Chili voru ekki lengi að galdra fram mexíkóska matarveislu fyrir lesendur þegar leitað var til þeirra, enda umhug- að að hleypa smá kryddi í til- veruna. Hér eru fjórar uppskrift- ir sem ættu að rífa upp stemninguna. roald@frettabladid.is 22. september 2006 FÖSTUDAGUR4 Á veitingastaðnum Culiacan í Faxafeni 9 fæst mexíkóskur matur í fremsta gæðaflokki. Culiacan hefur verið rekinn í þrjú ár við miklar vinsældir, en staður- inn hefur dregið að sér ört stækk- andi kúnnahóp sem sækja í ljúffeg- an mat gerðan úr vönduðu hráefni. Mikil áhersla er lögð á notkun hráefnis í hæsta gæðaflokki. Salsa og guacamole er útbúið daglega úr ferskum kryddjurtum og græn- meti og nýjar kjúklingabringur marineraðar í sólarhring áður en þær eru grillaðar. Ekki skemmir fyrir að maturinn er á einstaklega góðu verði. Hér eru uppskriftir að þremur bragðgóðum réttum hjá Culiacan, en smekksatriði eru hversu mikið skal nota af hveru hráefni. roald@frettabladid.is Suðrænt og seiðandi FERSKT SALSA: 4 tómatar skornir í teninga 1 laukur skorinn í teninga 100-200g ferskt kóriander ferskt, fínsaxað 2msk limesafi Salt og pipar eftir smekk Blandið öllu saman TACOS PARTÝPLATTI: 6” tortillur Grillaðar kjúklingabringur (marin- eraðar) Fajitas (paprika og laukur gróft skorið) svissað á pönnu Sterk sósa Kornsalsa Iceberg kál Ostur Sýrður rjómi Aðferð: Útbúið kjúkling, salsa og meðlæti. Hitið tortillur á þurri pönnu eða í ofni í nokkra stund. Raðið öllu meðlæti á ostinn síðast. Raðið á platta og skreytið með nachos flögum. Gott er að hafa auka sósur með svo fólk geti bætt á eftir smekk. Supernachos fyrir sælkera. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SUPER NACHOS: Nachos flögur (ekki kryddaðar bara m.salti) Maukaðar pinto baunir („refried beans“) Steikt og kryddað nautahakk Ostasósa Ferst salsa („pico de gallo“) Sýrður rjómi Supernachos fyrir sælkera. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SANTAFE SALAT: Saxað iceberg salat Salatdressing (blandið t.d. ranchdress- ingu og salsa saman) Rifinn ostur Ferskt salsa („pico de gallo“) Grillaðar og saxaðar kjúklingabringur Sýrður rjómi Guacamole Nachos flögur muldar yfir Kjúklingasalat, hollt og gott. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUACAMOLE: 2 avocado (verða að vera mjúkir) stappaðir ½ laukur skorinn í teninga 50-100g fínsaxað kóriander 1-2msk limesafi Salt og pipar eftir smekk Blandið öllu saman Drykkjaúrvalið er með einsdæmum gott á Red Chili. Mexíkósk matarveisla að hætti hússins Einstaklega ljúffengt mini kjúklingaburritos og fyllt kartöfluskinn. MINI KJÚKLINGABURRITOS 6“ tortillur Hrisgrjón Ostasósa Salsasósa Paprika Rauðlaukur Kjúklingabringur Mozzarellaostur Aðferð: Sjóðið hrísgrjón þar til þau eru klár. Skerið papriku og lauk í þunna strimla og steikið á pönnu með örlítilli olíu. Bætið salsasósu og ostasósu þvínæst út í. Látið suðuna koma upp. Blandið grjón- um út í og hrærið vel. Steikið kjúklinga- bringur þar til að þær eru fulleldaðar. Skerið þær svo í þunna strimla og bætið út í fyllingu ásamt mozzarellaost. Pakkið öllu inn í tortillur. Setjið örlitla ostasósu og rifinn ost ofan á tortillur. Bakið í ofni í 15 min við 170 C. FYLLT KARTÖFLUSKINN Bökunarkartöflur Ostasósa Beikon Jalapeno Mozzarella-ostur Aðferð: Bakið kartöflur og látið þær síðan kólna. Skerið kartöflur í tvennt og skafið innan úr þeim. Djúpsteikið kartöflur í olíu og kryddið með salti og pipar. Skerið bacon í strimla og steikið. Fyllið kartöfluskinn með ostasósu, baconi og jalapeno. Stráið mozzarella-ost loks yfir. Bakið í 15 mín við 180 C. Kjúklingaspjót með engifer sem kitla bragðlaukana. KJÚKLINGASPJÓT MEÐ ENGIFER Kjúklingalundir Ferskt engifer Steinselja Hunang Sinnep Hvítlaukur Matarolía Aðferð: Blandið engifer, steinselju, hunangi, sinnepi og hvítlauk saman í matvinnsluvél. Olíunni er síðan hrært hægt saman við. Blandið þessu saman við kjúklinglundir og látið marinerast í 4 klst. Setjið kjúkling- urinn þvínæst á grillspjót og grillið þar til hann er tilbúinn. Nautaspjót Tex Mex fyrir nautnaseggi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR NAUTASPJÓT TEX MEX Nautalundir Soyasósa Hvítlaukur, smátt saxaður Sweet chili sósa Salsasósa Aðferð: Skerið nautlundir í strimla. Setjið þær út í soyasósu, hvítlauk og sweetchili sósu. Látið marinerast í 1 klst. Setjið þvínæst á grillspjót og grillið þar til kjötið er tilbúið. Gott er að bera nautalundir fram með salsasósu í skál. ��������������� ��� �������� ������������ ������ ��������� ���������� �������� ����� ����� ����� ������������ ������������������ ��������������� ������������ �������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.