Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 74
42 22. september 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Sérkennileg uppákoma varð í hálfleik á leik Fram og Stjörnunnar í meistarakeppni HSÍ á miðvikudagskvöldið. Stuðnings- maður Stjörnunnar, Magnús Viðar Heimisson, bað um að stuðnings- mannalag Stjörnunnar yrði spilað í hátalarakerfi íþróttahússins í Safamýri en vallarkynnir neitaði. Í kjölfarið ræddi hann málið við Kjartan Ragnarsson, formann handknattleiksdeildar Fram, og lauk þeim samskiptum með því að Kjartan vísaði Magnúsi úr húsi með valdi eins og sést á meðfylgj- andi myndum sem eru fengnar frá NFS en myndatökumaður stöðvar- innar náði góðum myndum af atvikinu. „Þetta var alls ekkert alvarlegt atvik,“ sagði Kjartan við Frétta- blaðið. „Hann reif bara kjaft og var með dónaskap. Það fauk í mig og ég henti honum út. En þetta risti ekki djúpt enda kom hann aftur í húsið og kláraði að horfa á leikinn. Það urðu engin eftirmál að þessu.“ Sjálfur segist Magnús alls ekki hafa verið með neinn dónaskap, hvorki þegar hann ræddi við vall- arkynninn né Kjartan. „Ég reyndi að rökræða málið við hann og rífur hann þannig í mig að það sér enn á mér og henti mér út,“ sagði Magn- ús Viðar frekar ósáttur. Stuðningsmenn Stjörnunnar vildu frumflytja nýtt stuðnings- mannalag á leiknum og fannst kjörið tækifæri til þess í hálfleik enda sé meistaraleikur HSÍ að forminu til hlutlaus leikur. „Það er rétt, leikurinn á að vera á hlutlaus- um velli en HSÍ sá sér ekki fært að halda þessa leiki og fela Íslands- meisturunum að gera það. Því er það gert algerlega á okkar for- sendum,“ sagði Kjartan. Þorsteinn Rafn Johnsen, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, tók í svipaðan streng og Magnús og sagði að Stjörnu- menn hefðu átt rétt á að fá lagið spilað. „Kynnirinn braut allar hefðir sem hafa verið í svona leikj- um og lét eins og um heimaleik Fram í deildinni væri að ræða.“ Það er óhætt að segja að hand- boltatímabilið fari líflega af stað og verður gaman að fylgjast með þegar þessi sömu lið mætast í 1. umferð deildarinnar í lok mánað- arins. - esá Skrautleg uppákoma í Meistarakeppni HSÍ: Formaðurinn henti stuðn- ingsmanni Stjörnunnar út HASAR Það dugðu engin vettlingatök þegar Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, henti Magnúsi Viðari Heimissyni, stuðningsmanni Stjörnunnar, út úr húsi. Magnús sneri fljótt aftur inn í húsið og var aðalmaðurinn í myndatökum eftir leikinn þar sem hann hélt á bikarnum en ekki fyrirliði eða leikmenn liðsins. 1 2 3 4 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM > Ragnhildur úr leik Ragnhildur Sigurðardóttir, kylfingur úr GR, komst ekki í gegn- um niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en leikið var í Palm Springs í Kaliforníu. Ragnhildur lék fyrstu hringina tvo á 81 og 76 höggum og er því ekki ein af þeim 70 keppendum sem fá að klára síðari tvo hringina. 30 efstu keppendur að mótinu loknu komast á lokaúrtöku- mótið fyrir mótaröðina. Ragnhildur ætlar að freista gæfunnar á öðru úrtökumóti sem fer fram í Flórída í byrjun október. FÓTBOLTI Guðmundur Benedikts- son, leikmaður Vals í knatt- spyrnu, hefur framlengt samning sinn við félagið um eitt ár. Guðmundur er nú að klára sitt annað ár sem leikmaður Vals og nú er ljóst að hann mun leika með liðinu í a.m.k. eitt ár til viðbótar. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Val að vilji sé hjá báðum aðilum að Guðmundur taki að sér störf þjálfara hjá félaginu að ferlinum loknum. - dsd Guðmundur Benediktsson: Framlengir um eitt ár GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON Áfram í Val. FÓTBOLTI 1. deildarmeistarar Fram tilkynntu í gær að þeir hefðu ákveðið að framlengja ekki samn- ingi sínum við Ásgeir Elíasson. Ásgeir var með þriggja ára samn- ing við Fram en félagið ákvað að nýta uppsagnarákvæði í samn- ingnum. Tíðindin koma nokkuð á óvart þar sem undir stjórn Ásgeirs vann Fram öruggan sigur í 1. deildinni. „Þeir sem sáu liðið spila í sumar ættu að vita af hverju við tökum þessa ákvörðun. Menn voru ein- faldlega ekki sáttir við spila- mennskuna,“ sagði Finnbjörn Agn- arsson, formaður Fótboltafélags Reykjavíkur hf., sem er rekstrar- félag meistaraflokks Fram. „Nú þurfum við að horfa fram á veginn og fá nýjan mann í starfið sem fær það verkefni að koma Fram aftur í fremstu röð.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa Framarar mikinn áhuga á að fá Guðjón Þórðarson til að rífa liðið upp en Finnbjörn stað- festi áhuga félagsins á Guðjóni fyrr í vikunni. Fram er einnig talið hafa áhuga á öðrum Skagamanni, Ólafi Þórðarsyni. Finnbjörn vildi ekki staðfesta að búið væri að ræða við þessa menn í gær. „Við höfum heyrt í nokkrum mönnum en ég vil ekkert segja hverjir það eru. Stjórnin er að velta fyrir sér stöðunni og við stefnum á að klára þjálfaramálin fyrr frekar en síðar,“ sagði Finn- björn. Ásgeir Elíasson tekur tíðindun- um með mikilli yfirvegun þó heyra megi að þau hafi komið honum nokkuð á óvart en hann segist sjálfur ekki vera viss um að hafa viljað halda áfram. „Ég átti líka sjálfur eftir að taka ákvörðun um hvort ég vildi halda áfram og ég hefði hugsan- lega ekki gert það að öllu óbreyttu. Ég átta mig samt ekki alveg á um hvað þetta snýst. Ég tel að liðið hafi spilað vonum framar og árangurinn var alveg ásættanleg- ur að mínu mati. Markmiðunum var náð,“ sagði Ásgeir, en er hann ekkert fúll yfir þessum málalykt- um? „Nei, þetta er bara svona. Ég er þjálfari og þá getur maður búist við öllu.“ Ásgeir segir að hann sé ekki hættur að þjálfa og stefnir á að mæta til leiks næsta sumar með nýtt lið. „Ég vænti þess að ég fái eitt- hvað að gera. Mér liggur ekkert á að hætta enda barnungur ennþá,“ segir Ásgeir léttur í bragði. henry@frettabladid.is Óásættanleg spilamennska Finnbjörn Agnarsson, formaður Fótboltafélags Reykjavíkur hf, segir að stjórnin hafi ekki getað sætt sig við þá spilamennsku sem boðið var upp á hjá Ásgeiri Elíassyni og því hafi félagið ákveðið að slíta samstarfinu. SVÆLDUR ÚR SAFAMÝRINNI Þótt Ásgeir Elíasson hafi komið Fram upp í úrvalsdeild á sannfærandi hátt þá fær hann ekki að halda starfi sínu áfram. Hann ætlar að halda áfram í þjálfun. ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Sænska úrvalsdeildin HAMMARBY-IFK GAUTABORG 3-3 Pétur Marteinsson spilaði allan leikinn fyrir Hamm- arby en Gunnar Þór Gunnarsson kom af bekknum á 55. mínútu - Hjálmar Jónsson var í byrjunarliði Gautaborgar en fór af velli á 75. mínútu. ÖRGRYTE-ÖSTER0 0-2 Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir Öster. MALMÖ-KALMAR 2-2 Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Malmö og lagði upp annað marka liðsins. STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA: AIK 19 11 6 2 35-17 39 IF ELFSBORG 19 9 9 1 35-17 36 IFK GÖTEBORG 19 8 7 4 33-22 31 KALMAR FF 19 9 3 7 28-21 30 DJURGARDEN 19 8 6 5 22-16 30 MALMÖ FF 19 8 5 6 32-27 29 ------------------------------------------------------------ GAIS 19 5 7 7 20-25 22 HALMSTADS 19 4 8 7 15-23 20 ÖRGRYTE IS 19 3 5 11 19-33 14 ÖSTERS IF 19 3 4 12 14-36 13 BK HACKEN 19 2 6 11 19-36 12 Hollenska bikarkeppnin BENNEKOM TECPOOL-AZ ALKMAAR 0-10 Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði AZ en Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í hópnum. FÓTBOLTI Keflvíkingurinn Ingvi Rafn Guðmundsson hefur ekki enn jafnað sig eftir tæklingu Eyjamannsins Páls Hjarðar síðasta sumar og er staddur í Hollandi þessa dagana þar sem hann reynir að fá bót meina sinna. Að því er fram kemur á heima- síðu Keflavíkurliðsins eru læknar ytra bjartsýnir á að geta komið Ingva í leikform á ný en hann fer væntanlega í aðgerð á þriðjudag. - hbg Ingvi Rafn Guðmundsson: Á leið í aðgerð í Hollandi Þessa dagana er í ganga skoðanakönnun á spjallborðinu á heimasíðu ÍA þar sem kjósend- ur geta kosið á milli þess hvort þeir vilji halda bræðrunum Arnari og Bjarka sem þjálfurum liðsins, fá Guðjón Þórðarson til starfa eða ein- hvern annan. Þegar þetta er skrifað hafa 19 atkvæði verið greidd, 13 vilja halda þeim bræðrum, 5 vilja fá Guðjón til að stýra liðinu og einn vill ein- hvern annan til starfsins. Flestir sem tjá sig virðast síðan styðja bræðurna. Af þessu að dæma er því ljóst að Arnar og Bjarki njóta töluverðs stuðnings hjá stuðnings- mönnum Skagamanna. „Málið er að ef Guðjón hefði komið á sínum tíma og reddað þessu þá væri hann í guðatölu. En af því að þeir bræð- ur tóku við þessu, sem var svona ódýr lausn, þá finnst fólki þetta ekki alveg eins merkilegt. Það er nú eins skrýtið og það er,“ sagði Þórður Gylfason, formaður stuðningsmannafélags ÍA. „Persónulega hef ég alls ekkert á móti því að þeir bræður haldi áfram með liðið, ef þeir hafa áhuga á því og ná sér í þá þjálfaramenntun sem þarf. Þeir eru búnir að gera mjög góða hluti fyrir okkur,“ sagði Þórður. „Ég væri líka alveg til í að fá Guðjón. Það er hins vegar miklu auðveldara fyrir stjórnina að vinna með Arnari og Bjarka heldur en nokkurn tím- ann með Guðjóni, það hefur mar- goft sýnt sig. Tvíburarnir eru minnst að gera þetta peninganna vegna og þeir leggja sig alla í þetta og fólkið kann vel að meta það.“ Það fór ekki á milli mála hjá Þórði að fólkið stendur þétt við bakið á þeim Arnari og Bjarka. „Ég held að ég tali fyrir hönd flestra þegar ég segi að það vill enginn missa þá. Þetta var erfitt fyrir okkur stuðningsmennina að sýna liðinu stuðning þegar við töp- uðum öllum þessum leikjum í byrjun en á seinni hluta leik- tíðarinnar er þetta búið að vera mjög gaman,“ sagði Þórður og bætti því við að þessi tímasetning á yfir- lýsingu Guðjóns um að hann hefði áhuga á starf- inu væri alveg út í hött. „Ég var mjög hneykslaður,“ sagði Þórður að endingu. ÞÓRÐUR GYLFASON: FORMAÐUR STUÐNINGSMANNAFÉLAGS ÍA ER ÁNÆGÐUR MEÐ TVÍBURANA Flestir vilja hafa tvíburana áfram sem þjálfara GOLF Ryder-keppnin hefst í dag en að þessu sinni er leikið í Írlandi. Athyglisverðasta rimma dagsins er á milli Bandaríkja- mannanna Tiger Woods og Jim Fyryk sem mæta Evrópumönn- unum Colin Montgomerie og Padraig Harrington. Sýnt verður beint frá mótinu á RÚV. - hbg Ryder-bikarinn: Tiger gegn Montgomerie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.