Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 6
6 22. september 2006 FÖSTUDAGUR KJÖRKASSINN Dreifbýlisstefna í Alaska Ávísun með arðgreiðslu upp á tæpar 80.000 krónur verður send hverjum og einum íbúa í Alaska á þessu ári frá olíufjárfestinganefnd ríkisins. Skilyrði fyrir greiðslu er búseta í Alaska í minnst eitt ár. Alaskabúar hafa fengið greidda 1.002 milljarða síðan 1982. BANDARÍKIN Hnífur og gaffall í steikina – úrvals stál. Kr. 3.680.- LÖGGÆSLUMÁL „Ég vil ekki gefa frekari afslátt á einkalífs- og mannréttindum en þegar er orðið,“ segir Atli Gíslason hæstaréttar- lögmaður spurður álits á auknum heimildum lögreglu til rannsókna í málum er varða þjóðaröryggi. Atli kveðst ekki vilja láta hryðjuverkamenn stjórna sínu lífi né annarra með því að taka mann- réttindi af fólki. Gerist það megi líta svo á að hryðjuverkamenn hafi í rauninni farið með sigur af hólmi. Spurður álits á hugmyndum um sérstaka öryggis- og greining- ardeild er hefði rýmri heimildir en lögregla hefur nú um öflun upplýsinga segir Atli „víðs fjarri“ að þörf sé á slíkri deild. Þeim fjármunum sem ætlaðir séu til þess starfs sé betur farið til aðstoðar börnum sem eigi við les- blindu, ofvirkni og athyglisbrest að stríða, þannig að ekki sé hætta á að þau lendi í klóm fíkniefna eða annars vanda þegar þau eru 15 - 16 ára. „Staðan á Íslandi er sú, að menn ofmeta þörfina á svonefndri öryggisþjónustu,“ bætir Atli við. „Þetta mál sem Fréttablaðið greindi frá í gær kemur upp vegna ábendingar. Þar þurfti enga grein- ingardeild til. Almenningur bregst þarna við. Hann er virkastur til eftirlits.“ - jss Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður um auknar rannsóknarheimildir: Vil ekki frekari afslátt á mannréttindum en orðið er ATLI GÍSLASON HRL. „Menn ofmeta þörfina á svo- nefndri öryggis- þjónustu.“ Hefur þú lent í slagsmálum? Já 42% Nei 58% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu sátt(ur) við launin þín? Segðu skoðun þína á visir.is UMHVERFISMÁL Ómar Ragnarsson sjónvarpsfrétta- maður er hættur að fjalla um umhverfismál í Sjónvarpinu og ætlar að beita sér í umhverfismálum þjóðarinnar. Hann segir það hafa verið draum sinn frá tíu ára aldri að beita sér í þjóðmálaumræðu. Ómar útilokar ekki framboð en telur nýtt umhverfisafl vanta. „Ég er til í allt,“ segir hann. „Ég hef leyst hendur mínar frá bakinu og ætla niður á völlinn til þess að spila með öðru liðinu.“ Í áratugi hefur Ómar reynt að miðla upplýsingum um umhverfismál af fagmennsku og óhlutdrægni en segir þá viðleitni sína hafa af mörgum verið túlkaða „sem barátta gegn þeirri stefnu sem fylgt hefur verið“. Hann mun fjalla um önnur mál en umhverf- ismál og vinna efni sem hann á. Í blaði sem Ómar gefur út og dreifir til þjóðarinn- ar um helgina leggur hann til að Kárahnjúkavirkjun verði geymd ógangsett og tekjur þannig fengnar. „Með því að sökkva ekki dalnum myndi suðurveggur Kárahnjúkastíflu sem ber af norðurhliðinni að glæsileik, blasa við ferðafólki í stað þess að verða hulinn vatni,“ segir Ómar. „Hægt yrði að fara um undirgöng og rangala stíflunnar og í járnbraut inn í opin aðrennslisgöngin.“ - ghs KOMINN Í ANNAÐ LIÐIÐ „Ég er til í allt,“ segir Ómar Ragnars- son sjónvarpsfréttamaður FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ómar Ragnarsson hættir að fjalla um umhverfismál í fréttum: Ætlar að spila með öðru liðinu UMHVERFISMÁL Þorsteinn Hilm- arsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir það túlkunaratriði hvort Ómar Ragnarsson fjalli minna eða meira um umhverfismál á næstunni. „Ætli hann fjalli ekki bara þeim mun meira um þau,“ segir hann. „Við höfum alltaf átt gott samstarf við Ómar og kvíðum því ekki eftirleiðis en hingað til,“ segir Þorsteinn og kveðst ekki vera sammála því sem Ómar hafi sagt á blaðamanna- fundinum en hann sé ekki óvinur Landsvirkjunar númer eitt. „Hann er bara góður vinur.“ - ghs Þorsteinn Hilmarsson: Ómar er bara góður vinur Olmert óvinsæll Ný skoðanakönnun gefur til kynna að 68 prósent Ísraela séu óánægð með Ehud Olmert forsætisráðherra og að flokkur Olmerts fengi ekki umboð til meirihlutaviðræðna ef gengið væri til kosninga nú. ÍSRAEL LÖGGÆSLUMÁL Lögregla hér á landi getur ekki farið fram á heimild dómara til að beita sérstökum rannsóknaraðferðum nema um rökstuddan grun um afbrot sé að ræða, segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra spurður um möguleika þess að grípa inn í mál, sem gætu bent til yfirvofandi hryðjuverka. Björn bendir á að á vettvangi Evrópusambandsins hafi verið unnið verulegt starf til að móta inntak forvirkra aðferða í ljósi breyttra áherslna þegar krafa sé gerð um að lögregla rannsaki ekki aðeins afbrot heldur haldi einnig úti rannsóknum til að koma í veg fyrir afbrot. Rannsóknir lögreglu í því skyni að koma í veg fyrir afbrot megi kenna við forvörn sem byggist á greiningu á atvik- um og ábendingum. „Ég hef verið að vekja máls á þörf fyrir öryggis- og greiningar- deild hér á landi til þess að vekja athygli almennings, stjórnmála- manna og annarra á því að við erum í sérstakri stöðu. Síðan verð- um við að átta okkur á því hvort við viljum ganga skrefi lengra eða ekki. Ég vil eiga samstarf við stjórnmálamenn úr öllum flokk- um um þetta mál og hef stuðlað að því. Þetta er ekki flokkspólitískt mál, heldur mál sem við stöndum frammi fyrir sem berum ábyrgð á öryggi Íslendinga. Við verðum að átta okkur á því hvernig staðan er í þessum málum.“ Björn segir að ekki verði geng- ið lengra en gert hefði verið með samþykkt laga um breytingar á lögreglulögum 2. júní, án þess að komið verði á fót eftirlitskerfi Alþingis með störfum öryggis- og greiningardeildar og sett verði þar um sérstök lög, með tilliti til þess sem menn hafi verið að gera í nágrannalöndunum. Þar hafi verið farnar mismunandi leiðir. „Í Noregi eru sérstök lög um öryggis- og greiningarþjónustu og í Danmörku er um að ræða sér- stakan hluta af réttarfars- og lög- reglulöggjöf. Hér hefur verið dregin upp sú mynd af málinu að verið sé að fara út á eitthvert svið sem sé algjörlega óþekkt, en því fer fjarri, eins og þeir geta komist að raun um sem vilja kynna sér stöðu mála í nágrannalöndun- um.“ Björn segir enn fremur að starfssvið öryggis- og greiningar- þjónustu myndi ekki einskorðast við þjóðaröryggismál, heldur einnig aðferðir til að takast á við mansal, skipulagða glæpastarf- semi, fíkniefnamál og fleira af því tagi. jss@frettabladid.is TAKMARKAÐAR HEIMILDIR Lögregla getur ekki látið til skarar skríða í málum er varða þjóðaröryggi nema um rökstuddan grun um afbrot sé að ræða. Það þarf rökstudd- an grun um afbrot Lögregla hefur ekki mikið svigrúm til að grípa inn í mál sem bent geta til yfir- vofandi hryðjuverka. Hún getur ekki farið fram á heimild dómara til að beita sérstökum rannsóknaraðferðum, nema um rökstuddan grun sé að ræða. Ég hef verið að vekja máls á þörf fyrir öryggis- og greiningardeild hér á landi BJÖRN BJARNASON DÓMSMÁLARÁÐHERRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.