Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 16
 22. september 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Eins og gerst hafi í gær „Hver man ekki eftir því þegar stærð þorskstofnsins var endurmetin og búið til nýtt hugtak, „aukinn veið- anleiki“, til þess að útskýra eitthvert meint ofmat?“ SIGURJÓN ÞÓRÐARSON FRJÁLS- LYNDUR Í MORGUNBLAÐINU. Hún komst nú í gegn- um fimm prófkjör! „Henni hefur ekki tekist að mynda eftirspurn og þess vegna er engin eftirsjá.“ SIGURJÓN M. EGILSSON, RITSTJÓRI BLAÐSINS, Í LEIÐARA UM SÓL- VEIGU PÉTURSDÓTTUR. Hin árlega Kúluskítshátíð var haldin í fjórða skipti um síðustu helgi við Mývatn. Kúluskíturinn, hinn sérkennilegi hringlaga þör- ungur, vex sem kunnugt er bara á tveimur stöðum í heiminum, í Akan vatninu í Japan og í Mývatni. „Þetta tókst ágætlega og er skemmtileg viðbót við haustið hérna hjá okkur,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, upphafs- maður hátíðarinnar. Hann var að vanda kúluskítshöfðinginn í ár. „Dagskráin hófst með því að veiðimaður kom í land með kúlu- skít sem ég varðveitti um helg- ina. Og hátíðin endaði svo með því að kúluskítnum var skilað í vatnið.“ Boðið var m.a. upp á kúluskítstengda myndlistarsam- keppni barna, kokkar Sel-hótels buðu til veislu þar sem réttir minntu á kúluskít og nýr kúlu- skítsdrykkur var kynntur. „Það er algjört leyndó hvað er í honum,“ segir Yngvi, „það eina sem ég gef upp er að við notum grænt kokteilber og grænan mat- arlit.“ Margt er framundan í Mývatns- sveit. Hið árlega villibráðarhlað- borð verður haldið á Sel-hóteli í lok október og íslensku jólasvein- arnir þrettán eiga nú opinberlega heima í Dimmuborgum. Öllum pósti til jólasveinsins er beint norður á Mývatn. „Stúfur og Kertasníkir eru á ferðamálaráð- stefnu í Frakklandi og þeir hafa það bara gott,“ segir Yngvi. „Reyndar kvarta þeir aðeins yfir hitanum enda í ullarfötum að hætti íslenska jólasveinsins. Þegar nær dregur jólum förum við svo af stað með jólasveina- verkefnið okkar þar sem karlarn- ir þrettán taka á móti börnum í Dimmuborgum.“ Nýjasti viðburðurinn nyrðra er svo sérstök homma og lesbíu- helgi, sem haldin verður í mars. „Við ætlum að sníða eina helgi fyrir þennan markhóp og erum á fullu að púsla dagskránni saman,“ segir Yngvi en vill að svo stöddu ekki ljóstra frekar upp um atburði helgarinnar. - glh Algjört leyndó hvað er í kúluskítsdrykknum VALMAR VÄLJAOTS LEIDDI GÖNGUNA Um sjötíu japanskir kúluskítsaðdáendur voru mættir. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓHANN ÍSBERG Fyrsta kynslóð of feitra krakka sem lék sér frekar inni í tölvuleikjum en úti í eltingarleik hefur löng- um gengið undir nafninu „Kókópuffskynslóðin“. Þá er morgunkornið oft kennt við almennan slappleika, sbr. „kókópuffsvöðvar“. Þetta sýnir þau miklu menningaráhrif sem morgunkornið hefur haft á íslenskt samfélag, enda hefur það verið til sölu á Íslandi í rúma hálfa öld, eða síðan árið 1955. Nú er komið á markaðinn Kókópuffs með „sígilda bragð- inu“, en fyrir rúmlega ári tók framleiðandinn General Mills upp á því að minnka súkkulaðibragðið. „Það þýddi ekkert að reyna að plata neytendur og það beinlínis rigndi inn kvörtunum yfir þessu nýja bragði,“ segir Ari Fenger hjá Nathan & Olsen, innflytjanda Kókópuffsins. Framleiðandinn sá því að sér og setti „gamla góða“ bragðið á markaðinn aftur með til- heyrandi auglýsingaherferð. Ari segir Kókópuffs bara fáan- legt í Bandaríkjunum og á Íslandi. „Reglugerðir um litar- og rotvarn- arefni banna það í öllum öðrum Evrópulöndum.“ Það má því gera því skóna að dagar Kókópuffs á Íslandi séu taldir ef við göngum einhvern tímann í Evrópusam- bandið. Ari segir að ýmis morgun- korn frá General Mills falli ekki innan íslenskra reglugerða og því séu mörg morgunkorn ófáanleg hér, Kix og Trix sem dæmi. Saga morgunkorns frá General Mills á Íslandi er löng. Morgun- kornið Wheaties kom fyrst teg- unda á markaðinn hér fljótlega eftir seinni heimsstyrjöld, Cheer- ios-ið kom næst og Kókópuffsið árið 1955. „Það var hlutfallslega dýrara í upphafi og því kannski hálfgerður munaður, en svo sló það í gegn á 7. áratugnum,“ segir Ari. „Kókópuffs hefur merkilega lítið misst flugið með aukinni holl- ustuumræðu. Fólk vill alltaf gera vel við sig og þetta er bara hluti af því.“ En skyldi Ari gefa sínum börn- um Kókópuffs? „Ég á nú engin börn, en ef ég ætti þau myndi ég hiklaust gera það. Ég ólst upp við að borða þetta á hverjum degi og er bara í ágætis málum í dag.“ gunnarh@frettabladid.is Kókópuffskynslóðin hrósar sigri KÓKÓPUFFSGAUKURINN SONNY MÆTTUR Fuglinn hefur tekið ýmsum útlitsbreytingum í gegnum tíðina. ELDGAMALT KÓKÓPUFFS Svona leit það út áður en gaukurinn Sonny kom til sögunnar árið 1962. ARI FENGER HJÁ NATHAN & OLSEN Myndi hiklaust gefa börnunum sínum Kókópuffs ef hann ætti börn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Síðan Kókópuffs kom á markaðinn hafa Íslendingar sporðrennt 7.600 tonnum. Meðalnotkun af mjólk í einni skál af Kókópuffs er 140 gr. Miðað við selt magn í fyrra myndi mjólkin sem fólk setti út á Kókópuffsið fylla Laugar- dalslaugina 248 sinnum. Þvermál hverrar Kókópuffs-kúlu er u.þ.b. 1 cm. Væri selt Kókópuffs á Íslandi í fyrra lagt hlið við hlið næði það þrisvar sinnum í kringum jörðina. Meðalfjöldi kúlna í skeið eru 18 kúlur. Kókópuffs-fuglinn Sonny var upp- runalega í bleik hvít röndóttri skyrtu en er nú farinn úr henni. KÓKÓPUFFS „STAÐREYNDIR“ „Það er bara allt ljómandi gott að frétta og sól í hjartanu,“ segir Thelma Ásdísar- dóttir, sem í fyrra var kosin Kona ársins af tímaritinu Nýtt líf. Hún er sem kunnugt er sögumaður í bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba. „Það er búið að vera brjál- að að gera í vinnunni hjá mér, bæði í Kvennaathvarfinu og í Krísuvík. Þar er meðferðarað- staða fyrir fólk sem er að ná sér eftir neyslu og ég er með einstakl- ingsráðgjöf um kynferðisof- beldi. Maður hittir alls konar fólk, þetta er lifandi og gefandi starf, en ég myndi nú kannski ekki nota orðið „skemmti- legt“. Svo var ég á kvennaráðstefnu í Fær- eyjum. Þórshöfn er virkilega krútt- legur bær, mikið af litlum og sætum götum.“ Thelma segir að Myndin af pabba komi út á sænsku í nóv- ember og hún hlakkar til að sjá útkomuna. „Það verður örugg- lega skrítið. Ég get lesið sænsku en tala hana ekki mikið.“ Einkasonur Thelmu er orð- inn átján ára og byrjaður að læra hárgreiðslu. „Það finnst mér mjög gott. Ég sé fram á bjarta framtíð nú þegar ein- hver í fjölskyldunni getur hugsanlega hamið mitt erfiða hár.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? THELMA ÁSDÍSARDÓTTIR VAKTSTÝRA Í KVENNAATHVARFINU Sonurinn byrjaður í hárgreiðslu Saknar Thaksins „Mér finnst þetta ekki eins alvarlegt og af er látið,“ segir Bogi Jónsson, heimaveitingamaður í Hliði, Álftanesi. Bogi er giftur taílenskri konu og er vel inni í málum í Taílandi. „Mér líkaði reyndar vel við Thaksin Shinawatra, þennan sem herinn steypti af stóli, og mun sakna hans. Hann hafði tekið vel á spillingu og smákóngum í kerf- inu, kannski full vel að margra mati. Ég hef það á tilfinningunni að þeir sem steyptu honum hafi verið búnir að missa ítök og tapa hagsmunum og hafi viljað rétta sinn hlut.“ Bogi segir að þrátt fyrir fjöldamót- mæli fyrir valdaránið séu Taílendingar lítið að spá í málið. „Hjá sextíu og fimm milljóna þjóð telst það varla mikið þótt nokkur þúsund mótmæli. Taílendingar fylgjast almennt lítið með fréttum, eru ekki fréttafíklar eins og við.“ SJÓNARHÓLL VALDARÁN HERSINS Í TAÍLANDI BOGI JÓNSSON HEIMAVEITINGAMAÐUR ■ Textahöfundurinn Tólfti sept- ember (Freymóður Jóhannesson) var heppinn að fæðast ekki einum degi fyrr. Þá hefði hann kall- að sig Ellefta september. Það væri eitt- hvað skrítið að heyra Svanhildi Jakobsdótt- ur afkynna lögin hans, til dæmis: „Hér heyrðum við Erlu Þorsteinsdóttur flytja lag Ellefta september, Draumur fangans.“ Öllum yrði umsvifalaust hugsað til appelsínugulu mannanna í Guantanamo. PÆLING TÓLFTI SEPTEMBER ������� ���������������������������������������������������������� ������������������ �������������������� �������������� ��������� �������������������� ������������������ ���������� ������������� �������������� ����������������� �������������� ������������� ��������� ������������ �������������������� ������������������� ���������������������� ������������������ ������������� ����� �������� ���� �������� ������������������� ���������������� ���������� ������������� ������������� ������ �������������������������� ����������� ������ ����������������������� ���������������� ������ ����������������������������� ���� �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.