Fréttablaðið - 22.09.2006, Qupperneq 16
22. september 2006 FÖSTUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Eins og gerst hafi í
gær
„Hver man ekki eftir því
þegar stærð þorskstofnsins
var endurmetin og búið til
nýtt hugtak, „aukinn veið-
anleiki“, til þess að útskýra
eitthvert meint ofmat?“
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON FRJÁLS-
LYNDUR Í MORGUNBLAÐINU.
Hún komst nú í gegn-
um fimm prófkjör!
„Henni hefur ekki tekist að
mynda eftirspurn og þess
vegna er engin eftirsjá.“
SIGURJÓN M. EGILSSON, RITSTJÓRI
BLAÐSINS, Í LEIÐARA UM SÓL-
VEIGU PÉTURSDÓTTUR.
Hin árlega Kúluskítshátíð var
haldin í fjórða skipti um síðustu
helgi við Mývatn. Kúluskíturinn,
hinn sérkennilegi hringlaga þör-
ungur, vex sem kunnugt er bara á
tveimur stöðum í heiminum, í
Akan vatninu í Japan og í
Mývatni.
„Þetta tókst ágætlega og er
skemmtileg viðbót við haustið
hérna hjá okkur,“ segir Yngvi
Ragnar Kristjánsson, upphafs-
maður hátíðarinnar. Hann var að
vanda kúluskítshöfðinginn í ár.
„Dagskráin hófst með því að
veiðimaður kom í land með kúlu-
skít sem ég varðveitti um helg-
ina. Og hátíðin endaði svo með
því að kúluskítnum var skilað í
vatnið.“ Boðið var m.a. upp á
kúluskítstengda myndlistarsam-
keppni barna, kokkar Sel-hótels
buðu til veislu þar sem réttir
minntu á kúluskít og nýr kúlu-
skítsdrykkur var kynntur. „Það
er algjört leyndó hvað er í
honum,“ segir Yngvi, „það eina
sem ég gef upp er að við notum
grænt kokteilber og grænan mat-
arlit.“
Margt er framundan í Mývatns-
sveit. Hið árlega villibráðarhlað-
borð verður haldið á Sel-hóteli í
lok október og íslensku jólasvein-
arnir þrettán eiga nú opinberlega
heima í Dimmuborgum. Öllum
pósti til jólasveinsins er beint
norður á Mývatn. „Stúfur og
Kertasníkir eru á ferðamálaráð-
stefnu í Frakklandi og þeir hafa
það bara gott,“ segir Yngvi.
„Reyndar kvarta þeir aðeins yfir
hitanum enda í ullarfötum að
hætti íslenska jólasveinsins.
Þegar nær dregur jólum förum
við svo af stað með jólasveina-
verkefnið okkar þar sem karlarn-
ir þrettán taka á móti börnum í
Dimmuborgum.“
Nýjasti viðburðurinn nyrðra
er svo sérstök homma og lesbíu-
helgi, sem haldin verður í mars.
„Við ætlum að sníða eina helgi
fyrir þennan markhóp og erum á
fullu að púsla dagskránni saman,“
segir Yngvi en vill að svo stöddu
ekki ljóstra frekar upp um atburði
helgarinnar. - glh
Algjört leyndó hvað er
í kúluskítsdrykknum
VALMAR VÄLJAOTS LEIDDI GÖNGUNA
Um sjötíu japanskir kúluskítsaðdáendur
voru mættir. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓHANN ÍSBERG
Fyrsta kynslóð of feitra
krakka sem lék sér frekar
inni í tölvuleikjum en úti
í eltingarleik hefur löng-
um gengið undir nafninu
„Kókópuffskynslóðin“. Þá
er morgunkornið oft kennt
við almennan slappleika,
sbr. „kókópuffsvöðvar“.
Þetta sýnir þau miklu
menningaráhrif sem
morgunkornið hefur haft
á íslenskt samfélag, enda
hefur það verið til sölu á
Íslandi í rúma hálfa öld,
eða síðan árið 1955.
Nú er komið á markaðinn
Kókópuffs með „sígilda bragð-
inu“, en fyrir rúmlega ári tók
framleiðandinn General Mills upp
á því að minnka súkkulaðibragðið.
„Það þýddi ekkert að reyna að
plata neytendur og það beinlínis
rigndi inn kvörtunum yfir þessu
nýja bragði,“ segir Ari Fenger hjá
Nathan & Olsen, innflytjanda
Kókópuffsins. Framleiðandinn sá
því að sér og setti „gamla góða“
bragðið á markaðinn aftur með til-
heyrandi auglýsingaherferð.
Ari segir Kókópuffs bara fáan-
legt í Bandaríkjunum og á Íslandi.
„Reglugerðir um litar- og rotvarn-
arefni banna það í öllum öðrum
Evrópulöndum.“ Það má því gera
því skóna að dagar Kókópuffs á
Íslandi séu taldir ef við göngum
einhvern tímann í Evrópusam-
bandið. Ari segir að ýmis morgun-
korn frá General Mills falli ekki
innan íslenskra reglugerða og því
séu mörg morgunkorn ófáanleg
hér, Kix og Trix sem dæmi.
Saga morgunkorns frá General
Mills á Íslandi er löng. Morgun-
kornið Wheaties kom fyrst teg-
unda á markaðinn hér fljótlega
eftir seinni heimsstyrjöld, Cheer-
ios-ið kom næst og Kókópuffsið
árið 1955. „Það var hlutfallslega
dýrara í upphafi og því kannski
hálfgerður munaður, en svo sló
það í gegn á 7. áratugnum,“ segir
Ari. „Kókópuffs hefur merkilega
lítið misst flugið með aukinni holl-
ustuumræðu. Fólk vill alltaf gera
vel við sig og þetta er bara hluti af
því.“
En skyldi Ari gefa sínum börn-
um Kókópuffs?
„Ég á nú engin börn, en ef ég
ætti þau myndi ég hiklaust gera
það. Ég ólst upp við að borða þetta
á hverjum degi og er bara í ágætis
málum í dag.“ gunnarh@frettabladid.is
Kókópuffskynslóðin hrósar sigri
KÓKÓPUFFSGAUKURINN SONNY
MÆTTUR Fuglinn hefur tekið ýmsum
útlitsbreytingum í gegnum tíðina.
ELDGAMALT KÓKÓPUFFS Svona leit það
út áður en gaukurinn Sonny kom til
sögunnar árið 1962.
ARI FENGER HJÁ NATHAN & OLSEN Myndi hiklaust gefa börnunum sínum Kókópuffs
ef hann ætti börn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síðan Kókópuffs kom á markaðinn
hafa Íslendingar sporðrennt 7.600
tonnum.
Meðalnotkun af mjólk í einni skál af
Kókópuffs er 140 gr. Miðað við selt
magn í fyrra myndi mjólkin sem fólk
setti út á Kókópuffsið fylla Laugar-
dalslaugina 248 sinnum.
Þvermál hverrar Kókópuffs-kúlu er
u.þ.b. 1 cm. Væri selt Kókópuffs á
Íslandi í fyrra lagt hlið við hlið næði
það þrisvar sinnum í kringum jörðina.
Meðalfjöldi kúlna í skeið eru 18 kúlur.
Kókópuffs-fuglinn Sonny var upp-
runalega í bleik hvít röndóttri skyrtu
en er nú farinn úr henni.
KÓKÓPUFFS
„STAÐREYNDIR“
„Það er bara allt ljómandi gott að frétta og
sól í hjartanu,“ segir Thelma Ásdísar-
dóttir, sem í fyrra var kosin Kona
ársins af tímaritinu Nýtt líf. Hún
er sem kunnugt er sögumaður í
bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af
pabba. „Það er búið að vera brjál-
að að gera í vinnunni hjá mér,
bæði í Kvennaathvarfinu og í
Krísuvík. Þar er meðferðarað-
staða fyrir fólk sem er að ná sér
eftir neyslu og ég er með einstakl-
ingsráðgjöf um kynferðisof-
beldi. Maður hittir alls
konar fólk, þetta er lifandi
og gefandi starf, en ég
myndi nú kannski ekki
nota orðið „skemmti-
legt“. Svo var ég á kvennaráðstefnu í Fær-
eyjum. Þórshöfn er virkilega krútt-
legur bær, mikið af litlum og sætum
götum.“
Thelma segir að Myndin af
pabba komi út á sænsku í nóv-
ember og hún hlakkar til að sjá
útkomuna. „Það verður örugg-
lega skrítið. Ég get lesið sænsku
en tala hana ekki mikið.“
Einkasonur Thelmu er orð-
inn átján ára og byrjaður að
læra hárgreiðslu. „Það finnst
mér mjög gott. Ég sé fram á
bjarta framtíð nú þegar ein-
hver í fjölskyldunni getur
hugsanlega hamið mitt
erfiða hár.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? THELMA ÁSDÍSARDÓTTIR VAKTSTÝRA Í KVENNAATHVARFINU
Sonurinn byrjaður í hárgreiðslu
Saknar
Thaksins
„Mér finnst þetta ekki eins alvarlegt
og af er látið,“ segir Bogi Jónsson,
heimaveitingamaður í Hliði, Álftanesi.
Bogi er giftur taílenskri konu og er vel
inni í málum í Taílandi. „Mér líkaði
reyndar vel við Thaksin Shinawatra,
þennan sem herinn steypti af stóli,
og mun sakna hans. Hann hafði tekið
vel á spillingu og smákóngum í kerf-
inu, kannski full vel að margra mati.
Ég hef það á tilfinningunni að þeir
sem steyptu honum hafi verið búnir
að missa ítök og tapa hagsmunum
og hafi viljað rétta sinn hlut.“
Bogi segir að þrátt fyrir fjöldamót-
mæli fyrir valdaránið séu Taílendingar
lítið að spá í málið. „Hjá sextíu og
fimm milljóna þjóð telst það varla
mikið þótt nokkur þúsund mótmæli.
Taílendingar fylgjast almennt lítið
með fréttum, eru ekki fréttafíklar
eins og við.“
SJÓNARHÓLL
VALDARÁN HERSINS Í TAÍLANDI
BOGI JÓNSSON HEIMAVEITINGAMAÐUR
■ Textahöfundurinn Tólfti sept-
ember (Freymóður Jóhannesson)
var heppinn að fæðast ekki einum
degi fyrr. Þá
hefði hann kall-
að sig Ellefta
september.
Það væri eitt-
hvað skrítið að
heyra Svanhildi
Jakobsdótt-
ur afkynna
lögin hans,
til dæmis: „Hér heyrðum við Erlu
Þorsteinsdóttur flytja lag Ellefta
september, Draumur fangans.“
Öllum yrði umsvifalaust hugsað
til appelsínugulu mannanna í
Guantanamo.
PÆLING
TÓLFTI SEPTEMBER
�������
����������������������������������������������������������
������������������
��������������������
��������������
���������
��������������������
������������������
����������
�������������
��������������
�����������������
��������������
�������������
���������
������������
��������������������
�������������������
����������������������
������������������
�������������
����� ��������
���� ��������
�������������������
����������������
����������
�������������
�������������
������
��������������������������
����������� ������
�����������������������
����������������
������ �����������������������������
���� �