Fréttablaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 10
10 22. september 2006 FÖSTUDAGUR
ALENGUSTU EINKENNI
KÆFISVEFNS:
Einkenni í svefni:
Háværar hrotur
Öndunarhlé
Óvær svefn - vaknar oft - martraðir
Nætursviti
Tíð næturþvaglát
Einkenni í vöku:
Dagsyfja
Einbeitningarskortur og óþolinmæði
Þreyta
Syfja við akstur
Þörf fyrir að leggja sig á daginn
Vélindabakflæði
HEILBRIGÐISMÁL „Okkar aðal-
áhyggjumál er að biðlistar hafa
farið mjög vaxandi. Í dag bíða 116
greindir kæfisvefnssjúklingar eftir
meðferð og 178 manns eru á biðlista
eftir mælingu,“ segir Þórarinn
Gíslason, yfirlæknir lungnadeildar
Landspítala–háskólasjúkrahúss.
„Það þarf úrbætur á þessu sviði svo
við getum staðið undir væntingum.
Fólk sættir sig illa við að bíða í fjóra
til sex mánuði eftir úrlausn sinna
mála í þessu ríka samfélagi.“ Kæfi-
svefn er meðal þess sem fjallað
verður um á Vísindavöku Rannís í
Listasafni Reykjavíkur í dag.
Kæfisvefn er sjúkdómsástand
skilgreint sem endurtekin öndunar-
stopp þegar sjúklingur sefur, sem
hafa í för með sér breytingar á líðan
að degi til. Fólk nær ekki nægri hvíld
og verður þreytt og syfjað að degi
til. Lífshorfur fólks með kæfisvefn á
háu stigi eru verulega skertar miðað
við aðra á sama aldri.
„Upphaflega var litið á kæfis-
vefn sem sjálfstætt einangrað fyr-
irbrigði sem fyrst og fremst ein-
kenndist af hrotum, óværum svefni
og syfju. Á síðustu árum hafa komið
fram rannsóknir sem sýna greini-
lega að það eru fylgikvillar með
kæfisvefni. Þar á meðal háþrýsting-
ur, gáttaflökt, hjarta- og æðasjúk-
dómar, sykursýki og heilablóðföll,“
segir Þórarinn.
Á Landspítalanum koma læknar,
hjúkrunarfræðingar, líffræðingar
og sálfræðingar að vísindarann-
sóknum á kæfisvefni.
Dagsyfja er helsta einkenni kæfi-
svefns og hefur kanadísk rannsókn
leitt í ljós að alvarleg umferðarslys
voru þrefalt algengari meðal ómeð-
höndlaðra kæfisvefnssjúklinga en
meðal samanburðarhóps. Í virtu
bresku læknatímariti var leitt að
því líkum að með því að meðhöndla
500 kæfisvefnssjúklinga mætti
koma í veg fyrir eitt banaslys, 75
slys með áverkum á fólki og yfir
200 slys með skemmdum á öku-
tækjum. Samkvæmt skýrslu Rann-
sóknarnefndar umferðarslysa varð
að meðaltali eitt banaslys á ári hér-
lendis frá 1998 til 2004 vegna syfju
ökumanns.
sdg@frettabladid.is
INDVERSKUR FJÁRHIRÐIR
Regntíminn setur svip á líf indverskra
fjárhirða um þessar mundir. Gríðarlegt
úrhelli var í borginni Kolkata (Kalkútta)
í gær þar sem þessi mynd var tekin.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Fundarstjóri:
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
SAMFÉLAGSMÁL Kjalarnesspróf-
astsdæmi og Hafnarfjarðarkirkja
standa að ráðstefnu um friðar-
starf og sáttaferli í safnaðarheim-
ilinu Strandbergi í dag.
Dr. Rodney Petersen, forstöðu-
maður Guðfræðistofnunarinnar í
Boston, og dr. Raymond Helmick
S. J., jesúítaprestur og alþjóðleg-
ur sáttasemjari til fjölda ára, hafa
þróað og beitt árangursríkum
aðferðum til sáttaumleitana á
átakasvæðum, meðal annars á
Balkanskaga og Norður-Írlandi.
Þeir flytja röð fyrirlestra á ráð-
stefnunni um friðarstarf og sátta-
ferli í Strandbergi sem hefst klukk-
an 9.45 með stuttri helgistund í
Hafnarfjarðarkirkju en safnaðar-
heimilið opnar klukkan 9 með létt-
um morgunverð. Fyrst fer fram
kynning á félagslegu sáttaferli en
síðan verður fjallað um fjögur lyk-
ilhugtök í félagslegu sáttaferli í
máli og myndum, erindum og
umræðum.
Ráðstefnan fer fram á ensku en
stuttur útdráttur á íslensku verð-
ur fluttur eftir hvern fyrirlestur.
Ráðstefnan er öllum þeim opin
sem láta sig málefni hennar
varða.
Í fyrrahaust heimsóttu prófast-
ur og prestar úr Kjalarnesspróf-
astsdæmi Guðfræðistofnunina í
Boston og kynntu sér starfsemi
hennar. Ráðstefnan í Strandbergi
er ávöxtur af góðu samstarfi sem
myndast hefur við stofnunina. - shá
Ráðstefna í safnaðarheimilinu Strandbergi:
Sáttaferli á átakasvæðum
HAFNARFJARÐARKIRKJA Ráðstefna um
friðarstarf og sáttaferli verður haldin í
safnaðarheimilinu Strandbergi í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Löng bið hjá kæfisvefnssjúklingum:
Kæfisvefn getur
valdið slysum
SVÍÞJÓÐ, AP Einn af leiðtogum
vélhjólagengisins Bandidos í
Svíþjóð var handtekinn í
Gautaborg í gær í tengslum við
tvær bílasprengjur, sem sprungu
þar í borg á þriðjudag og
miðvikudag.
Lögreglan telur að sprengju-
árásirnar hafi verið gerðar í
hefndarskyni gegn leigubílstjóra
og manni, sem sagður er þekktur
í veitingahúsageiranum í
Gautaborg.
Enginn lét lífið af völdum
sprenginganna, sem báðar voru
framkvæmdar þannig að
handsprengja var sett bak við
eitt af hjólum bifreiðanna. - gb
Bílasprengjurnar í Gautaborg:
Vélhjólaforingi
handtekinn
Kæfisvefn stafar af þrengslum í loft-
vegi og geta margvíslegar ástæður
verið þar að baki. Um tveir af hverjum
þremur kæfisvefnssjúklingum eru yfir
kjörþyngd. Algengasta meðferðin við
kæfisvefni er meðferð með svefnönd-
unartæki sem er gríma fest yfir nef og
munn. Um grímuna er blásið lofti sem
heldur loftveginum opnum þegar sjúk-
lingurinn sefur og kemur þannig í veg
fyrir að loftvegur falli saman. Þá með-
ferð þarf einstaklingur að nota þegar
sofið er. Um síðustu áramót voru 1.820
manns með slíka meðferð.
EDDA GUNNARSDÓTTIR, ERNA SIF ARNARDÓTTIR, BRYNDÍS HALLDÓRSDÓTTIR,
ÞÓRARINN GYLFASON OG ATLI JÓSEFSSON Starfsfólk við kæfisvefnsrannsóknir á
Landspítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA