Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 80

Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ��������������� ��������������� Nýtt frumvarp dómsmálaráð-herra um endurskoðun á kyn- ferðisbrotakaflanum felur í sér tíma- bærar breytingar. Í núgildandi kynferðisbrotakafla er að finna nokkur úrelt lagaákvæði, m.a. um nauðgun. Nauðgun felur í lagalegri merkingu í sér að gerandi þröngvar þolanda til samræðis, eða annarra kynferðismaka, með ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Ofbeldi er því for- senda þess að hægt sé að tala um nauðgun í lagalegri merkingu. Skil- greiningin gefur til kynna að nauðg- un sé afbrigði af líkamsárás - líkams- árás í kynferðislegum tilgangi. Í almennri umræðu er hugtakið víð- ara og talað um nauðgun þegar maður t.d. hefur samræði við áfeng- isdauða manneskju eða misnotar andlega vanheila manneskju sem ekki hefur forsendur til þess að skilja verknaðinn. Þessi brot flokk- ast hins vegar sem vægari kynferð- isbrot en nauðgun samkvæmt núgild- andi rétti. ÓEÐLILEGT er að kynferðisbrot sem í eðli sínu eru fyllilega sambæri- leg séu flokkuð eftir ólíkum verkn- aðaraðferðum og það er að sama skapi óeðlilegt að mismunandi viður- lög liggi við eðlislíkum brotum. Í frumvarpinu er enda lagt til að breyta því, sem er tvímælalaust breyting til batnaðar. ÞUNGAMIÐJA kynferðisbrota felst nefnilega ekki í líkamlegu ofbeldi, heldur í því að samræði fer fram gegn vilja þolanda og að brotið sé gegn kynfrelsi manneskju. Kyn- frelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort hún vill taka þátt í kynferðislegum athöfnum, það er að segja kynferðislegur sjálfsákvörð- unaréttur. AÐALATRIÐIÐ er að þegar maður hefur samræði við aðra manneskju gegn vilja hennar brýtur hann gegn sjálfsákvörðunarrétti og athafna- frelsi hennar og virðir kynfrelsi hennar að vettugi. ÞVÍ má spyrja þeirrar spurningar hvort ekki hefði verið eðlilegt að ganga skrefinu lengra í frumvarpinu og leggja kynfrelsi alfarið til grund- vallar við skilgreiningu nauðgunar. Sjónarhornið væri þá hvort þolandi var í aðstöðu til að velja og hafna og hvort hann gat skilið hvað samþykki hafði í för með sér. Nauðgun myndi þá ekki lengur snúast eingöngu um það hvernig gerandi upplifði aðstæð- ur, heldur einnig um sjálfstæðan rétt þolanda. Sönnun myndi þá snúast um hvort samþykki þolanda var fyrir hendi eða ekki, hvort hann hafði val í þessum efnum. Þessi leið ætti að falla vel að því að einfalda reglur og auka vernd þolenda. ÞESSI leið er lögfræðilega tæk, og það sem meira er, hún hefur undan- farið orðið fyrir valinu á m.a. í Eng- landi og á Írlandi, en auk þess í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna. Hvað er kynfrelsi? BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.