Fréttablaðið - 01.10.2006, Page 23

Fréttablaðið - 01.10.2006, Page 23
ATVINNA SUNNUDAGUR 1. október 2006 3 Vertu á meðal þeirra fyrstu! Thomas Alva Edíson, uppfínníngamaður. – Ljósaperan – Plötuspílarínn – Kvikmyndavélín – Hljóðneminn og margt fleíra. Einstakt tækifæri til að taka þátt í gangsetningu og rekstri Fljótsdalsstöðvar, stærstu aflstöðvar landsins Landsvirkjun er í hópi stærstu fyrirtækja landsins með heildareignir upp á um 220 milljarða króna og ársveltu um 16 milljarða. Fyrirtækið er leiðandi í samkeppni á raforkumarkaði með góðri þjónustu og framsækinni vöruþróun. Landsvirkjun byggir á gæða- og umhverfisstjórnun og áhersla er lögð á mannafla- og þekkingarstjórnun þar sem fjölskylduvænt starfsumhverfi, jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar eru í fyrirrúmi. Landsvirkjun óskar eftir að ráða starfsmenn til stöðvargæslu við Fljótsdalsstöð og veitumannvirki hennar og er æskilegt að þeir geti hafið störf sem allra fyrst. Stöðin mun heyra undir rekstrardeild á orkusviði Landsvirkjunar og er gert ráð fyrir að hún verði tekin í rekstur í apríl á næsta ári. Starfsstöð viðkomandi starfsmanna verður í þjónustubyggingu í Fljótsdal undir Valþjófsstaðafjalli. Starfssvið Störfin beinast í fyrstu að undirbúningi að gangsetningu stöðvar- innar. Eftir að rekstur er hafinn verða þau við eftirlit og viðhald aflstöðvarinnar og veitumannvirkja. Einnig snúast störfin um verk- efnabundna vinnu við framþróun og viðhald vottunar í gæða-, öryggis- og umhverfismálum. Í boði Fyrirmyndar starfsaðstaða ásamt metnaðarfullu og faglegu vinnu- umhverfi sem býður upp á tækifæri til starfsþróunar, ásamt einstöku tækifæri til að móta nýjan vinnustað þannig að til fyrirmyndar sé. Æskileg starfsreynsla > Störf við aflstöðvar og raforkuvirki. > Uppsetning og forritun iðntölva og/eða skjámyndakerfa. > Rekstur og viðhald loft-, kæli-, vökva- og rafkerfa. Hæfniskröfur > Tæknimenntun á rafmagns- og/eða vélfræðisviði. > Staðgóð tölvukunnátta. > Aðlögunarhæfni og hæfni til þess að tileinka sér nýjungar. > Frumkvæði, skipulag og sjálfstæð vinnubrögð. > Hæfni til kynningar á starfi og starfsumhverfi. > Lipurð í mannlegum samskiptum. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfin á vefsíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsjón með umsóknum hafa Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Guðlaugur Arnarsson (gudlaugur.arnarsson@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 15. október nk. Áhersla er lögð á öfluga liðsheild og góðan starfsanda M IX A • fí t • 6 0 5 1 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.