Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 24
 18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR4 Nýtt pústkerfi, ný tölva, 175 hestafla Nitro og low profile- dekk. Það eru ekki margir Grand Cherokee jeppar sem hafa gengið í gegnum þessar breytingar en bíllinn hans Steina er einn af þeim. Steingrímur Sigurðsson, eða Steini eins og hann er alltaf kall- aður, hefur átt fjölmarga bíla um árin. „Ég hef átt ameríska, asíska, og evrópska bíla, bæði jeppa og fólksbíla,“ segir Steini. „En þetta er sennilega fyrsti bíllinn sem ég er fullkomlega sáttur við að eiga og langar ekki að selja. Hann hefur allt. Hann er kraftmikill, hann er fjórhjóladrifinn, og það er gott að keyra hann.“ Bíllinn er Grand Cherokee árgerð 2001. Búið er að koma fyrir nýju pústkerfi sem er með því sverara sem blaðamaður hefur séð í götubíl. Tölvan er breytt og er búið að breyta drifhlutföllum bílsins. Svo er búið að koma fyrir nitrókerfi og þegar það er tengt er bíllinn 475 hestöfl. „Hann Ásgeir Örn og Kiddi í Aukaraf tengdu nitróið alveg snilldar vel. Allt öryggi er eins og það á að vera og ef eitthvað kemur upp á þá slær kerfið einfaldlega út.“ Steini ætlar ekki að láta staðar numið við 475 hestöfl. Fyrirhugað er að setja keflablásara (super- charger) í bílinn þannig að enda- útkoman verður 600 hestafla fjór- hjóladrifinn lúxus jeppi. tryggvi@frettabladid.is Endar í 600 hestöflum Allur frágangur í kringum nítrótenginguna er fyrsta flokks. Pústkerfið er engin smásmíði. Nítrókúturinn í skottinu. Hann skilar 175 hestöflum. Steini reynir að gera eins mikið sjálfur í bílnum og hann getur. Grand Cherokee Limited Edition árgerð 2001 að hætti Steina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stofnað hefur verið nýtt fyrirtæki um rekstur Fiat-umboðsins á Íslandi. Fyrirtækið nefnist Bílaumboðið SAGA en forsvarsmaður þess er Guðmundur Ingvarsson. Guðmundur er bílaheiminum ekki ókunnur því hann var áður framkvæmdastjóri og einn eigenda Ingvars Helgasonar. Með kaupunum snýr hann því aftur á bílamarkaðinn þar sem hann ætlar sér og umboðinu um fimm prósenta markaðshlutdeild í sölu nýrra bíla. SAGA mun einnig hafa umboð Alfa Romeo, Mas- erati, Ferrari og Ducati-hjóla. „Áherslubreytingarn- ar eru fyrst og fremst að ná meiri fótfestu og að koma fólki í skilning um það að þessi vara sem við erum að selja, Fiat og Alfa Romeo, er mjög sambæri- leg við annað sem er verið að selja á markaðnum,“ segir Guðmundur. Engum dylst hæfni Ítala til að hanna fallega bíla en Alfa Romeo og Fiat hafa ekki gott orð á sér hér- lendis varðandi bilanatíðni. „Fyrirtækin hafa tekið verulega á gæðamálum hjá sér, sérstaklega Fiatinn. Þar munar miklu um að þjónustan var kannski ekki alveg eins og hún átti að vera en þeir hafa tekið á því og eru komnir út úr því núna,“ segir Guðmundur og bendir máli sínu til stuðnings á að Fiat Punto hafi verið valinn bíll ársins í fyrra. Hingað til hefur ekki verið mikill grundvöllur fyrir sölu Maserati og Ferrari bíla hérlendis. „Þetta eru meira skrautfjaðrir en annað er við sjáum fyrir okkur að við getum selt nokkuð af Maserati Quattro- porte,“ segir Guðmundur. „Ég held að verðið sé eina ástæða þess að Ferrari sjáist sjaldan hérlendis en Íslendingar eru alltaf að verða gildari og gildari.“ Nýir umboðsaðilar Fiat Fiat Punto var bíll ársins í fyrra. NORDICPHOTO/GETTY IMAGESwww.kistufell.com Vélaviðgerðir, túrbínuviðgerðir og spíssaviðgerðir. Vélaverkstæðið Kistufell býður upp á stimpla og slífar í flestar gerðir véla frá hinum þekkta framleiðanda Mahle. VIÐGERÐIR FYRIR FLESTAR GERÐIR VÉLA kistufell.com Pakkningarsett Ventlar Vatnsdælur Tímareimar Knastásar Legur Stimplar 4x4 specialist Fáanleg í flestum stærðum fyrir 15,16,17 og 18” felgur Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444 Jeppadekkin frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.