Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 37

Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 37
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 Nýskráningar bifreiða í Evrópu drógust saman um 2,6 prósent í september frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá samtökum evrópskra bíla- framleiðenda, sem birtar voru í síðustu viku. Nýskráningum fækkaði um 16,9 prósent hér á landi á sama tíma. Samtals voru rétt rúmar 1,4 milljónir bifreiða nýskráðar í Evrópu í mánuðin- um samanborið við tæplega 1,5 milljónir bifreiða í sama mánuði fyrir ári. Ef litið er til fyrstu níu mán- uða ársins fjölgaði nýskráning- um hins vegar um 0,1 prósent á árinu í Evrópu en um 2,3 prósent hér á landi. - jab NÝIR BÍLAR Nýskráningar bifreiða drógust saman um 16,9 prósent hér á landi í síð- asta mánuði borið saman við sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samdráttur í nýskráningum Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtæk- ið framleiðir og selur með far- tölvum af gerðinni Sony Vaio. Greiningaraðilar telja líkur á talsvert minni hagnaði í ár en í fyrra. Hinir ýmsu fartölvuframleið- endur jafnt í Bandaríkjunum sem í Japan hafa innkallað ríflega 8 milljónir rafhlaðna undir merkj- um Sony á heimsvísu og er búist við að nokkrir þeirra kunni að fara fram á greiðslu skaðabóta frá hendi Sony. Gallinn í rafhlöð- unum er sá sami og í fyrri tilvik- um. Rafhlöðurnar ofhitna og er vitað um tíu tilvik þar sem bein- línis hefur kviknað í fartölvum vegna þessa. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir japanska viðskipta- blaðinu Nihon Keizai Shimbun að svo gæti farið að Sony innkalli allt að 300.000 rafhlöður, sem seldar voru með fartölvum Sony. Verði það raunin hefur það enn frekari áhrif á hagnað fyrirtækisins. Sony reiknaði með 130 millj- arða jena eða tæplega 40 millj- arða króna hagnaði á árinu. Þetta er 43 prósentum minna en í fyrra. Greiningaraðilar telja líkur á að hagnaðurinn verði enn minni þegar innkallanir á ríflega 8 millj- ónum rafhlaða verði komnar inn í dæmið. - jab SONY VAIO Búist er við að hagnaður hátækniframleiðandans Sony dragist veru- lega saman á árinu vegna innkallana á ríflega 8 milljónum rafhlaðna fyrir fartölvur. MARKAÐURINN/AFP Sony innkallar eigin rafhlöður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.