Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 43
500 grömm
Lýðheilsustöð hvetur fullorðið fólk
til að borða fimm skammta eða 500
grömm af grænmeti, ávöxtum og
safa á dag, þar af að minnsta
kosti 200 grömm af grænmeti
og 200 grömm af ávöxtum,
auk kartaflna.
Þetta þarf ekki að vera erfitt, fólk getur til dæmis fengið sér
einn ávöxt eða glas af hreinum ávaxtasafa að morgni, salat með
hádegismatnum, annan ávöxt síðdegis og tvær tegundir af grænmeti
með kvöldmatnum. Fjölbreytnin skiptir öllu máli, og ekki eru þurrkað-
ir ávextir síðri en þeir fersku.
Ávextir
Árið 1928 var skoski læknirinn
Alexander Fleming að þvo óhreina
glasabakka í rannsóknarstofu á St.
Mary spítalanum í London, þegar
hann tók eftir auðu svæði hringinn
í kringum penicillium chrysogenum
myglusvepp sem hafði sest í bakt-
eríustíu. Áhugi Flemings vaknaði,
og hann komst að þeirri niðurstöðu
að sveppurinn dræpi bakteríurnar.
Áður, eða árið 1896, hafði ungur
franskur læknisfræðinemi, Ernest
Duchesne, rannsakað áhrif myglu-
sveppsins á bakteríur, en rann-
sóknir hans náðu þó ekki lengra,
og Fleming gafst líka upp á rann-
sóknum sínum því hann taldi að
penisillín gæti ekki verið nógu
lengi í líkamanum til að vinna bug
á bakteríum.
Þó olli uppgötvun hans byltingu í
læknisfræði þegar Howard Walter
Florey og lið rannsóknarmanna við
Oxford háskóla árið 1939 notuðu
sveppinn til að drepa sýkla í mann-
eskjum. Sérfræðingar notuðu pen-
isillín til þess að bjarga þúsundum
mannslífa í seinni heimstyrjöldinni,
og kom lyfið á almennan markað
árið 1944. Fleming fékk nóbels-
verðlaunin í læknisfræði árið 1945,
ásamt Howard Walter Florey og
Ernst Boris Chain, sem fundu aðferð
til að fjöldaframleiða lyfið.
Saga penisillínsins
Enginn vafi leikur á því að uppgötvun penisillínsins er
ein sú markverðasta sem gerð hefur verið innan lyfja-
geirans. Þótt penisillín ráði alls ekki við allar bakteríu-
sýkingar, er það enn mest notaða sýklalyfið í heiminum,
og án þess væru minni háttar aðgerðir enn áhættusamar.
Penisillín er fjöldaframleitt í gríðarstórum kerum.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { líf og heilsa } ■■■■
Viðheldur fallegu brosi
Kalk er líkamanum nauðsynlegt og fær hann það
aðeins í gegnum fæðu. Langvarandi kalkskortur
getur verið alvarlegur en hægt er að skorta kalk
án þess að taka nokkuð eftir því. Eitt stærsta hlut-
verk kalks í líkamanum er að viðhalda tönnum og
beinum en vefir líkamans, taugakerfi og vöðvar
þarfnast þess líka. Kalkskortur leiðir til beinþynn-
ingar, auk þess sem það getur haft áhrif á blóð-
þrýsting, ristilkrabbamein og fyrirtíðarspennu.
Það sem færri vita er að D-vítamín er nauð-
synlegt svo kalkið nýtist líkamanum, og því er mælt með að D-vítamín
sé tekið sem fæðubótarefni þar sem oft er lítið af því í hefðbundinni
fæðu. Sólarljós og lýsi færa líkamanum D-vítamín, en mjólkurvörur,
spergilkál og spínat eru rík af kalki.
Kalk