Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 66

Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 66
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR42 Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptun- um verða þær með gjörn- ing. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykja- vík um þessar mundir. Ingibjörg og Kristín eru uppátekt- arsamar konur og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Verður lið með þeim í gerningaveðrinu og er á þessu stigi máls erfitt að spá nokkru um hvað gerist – til þess verða menn að mæta, sjá og heyra. Verkið nefna þær Hulduorkan og Holdkórinn og er það hluti af lista- hátíðinni Sequences í Reykjavík. Báðar eru þær lærðar frá Lista- háskólanum. Ingibjörg stundaði framhaldsnám við Figurativ Teaterakademian í Noregi og hefur sýnt verk sín víða: í Þýskalandi, Sví- þjóð og á Íslandi - nú síðast í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Kristín er rithöfundur og mynd- listarkona. Hún hefur gefið út skáldsögurnar Kjötbærinn hjá útgáfufélaginu Bjarti og ljóðabók- ina Húðlit auðnin. Ingibjörg og Kristín vinna gjörninginn í sam- vinnu við Böðvar Yngva Jakobs- son og fleiri listamenn. Hann er unninn í samstarfi við Safn. Gjörn- ingurinn varir í um 20 mínútur og segir í frétt frá Safni að um sé að ræða „metnaðarfulla sýningu sem hverfist um nokkuð aggressíft andrúmsloft og afar sterka, mynd- ræna upplifun“. Ingibjörg segir þær Kristínu hafa átt gott samstarf á þessu sviði þetta ár, bæði í Nýló, Tjarnarbíói, Norræna húsinu og á Pakkhúsi postulanna og í Listasafni Reykja- víkur hafi þær framið gjörninga sína. Hún segir þær daðra við leik- húsið en í gluggum Safnsins á föstudag verði minna af leikmun- um en í fyrri gerningum. Handrit liggi til grundvallar gerningunum og þeir skráðir með ljósmyndum og myndböndum. Því hafi þeim verið mögulegt að endurtaka fyrri gerninga á Pakkhúsi postulanna nýlega. Þær verða báðar með á föstudagskvöldið uppáklæddar en Böddi Brútal samstarfsmaður þeirra annast hljóðið. „Þetta snýst um öndun,“ segir Ingibjörg en vill ekki gefa meira upp. Gjörningur- inn hefst kl. 18 á föstudagskvöldið og varir í 20 mínútur. - pbb Læti á Laugaveginum Á laugardagskvöldið var hátíð í Royal Albert Hall: endurvakin var fræg hátíð til styrktar Amnesty International. „The Secret Polic- emans Ball“-hátíðin var haldin aftur eftir sautján ára hlé en fyrst var hún haldin fyrir þremur ára- tugum. Fyrstu samkomurnar með þessu heiti voru haldnar á áttunda áratugnum og var í fyrstu sjón- varpað beint um Bretlandseyjar. Þær voru síðan til sölu á mynd- bandamarkaði og hljómplötum og skópu Amnesty verulegar tekjur. Heitið vísar til ballsins, en líka til annars af tveimur eistum leyni- lögreglumannsins. Fyrstu samkomurnar voru rómaðar á sínum tíma og þar mættust tvær kynslóðir breskra uppistandara: Monty Python og Peter Cook komu til móts við Rowan Atkinson, Lenny Henry og fleiri af ungu kynslóðinni. Þar voru líka fyrirferðarmiklir tón- listarmenn sem þá voru í fram- línu breska rokksins. Á þeim árum stýrði John Cleese dagskránni og er talið að hátíðin hafi ráðið miklu um góðgerðarsamkomur sem haldnar voru á Bretlandseyjum áratugina á eftir: Comic Relief- söfnuna sem var árleg og loks Live Aid. Á laugardagskvöld komu fram kraftar á borð við Eddie Izzard, Chevy Chase, Russell Brand, The Magic Numbers, The Zutons og Gorillaz. Skemmtunin var sýnd samtímis í sautján kvikmynda- húsum víða um Bretland og breska sjónvarpsstöðin Channel 4 mun sýna samantekt úr hátíðinni síðar. - pbb Leynilögreglan snýr aftur EDDIE IZZARD GRÍNISTI VAR STJARNA KVÖLDSINS Íslandsvinurinn fór á kostum í háði sínu en stjórnvöld í Bretlandi voru skotspænir kvöldsins. FRÁ GJÖRNINGI INGIBJARGAR OG KRISTÍNAR Í TJARNARBÍÓI FYRR Á ÞESSU ÁRI Gjörningar þeirra nálgast æ meir leiksýningar en með formerkjum myndlistarinnar. SAFN BIRT MEÐ GÓÐFÚLEGU LEYFI LISTAKVENNANNA DAGSKRÁ SEQUENCES Í DAG 16.00 Myndlistarmennirnir Con- stantin Luser, Yngve Holen og Marlie Mul fremja gjörning í Tryggvagötu. 16.30 Ásmundur Ásmundsson sýnir vídeógjörning í Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, CIA.IS, Hafnar- stræti 16. 17.00 Berkan Karpat fremur gjörning og sýnir innsetningu í Kynningar- miðstöð íslenskrar myndlistar, CIA.IS, Hafnarstræti 16. 17.30 Ásdís Sif Gunnarsdóttir fremur gjörning í Regnboganum, Hverfisgötu 54. 20.00 Tónlistarkvöld í Tjarnarbíói. Yfirskrift kvöldsins er „SCAWLD“, fram koma úðþ, Sæborg, Hestbak, The Los Angeles Lakers, Nýlókkórinn, Goddur og Frank Hall. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? OKTÓBER 16 17 18 19 20 21 22 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 Þaninn tónlistarviðburður í Tjarnarbíói þar sem flutt verður tón- og myndlist blönduð spuna, gjörningi og gagnvirkni undir áhrif- um SCAWLD. Viðburðurinn er á vegum Spuna, Sláturs, Sequences og Iceland Airwaves.  20.00 Tveir kanadískir barka- söngvarar, Tracy Brown og Kendra Tagoona, koma fram í Salnum í tilefni af Kanadískri menningarhátíð í Kópavogi. Auk þess kemur hinn heimsþekkti fjöl- listahópu Red Sky fram og kynnir menningu frumbyggja Kanada með söng, leik og dansi.  21.00 Trúbadorakvöld á Kaffihúsi Viðskiptaháskólans á Bifröst. Torben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp frá Ástralíu og Svavar Knútur flytja eigin tónlist og segja sögur af ferðum sínum.  22.30 Hljómsveitin Royal Fortune leikur á Grand Rokk. ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Yfirlitssýningin Málverkið eftir 1980 stendur yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Fimmtíu og sex íslenskir myndlistarmenn eiga verk á sýningunni sem spannar 25 ára tímabil í íslenskri listasögu sem markast af innreið nýja málverksins í upphafi níunda áratugarins. Sýningarstjórar eru dr. Halldór Björn Runólfsson og Laufey Helgadóttir.  10.00 Arna Gná Gunnarsdóttir sýnir í versluninni Aurum í Bankastræti. Sýningin er opin á þjónustutíma verslunarinnar, virka daga milli 10-18 og 11-16 á laug- ardögum.  10.00 Þórdís Aðalsteinsdóttir myndlistarmaður sýnir verk sín á Kjarvalsstöðum. Sýningin ber yfir- skriftina Því heyrist þó hvíslað að einhverjir muni komast af. Henni lýkur 3. desember.  10.00 Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, stendur yfir samsýn- ingin Pakkhús postulanna. Ellefu ungir sem allir eru fæddir eftir 1968 sýna verk af fjölbreyttum toga. Sýningarstjórar eru Huginn Þór Arason og Daníel Karl Björnsson.  11.00 Valgerður Hauksdóttir grafíklistamaður sýnir verk sín í menningarmiðstöð Hafnarfjarðar í Hafnarborg. Sýningin ber yfir- skriftina Vendipunktar og rekur þróun í ferli listamannsins frá árinu 1983. Sýningin stendur til 30. október. ■ ■ DANSLIST  20.00 Íslenski dansflokkur- inn sýnir tvö íslensk dansverk í Borgarleikhúsinu. Verkið Við erum komin eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Hver um sig eftir Aðalheiði Halldórsdóttur og Valgerði Rúnarsdóttur. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir málstofu um þingkosningarnar í Bandaríkjunum. Dr. Michael Corgan rærðir um málefni og álitamál. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður og stundakennari við stjórnmálafræðiskor stýrir pallborði að því loknu. Árnagarður, stofa 311. ■ ■ SKEMMTANIR  21.30 DJ Lucky spila soul, fönk og reggae- tónlist á Kaffi París við Pósthússtræti. Skemmtunin stend- ur fram undir miðnætti. Upplýsingar um viðburði og sýn- ingar sendist á hvar@frettabla- did.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Sími 565-1213 - Fax 565-1891 vikings@fjorukrain.is www.fjorukrain.is er írskur snillingur, sem fyrir löngu er orðinn þekktur fyrir sinn stórkostlega flutning á þessari margrómuðu írsku tónlist Hann kemur til með að flytja írska tónlist eins og hún gerist best fyrir matargesti í Fjörunni, en þar hefur verið útbúinn matseðill með írskum réttum að sjálfsögðu. Þegar líður á kvöld kemur hann fram í Fjörugarðinum og syngur og leikur þar, eins um helgiar á dansleikjum. Írskirdagar 18.-28. október Nú eru dansleikir allar helgar á Fjörukránni frá og með 18. okóber Hilmar Sverrisson og Hermann Ingi eru íslenskir snillingar í írskum söngvum, þeir sjá um seinni hluta kvölds á móti Michael Black - og fara létt með það þessir gömlu refir. Hermann Ingi, fyrrum aðalsöngvari Papanna á sínum tíma hefur ávallt haft fjöldann allan af írskum lögum á dagskrá sinni í gegnum árin. Fram að jólum verða síðan dansleikir alla laugardaga með ýmsum hljómsveitum og Hilmar Sverrisson kemur til með að leika alla föstudaga og í miðri viku þegar tilefni gefst. „Íslenskir Írar“Michael Black

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.