Fréttablaðið - 19.10.2006, Page 66
19. október 2006 FIMMTUDAGUR42
Þær stöllur Ingibjörg
Magnadóttir og Kristín
Eiríksdóttir ætla að loka
Laugaveginum um sexleytið
á morgun. Löggan er með í
ráðum um að í ljósaskiptun-
um verða þær með gjörn-
ing. Tilefnið er hátíðahald
myndlistarmanna í Reykja-
vík um þessar mundir.
Ingibjörg og Kristín eru uppátekt-
arsamar konur og láta sér ekki allt
fyrir brjósti brenna. Verður lið
með þeim í gerningaveðrinu og er
á þessu stigi máls erfitt að spá
nokkru um hvað gerist – til þess
verða menn að mæta, sjá og heyra.
Verkið nefna þær Hulduorkan og
Holdkórinn og er það hluti af lista-
hátíðinni Sequences í Reykjavík.
Báðar eru þær lærðar frá Lista-
háskólanum. Ingibjörg stundaði
framhaldsnám við Figurativ
Teaterakademian í Noregi og hefur
sýnt verk sín víða: í Þýskalandi, Sví-
þjóð og á Íslandi - nú síðast í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Kristín er rithöfundur og mynd-
listarkona. Hún hefur gefið út
skáldsögurnar Kjötbærinn hjá
útgáfufélaginu Bjarti og ljóðabók-
ina Húðlit auðnin. Ingibjörg og
Kristín vinna gjörninginn í sam-
vinnu við Böðvar Yngva Jakobs-
son og fleiri listamenn. Hann er
unninn í samstarfi við Safn. Gjörn-
ingurinn varir í um 20 mínútur og
segir í frétt frá Safni að um sé að
ræða „metnaðarfulla sýningu sem
hverfist um nokkuð aggressíft
andrúmsloft og afar sterka, mynd-
ræna upplifun“.
Ingibjörg segir þær Kristínu
hafa átt gott samstarf á þessu sviði
þetta ár, bæði í Nýló, Tjarnarbíói,
Norræna húsinu og á Pakkhúsi
postulanna og í Listasafni Reykja-
víkur hafi þær framið gjörninga
sína. Hún segir þær daðra við leik-
húsið en í gluggum Safnsins á
föstudag verði minna af leikmun-
um en í fyrri gerningum. Handrit
liggi til grundvallar gerningunum
og þeir skráðir með ljósmyndum
og myndböndum. Því hafi þeim
verið mögulegt að endurtaka fyrri
gerninga á Pakkhúsi postulanna
nýlega. Þær verða báðar með á
föstudagskvöldið uppáklæddar en
Böddi Brútal samstarfsmaður
þeirra annast hljóðið. „Þetta snýst
um öndun,“ segir Ingibjörg en vill
ekki gefa meira upp. Gjörningur-
inn hefst kl. 18 á föstudagskvöldið
og varir í 20 mínútur. - pbb
Læti á Laugaveginum
Á laugardagskvöldið var hátíð í
Royal Albert Hall: endurvakin var
fræg hátíð til styrktar Amnesty
International. „The Secret Polic-
emans Ball“-hátíðin var haldin
aftur eftir sautján ára hlé en fyrst
var hún haldin fyrir þremur ára-
tugum. Fyrstu samkomurnar með
þessu heiti voru haldnar á áttunda
áratugnum og var í fyrstu sjón-
varpað beint um Bretlandseyjar.
Þær voru síðan til sölu á mynd-
bandamarkaði og hljómplötum og
skópu Amnesty verulegar tekjur.
Heitið vísar til ballsins, en líka til
annars af tveimur eistum leyni-
lögreglumannsins.
Fyrstu samkomurnar voru
rómaðar á sínum tíma og þar
mættust tvær kynslóðir breskra
uppistandara: Monty Python og
Peter Cook komu til móts við
Rowan Atkinson, Lenny Henry og
fleiri af ungu kynslóðinni. Þar
voru líka fyrirferðarmiklir tón-
listarmenn sem þá voru í fram-
línu breska rokksins. Á þeim árum
stýrði John Cleese dagskránni og
er talið að hátíðin hafi ráðið miklu
um góðgerðarsamkomur sem
haldnar voru á Bretlandseyjum
áratugina á eftir: Comic Relief-
söfnuna sem var árleg og loks
Live Aid.
Á laugardagskvöld komu fram
kraftar á borð við Eddie Izzard,
Chevy Chase, Russell Brand, The
Magic Numbers, The Zutons og
Gorillaz. Skemmtunin var sýnd
samtímis í sautján kvikmynda-
húsum víða um Bretland og
breska sjónvarpsstöðin Channel 4
mun sýna samantekt úr hátíðinni
síðar. - pbb
Leynilögreglan
snýr aftur
EDDIE IZZARD GRÍNISTI VAR STJARNA
KVÖLDSINS Íslandsvinurinn fór á kostum
í háði sínu en stjórnvöld í Bretlandi voru
skotspænir kvöldsins.
FRÁ GJÖRNINGI INGIBJARGAR OG KRISTÍNAR Í TJARNARBÍÓI FYRR Á ÞESSU ÁRI Gjörningar þeirra nálgast æ meir leiksýningar en
með formerkjum myndlistarinnar. SAFN BIRT MEÐ GÓÐFÚLEGU LEYFI LISTAKVENNANNA
DAGSKRÁ SEQUENCES Í DAG
16.00 Myndlistarmennirnir Con-
stantin Luser, Yngve Holen og Marlie
Mul fremja gjörning í Tryggvagötu.
16.30 Ásmundur Ásmundsson sýnir
vídeógjörning í Kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar, CIA.IS, Hafnar-
stræti 16.
17.00 Berkan Karpat fremur gjörning
og sýnir innsetningu í Kynningar-
miðstöð íslenskrar myndlistar, CIA.IS,
Hafnarstræti 16.
17.30 Ásdís Sif Gunnarsdóttir fremur
gjörning í Regnboganum, Hverfisgötu
54.
20.00 Tónlistarkvöld í Tjarnarbíói.
Yfirskrift kvöldsins er „SCAWLD“, fram
koma úðþ, Sæborg, Hestbak, The Los
Angeles Lakers, Nýlókkórinn, Goddur
og Frank Hall.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
OKTÓBER
16 17 18 19 20 21 22
Fimmtudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
20.30 Þaninn tónlistarviðburður
í Tjarnarbíói þar sem flutt verður
tón- og myndlist blönduð spuna,
gjörningi og gagnvirkni undir áhrif-
um SCAWLD. Viðburðurinn er á
vegum Spuna, Sláturs, Sequences
og Iceland Airwaves.
20.00 Tveir kanadískir barka-
söngvarar, Tracy Brown og
Kendra Tagoona, koma fram í
Salnum í tilefni af Kanadískri
menningarhátíð í Kópavogi. Auk
þess kemur hinn heimsþekkti fjöl-
listahópu Red Sky fram og kynnir
menningu frumbyggja Kanada
með söng, leik og dansi.
21.00 Trúbadorakvöld á Kaffihúsi
Viðskiptaháskólans á Bifröst.
Torben Stock frá Þýskalandi, Owls
of the Swamp frá Ástralíu og
Svavar Knútur flytja eigin tónlist
og segja sögur af ferðum sínum.
22.30 Hljómsveitin Royal
Fortune leikur á Grand Rokk.
■ ■ SÝNINGAR
10.00 Yfirlitssýningin Málverkið
eftir 1980 stendur yfir í Listasafni
Íslands við Fríkirkjuveg. Fimmtíu
og sex íslenskir myndlistarmenn
eiga verk á sýningunni sem
spannar 25 ára tímabil í íslenskri
listasögu sem markast af innreið
nýja málverksins í upphafi níunda
áratugarins. Sýningarstjórar eru
dr. Halldór Björn Runólfsson og
Laufey Helgadóttir.
10.00 Arna Gná Gunnarsdóttir
sýnir í versluninni Aurum í
Bankastræti. Sýningin er opin á
þjónustutíma verslunarinnar, virka
daga milli 10-18 og 11-16 á laug-
ardögum.
10.00 Þórdís Aðalsteinsdóttir
myndlistarmaður sýnir verk sín á
Kjarvalsstöðum. Sýningin ber yfir-
skriftina Því heyrist þó hvíslað
að einhverjir muni komast af.
Henni lýkur 3. desember.
10.00 Í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi, stendur yfir samsýn-
ingin Pakkhús postulanna. Ellefu
ungir sem allir eru fæddir eftir
1968 sýna verk af fjölbreyttum
toga. Sýningarstjórar eru Huginn
Þór Arason og Daníel Karl
Björnsson.
11.00 Valgerður Hauksdóttir
grafíklistamaður sýnir verk sín í
menningarmiðstöð Hafnarfjarðar
í Hafnarborg. Sýningin ber yfir-
skriftina Vendipunktar og rekur
þróun í ferli listamannsins frá árinu
1983. Sýningin stendur til 30.
október.
■ ■ DANSLIST
20.00 Íslenski dansflokkur-
inn sýnir tvö íslensk dansverk
í Borgarleikhúsinu. Verkið
Við erum komin eftir Ólöfu
Ingólfsdóttur og Hver um sig
eftir Aðalheiði Halldórsdóttur og
Valgerði Rúnarsdóttur.
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.00 Alþjóðamálastofnun
Háskóla Íslands stendur fyrir
málstofu um þingkosningarnar
í Bandaríkjunum. Dr. Michael
Corgan rærðir um málefni og
álitamál. Davíð Logi Sigurðsson
blaðamaður og stundakennari við
stjórnmálafræðiskor stýrir pallborði
að því loknu. Árnagarður, stofa
311.
■ ■ SKEMMTANIR
21.30 DJ Lucky spila soul, fönk
og reggae- tónlist á Kaffi París við
Pósthússtræti. Skemmtunin stend-
ur fram undir miðnætti.
Upplýsingar um viðburði og sýn-
ingar sendist á hvar@frettabla-
did.is ekki síðar en sólarhring fyrir
birtingu.
Sími 565-1213 - Fax 565-1891
vikings@fjorukrain.is
www.fjorukrain.is
er írskur snillingur,
sem fyrir löngu er orðinn
þekktur fyrir sinn
stórkostlega flutning á þessari
margrómuðu írsku tónlist
Hann kemur til með að flytja írska
tónlist eins og hún gerist best fyrir
matargesti í Fjörunni, en þar hefur
verið útbúinn matseðill með írskum
réttum að sjálfsögðu.
Þegar líður á kvöld kemur hann fram
í Fjörugarðinum og syngur og leikur
þar, eins um helgiar á dansleikjum.
Írskirdagar
18.-28. október
Nú eru
dansleikir allar
helgar
á Fjörukránni
frá og með 18. okóber Hilmar Sverrisson og Hermann Ingi
eru íslenskir snillingar í írskum
söngvum, þeir sjá um seinni hluta
kvölds á móti Michael Black - og fara
létt með það þessir gömlu refir.
Hermann Ingi, fyrrum aðalsöngvari
Papanna á sínum tíma hefur ávallt
haft fjöldann allan af írskum lögum
á dagskrá sinni í gegnum árin.
Fram að jólum verða síðan dansleikir
alla laugardaga með ýmsum
hljómsveitum og Hilmar Sverrisson
kemur til með að leika alla föstudaga
og í miðri viku þegar tilefni gefst.
„Íslenskir Írar“Michael Black