Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 2
2 20. október 2006 FÖSTUDAGUR SPURNING DAGSINS Árni, er hvalafullt á að horfa? „Já, maður sýpur hveljur við að horfa upp á stjórnvöld senda hval- veiðibát út á ballarhaf án þess að hafa vinnsluleyfi fyrir hvalkjötið.“ Hvalveiðar frá Íslandi eru hafnar á ný eftir áralanga bið, en Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu. Árni Finnsson er formaður Náttúruverndar- samtaka Íslands. SKRIFSTOFUVÖRUR Borgartúni 29 • Sími 515 5170 • Opið virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 11-16 www.oddi.is FJÖLBREYTT úrval til jólakortagerðar HVALVEIÐAR Haukur Ólafsson, sendifulltrúi í íslenska sendiráð- inu í Bretlandi, segir Ben Brads- haw, sjávarútvegsráðherra Breta, hafa allar nauðsynlegar upplýs- ingar um stofnstærð langreyðar og hrefnu en hann kjósi hins vegar að nýta þær ekki í málflutningi sínum um atvinnuhvalveiðar Íslendinga. Bradshaw sagði í við- tali við breska ríkisútvarpið, BBC, á miðvikudag að ákvörðun Íslend- inga væri óskiljanleg og heims- byggðinni réttilega misboðið. Hann lætur einnig að því liggja að vísindaveiðar á hrefnu sé fyrir- sláttur til að geta veitt hval. „Menn nota þau rök sem henta þeim og hann kýs að nýta ekki þær upplýsingar að langreyðarstofn- inn við Ísland telji um 25 þúsund dýr og Atlantshafssjávarspendýra- ráðið og vísindanefnd Alþjóða- hvalveiðiráðsins hafa staðfest það,“ segir Haukur. Bradshaw hefur kallað sendi- herra Íslands í Bretlandi, Sverri Hauk Gunnlaugsson, á sinn fund í næstu viku. Þar ætlar hann að greina Sverri frá afstöðu breskra stjórnvalda til atvinnuhvalveiða Íslendinga. Haukur segir það skoðun sendi- ráðsins að hvalveiðarnar hafi ekki vakið mikla athygli í Bretlandi og fjölmiðlaumfjöllun sé lítil. - shá Íslenski sendifulltrúi segir breska sjávarútvegsráðherrann hunsa upplýsingar: Bretar nota þau rök sem henta BEN BRADSHAW Sjávarútvegsráðherra Breta er stóryrtur í garð Íslendinga. Hann segir ákvörðun um atvinnuhval- veiðar óskiljanlega. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STRÆTÓ Pólitísk afskipti af dag- legri starfsemi Strætó bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst hver stefna fyrirtækisins er. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýslu- úttekt á Strætó sem endurskoðun- arfyrirtækið Deloitte gerði að beiðni stjórnar fyrirtækisins. Í niðurstöðum skýrslunnar, sem var kynnt í gær, segir einnig að ekki virðist ríkja fullkomin samstaða og trúnaður meðal æðstu stjórnenda Strætó bs. og hafi það sérstaklega endurspeglast í inn- leiðingu og hönnun nýja leiðakerf- isins. Núverandi stjórn Strætó fagnar því að geta notað niðurstöður úttektarinnar í stefnumótunar- vinnu sinni sem þegar er hafin, að því er segir í tilkynningu frá fyrir- tækinu. Ármann Kr. Ólafsson stjórnar- formaður segir að í niðurstöðum úttektarinnar sé ekki verið að gagnrýna að stjórn Strætó sé pólitísk heldur sé verið að tala um þá sveitarstjórnarmenn sem reyna að hafa áhrif á fyrirtækið í gegn- um óskilgreindar leiðir. „Þeir pólitísku fulltrúar sem ekki eru í stjórn reyna að hafa áhrif á reksturinn eftir óformleg- um boðleiðum, og það er eitthvað sem stjórnin þarf að taka á,“ segir Ármann. - sþs Stjórnsýsluúttekt Deloitte á rekstrinum hjá Strætó bs.: Pólitísk afskipti skaða Strætó STRÆTÓÍ tilkynningu frá núverandi stjórn Strætó fagnar hún því að geta notað niður- stöður úttektarinnar í stefnumótunarvinnu sinni. KÍNA, SUÐUR-KÓREA, AP Kínverska ríkisstjórnin reyndi í gær að bæta samskiptin við Norður-Kóreu með því að senda hátt settan embættis- mann til fundar við Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Embættis- maðurinn færði Kim persónulega gjöf frá Hu Jintao, forseta Kína, þó ekki hefði komið fram hver sú gjöf var. Óvíst er hver niðurstaða fund- arins var, en að sögn Liu Jianchao, talsmanns utanríkisráðherra Kína, ræddu Kim og embættismaðurinn ítarlega um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Á sama tíma fundaði utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Condol- eezza Rice, með utanríkisráðherr- um Suður-Kóreu og Japans, Ban Ki Moon og Taro Aso. „Við viljum halda samninga- leiðinni opinni, við viljum ekki auka á óstöðugleikann,“ sagði Rice á blaðamannafundi í Seúl og bætti við að hún vonaðist eftir að samn- ingaumleitanir Kínverja bæru árangur. Jafnframt tók hún fram að samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væru afar sterk þessa dagana. Þó segja fréttaskýrendur að ekkert bendi til þess að stjórnvöld í Suður-Kóreu ætli sér að taka upp harða afstöðu Bandaríkjanna gegn kommúnistaríkinu. Kjarnorkutil- raun Norður-Kóreu olli uppnámi í alþjóðasamfélaginu. Þrátt fyrir hörð viðbrögð hefur norðurkór- eska ríkisstjórnin ekki samþykkt að láta af frekari prófunum og er talið að hún sé að undirbúa aðra tilraun. „Það ætti aldrei að koma til annarrar kjarnorkusprengju- tilraunar, því það myndi eingöngu gera ástandið enn verra,“ sagði Ban, sem jafnframt er verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Kína, sem löngum hefur verið sterkasti stuðningsaðili Norður-Kóreumanna og verið þeim innan handar með matar- gjafir og eldsneyti, virðist þó vera að missa þolinmæðina gagnvart Kim og stjórn hans. Heimsókn kín- verska embættismannsins þykir benda til þess að Kínverjar séu nú að reyna að beita Norður-Kóreu- menn frekari þrýstingi til að snúa aftur að samningaborðum sex þjóða um kjarnorkuáætlun Norður- Kóreu. Auk Kína og Norður-Kóreu taka Suður-Kórea, Bandaríkin, Japan og Rússland þátt í þeim við- ræðum. smk@frettabladid.is Kínverjar milda Kim Jong-Il með gjöfum Enn eykst pressan á Norður-Kóreu um að hætta við kjarnorkuframleiðslu sína. Í gær funduðu talsmenn Bandaríkjanna, Japans og Suður-Kóreu um málið og Kínverjar sendu hátt settan embættismann til Norður-Kóreu. FUNDAÐ UM NORÐUR-KÓREU Utanríkisráðherrar Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japans funduðu í Seúl í gær og ræddu meðal annars um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna. Frá vinstri: Taro Aso, utanríkisráðherra Japan, Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og Ban Ki Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FINNLAND, AP Þúsundir finnskra farþega komust ekki leiðar sinnar í gær þegar fimmtán hundruð flugþjónar finnska flugfélagsins Finnair lögðu niður störf. Nærri allt millilandaflug fyrirtækisins lá því niðri í gær þótt nokkrar vélar flygju bæði til Evrópu og innanlands. Verkfallið hófst daginn fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins, sem haldinn er í Suður-Finnlandi í dag. Flugþjónarnir eru ósáttir við nýjar reglur fyrirtækisins varðandi ráðningar, en fyrirtækið ætlar að ráða starfsfólk í gegnum dótturfyrirtæki sitt í Eistlandi á lægri launum en finnskt starfs- fólk. Samningaviðræður munu halda áfram í dag. - smk Finnair flugfélagið: 1.500 starfs- menn í verkfalli LANGAR BIÐRAÐIR Þúsundir farþega Finnair sátu fastir í Helsinki í gær. BANDARÍKIN Einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum á við netfíkn að stríða, að því er kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Stan- ford-háskólans í Kaliforníu. Hegðun netfíkla einkennist helst af áráttukenndri netnotkun og sífelldri athugun á tölvupósti, vefsíðum og spjallsvæðum. Þetta segir á vef fréttastofu BBC. Dr. Elias Aboujaoude, einn þeirra sem stóðu að rannsókninni, segir vandamálin sem internetið skapar oft gleymast. - sþs Skuggahliðar internetsins: Einn áttundi haldinn netfíkn DÓMSMÁL Ungur maður var í gær sýknaður af ákæru um að hafa brotið gegn valdstjórninni í mars síðastliðnum með því að hafa tekið lögreglumann hálstaki. Lögreglu- maðurinn sakaði manninn um að hafa veist að sér með ofangreind- um hætti til að losa félaga sinn sem lögreglan hafi haft afskipti af. Maðurinn neitaði sök og sagðist einungis hafa snert öxl lög- reglumannsins sem hafi á móti úðað á hann með varnarúða. Fjölmörg vitni komu fyrir dóminn og staðfestu frásögn hans. - þsj Héraðsdómur Reykjaness: Sýknaður af árás á lögreglu LÖGREGLUMÁL Sérsveit Ríkislög- reglustjórans á Akureyri handtók í fyrrakvöld mann á Siglufirði eftir tilkynningu um að töluvert ölvaður maður væri vopnaður skotvopni í heimahúsi. Hann hafði hleypt af byssu í þrígang inni í bílskúr. Hafði hann skotið í ruslapoka og hlaut því enginn skaða af. Maðurinn kom sjálfviljugur út úr húsinu og var handtekinn. Hann er á fertugsaldri og hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna sambærilegra mála. Yfirheyslur stóðu yfir fram eftir degi í gær en til stóð að sleppa manninum að þeim loknum. - þsj Maður handtekinn á Siglufirði: Ölvaður með skotvopn LÖGREGLUMÁL Próflaus ökumaður á stolnum bíl keyrði út af í Borgarfirði í gær. Bílveltan varð við Dalsmynni í Norðurárdal síðdegis í gærdag. Grunur leikur á að bílstjórinn, sem var 16 ára stúlka, hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Einn farþegi var í bílnum og reyndist hann með útrunnið ökuskírteini. Við leit í bílnum fundust hnífar og kylfur og var ökumaðurinn handtekinn. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi lögreglumanns var bíllinn töluvert skemmdur en engin slys urðu á fólki. - hs Bílvelta í Borgarfirði: Próflaus á stolnum bíl Nú bíða 150 börn eftir að komast að á frístundaheimilum í Reykjavík. Enn vantar 34 starfsmenn á frístunda- heimilin en 2.274 börn eru þegar komin inn. FRÍSTUNDAHEIMILI 150 börn bíða FRÉTTABLAÐIÐ Vegna bilunar í prentsmiðju er Fréttablaðið minna en venjulega í dag. Einstaka efnisþættir duttu því út úr blaðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.