Fréttablaðið - 20.10.2006, Page 8

Fréttablaðið - 20.10.2006, Page 8
8 20. október 2006 FÖSTUDAGUR VEISTU SVARIÐ? STJÓRNMÁL „Ég tel mig eiga bærilega möguleika,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður sem sækist eftir 1. sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir kosningar til Alþingis næsta vor. Gera má ráð fyrir því að Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sem var efstur á lista Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2003 sækist áfram eftir því sæti. Kristinn sem þá var í öðru sæti vill þannig fá forystusæti ráðherrans. „Það verður auðvitað bara að setja sér markmið, stefna að þeim og sjá svo til hvernig til tekst. Það er fátt annað að gera,“ segir Kristinn og bendir um leið á að í prófkjörinu fyrir síðustu alþingiskosningar hafi verið notað annað fyrirkomulag en nú verði beitt: „Þær reglur voru óvenjulegar – og ekki víða við hafðar – að sá fékk ekki 1. sætið sem fékk flest atkvæði nema hann fengi hreinan meirihluta. Þegar kosið var fékk ég flest atkvæði í 1. sæti en ekki hreinan meirihluta svo það var kosið aftur og þá fékk Magnús 1. sætið. Núna er ekki krafa um hreinan meirihluta og sá vinnur sem fær flest atkvæði,“ útskýrir Kristinn. Prófkjör Framsóknarflokksins í Norðvestur- kjördæmi fer fram 3. til 17. nóvember. - gar Kristinn H. Gunnarsson býður sig fram í fyrsta sætið í Norðvesturkjördæmi: Tekur slaginn við ráðherra KRISTINN OG MAGNÚS Kristinn átti í deilum við þingflokk Framsóknar fyrir tveimur árum. Öldurnar voru lægðar á kjör- dæmaþingi 7. nóvember árið 2004 og við það tilefni tókust Kristinn og Magnús í hendur. STJÓRNMÁL Fyrirvari sem Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra setti við hvalveiðar kom stjórnar- andstæðingum í opna skjöldu og var ræddur á Alþingi í gær. Jónína sagðist í Fréttablaðinu í gær óttast um trúverðugleika og ímynd í umhverfislegu tilliti. Trú- verðugleikinn gæti veikst. Sigurjón Þórðarson Frjálslynda flokknum, sem styður hvalveið- arnar, sagði orð Jónínu hafa veikt stöðu Íslands í málinu. Hann gagn- rýndi einnig afstöðu hinna stjórn- arandstöðuflokkanna og kvað stöðuna sterkari ef þeir væru sam- stíga fylgjendum málins. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sagði margt óupplýst varðandi hvalveiðarnar og spurði hvort ekki væri samstaða um þær í ríkisstjórn. Mörður Árnason Samfylkingunni velti afstöðu Jónínu einnig fyrir sér. Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra sagði málið ein- falt, ákvörðun um hvalveiðar hefði verið kynnt í ríkisstjórn og stjórnin stæði að baki henni. Þá sagði hann eðlilegar skýr- ingar á að Hvalur hf. hefði ekki fengið leyfi til vinnslu kjöts í hvalstöðinni í Hvalfirði; ýmis praktísk mál gætu komið upp þegar veiðar væru hafnar á nýjan leik eftir tuttugu ára hlé. „Hvalur er að ljúka við að uppfylla skilyrði sem sett eru og það er ekkert óeðlilegt við það.“ - bþs Afstaða umhverfisráðherra til hvalveiða og undirbúningur málsins rædd á Alþingi: Veikir stöðu Íslands í málinu JÓNÍNA BJARTMARZ UMHVERFISRÁÐ- HERRA Yfirlýsingar hennar um hval- veiðar eru sagðar veikja stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. DÓMSMÁL Maður sem reyndi að smygla tæplega sjö hundruð grömmum af kókaíni til landsins í tölvu bíður nú dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn sem er um fimmtugt reyndi að smygla fíkniefninu til landsins í mars. Hann hafði komið því fyrir í járnkassa sem hann faldi í tölvu. Maðurinn var að koma frá Orlando þegar tollverðir fundu kókaínið í tölvunni. Aðalmeðferð í málinu lauk í Héraðsdómi í gær og verður dómur kveðinn upp innan skamms. - jss Héraðsdómur Reykjavíkur: Kókaíntölvu- maður í dóm HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 saman við eigum vel Staðalbúnaður MASC stöðugleikastýring ABS hemlalæsivörn • EBD hemlajöfnunarkerfi MATC spyrnustýring • Aksturstölva • Hiti í framsætum Fjarstýrðar samlæsingar • Rafdrifnar rúðuvindur Mitsubishi Colt er frábær bíll sem hefur sópað að sér verðlaunum, enda kostirnir augljósir; glæsileg hönnun, mikið innra rými með mikla möguleika, nýjar öflugar vélar, 6 hraða „Allshift“ sjálfskipting og margt fleira. Komdu og prófaðu hann Verð: 1.590.000 kr. 1 Hvernig fór leikur Barcelona og Chelsea í Meistaradeildinni? 2 Hvað stendur á hlið varð- skipsins Týr? 3 Hver er elsti Íslendingur allra tíma? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 54

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.