Fréttablaðið - 20.10.2006, Side 13
FÖSTUDAGUR 20. október 2006 13
STJÓRNMÁL Fjögurra til fimm mán-
aða bið er eftir sjúkdómsgreiningu
á minnismóttökunni á Landakoti.
85 bíða eftir dagvist á sérhæfð-
um deildum. Nítján umsóknir eru
óafgreiddar.
Þetta kom fram í máli heilbrigðis-
ráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur,
við umræður utan dagskrár á
Alþingi um þjónustu við heila-
bilaða.
Ásta R. Jóhannesdóttir Sam-
fylkingunni var málshefjandi og
lýsti því að á Íslandi væru um þrjú
þúsund manns með heilabilun á
einhverju stigi. Áætlað væri að um
tólf þúsund aðstandendur líði
vegna sjúkdómsins. Sagði hún að
ástandinu í málefnum heilabilaðra
væri mjög ábótavant, fleiri sér-
hæfð úrræði vantaði tilfinnanlega.
Og ekki væri nóg að horfa til stöð-
unnar eins og hún er í dag. „Vand-
inn er stór og mun stækka. Heila-
biluðum mun fjölga um helming á
næstu fimmtán árum.“
Siv Friðleifsdóttir sagði unnið
að því að stytta biðtíma eftir sjúk-
dómsgreiningu á minnismót-
tökunni og kvað brýnt að fjölga
plássum til hvíldarinnlagna. Hún
upplýsti líka að dagvistarpláss
fyrir minnissjúka væru 129 á land-
inu öllu og að þrjátíu ný rými fyrir
heilabilaða yrðu á nýju hjúkrunar-
heimili við Suðurlandsbraut. - bþs
Ásta R. Jóhannesdóttir segir þrjú þúsund manns vera með heilabilun á einhverju stigi:
85 heilabilaðir bíða eftir dagvist
PRÓFKJÖR Gísli Tryggvason,
talsmaður neytenda, gefur kost á
sér í 2. sæti á
lista Fram-
sóknarflokks-
ins í Suðvestur-
kjördæmi
fyrir alþingis-
kosningarnar
næsta vor.
Gísli er
með embættis-
próf í lögum
frá Háskóla
Íslands og hlaut réttindi sem
héraðsdómslögmaður árið 1998.
Hann var ritstjóri Úlfljóts,
tímarits laganema árið 1994 og
sat í stjórn Orators, félags
laganema.
Gísli hefur gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum á vegum
Framsóknarflokksins á undan-
förnum tíu árum og á meðal
annars sæti í miðstjórn flokks-
ins. - hs
Prófkjör Framsóknarflokksins:
Gísli gefur kost
á sér í 2. sætið
GÍSLI TRYGGVASON
PRÓFKJÖR Grímur Gíslason
framkvæmdastjóri hefur ákveðið
að gefa kost á
sér í 3.-5. sæti
í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í
Suðurkjör-
dæmi fyrir
alþingiskosn-
ingarnar
næsta vor.
Grímur er
fæddur og
uppalinn í Vestmannaeyjum og
hefur starfað sem blaðamaður,
kennari og verkefnisstjóri en
starfar nú sem framkvæmda-
stjóri Atlas hf.
Grímur hefur verið virkur í
störfum innan Sjálfstæðisflokks-
ins frá unglingsaldri og sat meðal
annars í stjórn Eyverja, félags
ungra sjálfstæðismanna í Eyjum.
Grímur situr nú í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins. - hs
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins:
Gefur kost á sér
í 3.-5. sæti
GRÍMUR GÍSLASON
HEILSA Til stendur að stofna
íslensk samtök um sjúkdóminn
endómetríósis eða legslímuflakk
sem margar íslenskar konur hafa
þurft að glíma við vegna lang-
vinnra verkja í grindarholi,
bólguskemmda og ófrjósemi.
Meðferð er erfið og leiðir oft til
langvarandi lyfjameðferðar,
endurtekinna skurðaðgerða og
skertrar frjósemi.
Samtökin verða stofnuð að
erlendri fyrirmynd og hafa þann
tilgang að vekja athygli á þessu
dulda vandamáli, bæta þekkingu
á því og stuðla að samhjálp meðal
kvenna sem þjást af sjúkdómn-
um. Stofnfundur verður í dag í
Hringssal Barnaspítala Hringsins
klukkan 17. - sdg
Samhjálp íslenskra kvenna:
Ný samtök um
legslímuflakk
Heilsa›u vetri
me› íslenskri kjötsúpu
Ger›u fla› a› hef› a› elda kjötsúpu á fyrsta vetrardag. Kjötsúpa er réttur
sem treystir fjölskyldu- og vinabönd. Elda›u kjötsúpu í stórum potti og
hóa›u í vini og vandamenn. Heilsa›u vetri me› ilmandi kjötsúpu.
Margir eiga uppskrift a› kjötsúpu frá mömmu e›a ömmu en svo er hægt
a› fá uppskrift á www.lambakjot.is.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
19
9
9
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að stytta biðtíma
eftir sjúkdómsgreiningu.
LÖGREGLUMÁL Karlmaður á miðjum
aldri var tekinn tvívegis fyrir að
hafa ætluð fíkniefni í fórum
sínum. Lögreglan í Reykjavík
hafði fyrst afskipti af manninum í
miðborginni í fyrrakvöld og svo
aftur um nóttina. Hann var þá enn
staddur á svipuðum slóðum en
aðeins liðu fáeinir klukkutímar á
milli þess sem lögreglan stöðvaði
för hans. Eftir seinna tilvikið var
maðurinn fluttur á lögreglustöð.
Að auki hafði lögreglan afskipti
af fjórum öðrum karlmönnum en í
fórum þeirra allra fundust ætluð
fíkniefni og einnig á tveimur
stöðum í borginni og voru þau
haldlögð. - jss
Lögreglan í Reykjavík:
Tekinn tvívegis
með fíkniefni