Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 20. október 2006 13 STJÓRNMÁL Fjögurra til fimm mán- aða bið er eftir sjúkdómsgreiningu á minnismóttökunni á Landakoti. 85 bíða eftir dagvist á sérhæfð- um deildum. Nítján umsóknir eru óafgreiddar. Þetta kom fram í máli heilbrigðis- ráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur, við umræður utan dagskrár á Alþingi um þjónustu við heila- bilaða. Ásta R. Jóhannesdóttir Sam- fylkingunni var málshefjandi og lýsti því að á Íslandi væru um þrjú þúsund manns með heilabilun á einhverju stigi. Áætlað væri að um tólf þúsund aðstandendur líði vegna sjúkdómsins. Sagði hún að ástandinu í málefnum heilabilaðra væri mjög ábótavant, fleiri sér- hæfð úrræði vantaði tilfinnanlega. Og ekki væri nóg að horfa til stöð- unnar eins og hún er í dag. „Vand- inn er stór og mun stækka. Heila- biluðum mun fjölga um helming á næstu fimmtán árum.“ Siv Friðleifsdóttir sagði unnið að því að stytta biðtíma eftir sjúk- dómsgreiningu á minnismót- tökunni og kvað brýnt að fjölga plássum til hvíldarinnlagna. Hún upplýsti líka að dagvistarpláss fyrir minnissjúka væru 129 á land- inu öllu og að þrjátíu ný rými fyrir heilabilaða yrðu á nýju hjúkrunar- heimili við Suðurlandsbraut. - bþs Ásta R. Jóhannesdóttir segir þrjú þúsund manns vera með heilabilun á einhverju stigi: 85 heilabilaðir bíða eftir dagvist PRÓFKJÖR Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, gefur kost á sér í 2. sæti á lista Fram- sóknarflokks- ins í Suðvestur- kjördæmi fyrir alþingis- kosningarnar næsta vor. Gísli er með embættis- próf í lögum frá Háskóla Íslands og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1998. Hann var ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema árið 1994 og sat í stjórn Orators, félags laganema. Gísli hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Framsóknarflokksins á undan- förnum tíu árum og á meðal annars sæti í miðstjórn flokks- ins. - hs Prófkjör Framsóknarflokksins: Gísli gefur kost á sér í 2. sætið GÍSLI TRYGGVASON PRÓFKJÖR Grímur Gíslason framkvæmdastjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjör- dæmi fyrir alþingiskosn- ingarnar næsta vor. Grímur er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og hefur starfað sem blaðamaður, kennari og verkefnisstjóri en starfar nú sem framkvæmda- stjóri Atlas hf. Grímur hefur verið virkur í störfum innan Sjálfstæðisflokks- ins frá unglingsaldri og sat meðal annars í stjórn Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Eyjum. Grímur situr nú í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. - hs Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Gefur kost á sér í 3.-5. sæti GRÍMUR GÍSLASON HEILSA Til stendur að stofna íslensk samtök um sjúkdóminn endómetríósis eða legslímuflakk sem margar íslenskar konur hafa þurft að glíma við vegna lang- vinnra verkja í grindarholi, bólguskemmda og ófrjósemi. Meðferð er erfið og leiðir oft til langvarandi lyfjameðferðar, endurtekinna skurðaðgerða og skertrar frjósemi. Samtökin verða stofnuð að erlendri fyrirmynd og hafa þann tilgang að vekja athygli á þessu dulda vandamáli, bæta þekkingu á því og stuðla að samhjálp meðal kvenna sem þjást af sjúkdómn- um. Stofnfundur verður í dag í Hringssal Barnaspítala Hringsins klukkan 17. - sdg Samhjálp íslenskra kvenna: Ný samtök um legslímuflakk Heilsa›u vetri me› íslenskri kjötsúpu Ger›u fla› a› hef› a› elda kjötsúpu á fyrsta vetrardag. Kjötsúpa er réttur sem treystir fjölskyldu- og vinabönd. Elda›u kjötsúpu í stórum potti og hóa›u í vini og vandamenn. Heilsa›u vetri me› ilmandi kjötsúpu. Margir eiga uppskrift a› kjötsúpu frá mömmu e›a ömmu en svo er hægt a› fá uppskrift á www.lambakjot.is. E N N E M M / S ÍA / N M 2 19 9 9 SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að stytta biðtíma eftir sjúkdómsgreiningu. LÖGREGLUMÁL Karlmaður á miðjum aldri var tekinn tvívegis fyrir að hafa ætluð fíkniefni í fórum sínum. Lögreglan í Reykjavík hafði fyrst afskipti af manninum í miðborginni í fyrrakvöld og svo aftur um nóttina. Hann var þá enn staddur á svipuðum slóðum en aðeins liðu fáeinir klukkutímar á milli þess sem lögreglan stöðvaði för hans. Eftir seinna tilvikið var maðurinn fluttur á lögreglustöð. Að auki hafði lögreglan afskipti af fjórum öðrum karlmönnum en í fórum þeirra allra fundust ætluð fíkniefni og einnig á tveimur stöðum í borginni og voru þau haldlögð. - jss Lögreglan í Reykjavík: Tekinn tvívegis með fíkniefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.