Fréttablaðið - 20.10.2006, Side 16

Fréttablaðið - 20.10.2006, Side 16
16 20. október 2006 FÖSTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Kvöld- og helgarþjónusta sú sem Heil- brigðisstofnun Suðurlands veitir nú í heimahjúkrun verður aukin verulega eystra. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigð- isráðherra, hefur ákveðið að veita Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljóna króna viðbótarfé til að efla kvöld- og helgarþjónustu í heimahjúkrun. Þessi nýja þjónusta verður veitt á þjónustusvæði heilsugæslu- stöðvanna á Selfossi, Þorláks- höfn og í Hveragerði. - jss Heilbrigðisstofnunin: Heimahjúkrun aukin eystra VINNUMARKAÐUR Töluverður fjöldi fólks sem hefur starfað hjá Alcan á Íslandi hefur sett sig í samband við Fréttablaðið á undanförnum dögum. Einum þeirra, Markúsi Kristjánssyni, var sagt upp í fyrra- vor eftir 32 ára starf. Markús segist hafa verið að vinna á nýársdag í fyrra og sá sem átti að leysa hann af hafi ekki mætt. Hann hafi þá hringt í Hall- dór Halldórsson, öryggisfulltrúa fyrirtækisins, sem hafi sagt honum að vera áfram og að þeir hafi deilt vegna þessa. Skömmu síðar var Markúsi send áminning vegna atviksins. Hann kærði Hall- dór öryggisfulltrúa í kjölfarið fyrir einelti á vinnustað. Þáver- andi starfsmannastjóri tók málið fyrir á fundi og var þar ákveðið að mennirnir tveir myndu biðja hvorn annan afsökunar og þar með myndi málinu ljúka. Markúsi var sagt upp störfum skömmu síðar. „Ég hafði aldrei áður verið áminntur. Mér hafði verið treyst fyrir masterslyklum að öllu svæð- inu í 32 ár. Samt var mér sagt upp fyrirvaralaust og án þess að fá uppgefnar ástæður. Ég er ekki á móti fyrirtækinu. En ég er á móti því hvernig stjórnendur koma fram með mannvonsku.“ Hann segir neitun yfirmanna Alcan um að tjá sig efnislega um málið ekki koma sér á óvart. „Fyrirtækið reynir alltaf að svæfa málin niður með þessum hætti.“ Bergþór Bergþórsson hafði starfað í Straumsvík um áratuga skeið þegar honum var sagt upp í júní 2005. „Ég átti 30 ára starfsafmæli á þessu tímabili. Ég var síðan kall- aður inn á teppið og boðinn starfs- lokasamningur. Engar aðrar skýr- ingar voru gefnar nema þær að ég samrýmdist ekki starfsmanna- stefnu fyrirtækisins.“ Bergþór segir að uppsögnin hafi komið eins og þruma úr heið- skíru lofti. „Ég tel mig hafa mætt mjög vel alla tíð. Ég er að vísu með sjúkling á heimilinu sem ég hef þurft að sinna svolítið. Ég veit ekki hvað telst eðlilegt í þessu en mér finnst nú að það ætti að ræða við starfs- menn áður en þeim er sagt upp.“ Til merkis um vinnubrögðin sem stunduð séu bendir Bergþór á að sér hafi verið afhent gullúr frá fyrirtækinu á aðfangadag í fyrra, um hálfu ári eftir að honum var sagt upp. „Á því stendur þökk fyrir vel unnin störf í 30 ár.“ Halldór Halldórsson, öryggis- fulltrúi Alcan, vísaði öllum ásök- unum á sínar hendur alfarið á bug en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. thordur@frettabladid.is Kærði og var sagt upp Fyrrum hliðvörður Alcan segir að sér hafi verið sagt upp vegna deilna við öryggisfulltrúa. Öðrum var fært gullúr að gjöf hálfu ári eftir að honum var sagt upp með þökkum fyrir vel unnin störf í 30 ár. ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Uppsagnir í álverinu hafa vakið deilur milli yfirstjórnar, hluta starfsmanna og verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði. VELFERÐARMÁL Foreldrar fatlaðra barna sem leita til Sjónarhóls kvarta yfir að fjármagn, mann- skap og úrræði vanti til að sinna börnum þeirra sem skyldi. Reikna má með að á milli 1500-1800 for- eldar leiti til Sjónarhóls árlega, en þar eiga foreldrar barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða rétt á ráðgjafaviðtölum. Hrefna Haraldsdóttir, foreldra- ráðgjafi hjá Sjónarhóli, segir að flest mál sem berist Sjónarhóli séu skólamál og mál sem varði bið í kerfinu og ónóga stoðþjónustu við fötluð börn. „Sem dæmi má nefna að það er skortur á skammtíma- vistunum fyrir börn með þroska- hömlun og á stuðningsfjölskyld- um. Þeim sem sækja um búsetu fyrir fötluð börn sín finnst erfitt að fá ekki að vita hvenær börnin komist að og oft er um margra ára bið að ræða.“ Hrefna segir foreldra sem leita til Sjónarhóls oft reiða og við það að gefast upp. „Foreldrar barna með ofvirkniröskun kvarta gjarn- an yfir að börn þeirra fái ekki nægan stuðning í skólanum og er þá skuldinni oft skellt á skort á fjármagni eða mannskap. Það er mjög erfitt fyrir foreldra að gera plön fram í tímann ef þeir vita ekki hvenær von er á búsetuúrræðum fyrir börn þeirra. Þá kvarta for- eldrar yfir óljósum svörum úr kerfinu og segja að óvissa ríki um málefni þeirra.“ - hs Foreldrar fatlaðra barna ósáttir við að börnum þeirra er ekki sinnt sem skyldi: Löng bið og ónóg úrræði HREFNA HARALDSDÓTTIR Flest mál sem berast Sjónarhóli eru mál sem varða bið í kerfinu og ónóga stoðþjónustu við fötluð börn. MARKÚS KRISTJ- ÁNSSON Starfaði sem hliðvörður hjá Alcan í 32 ár áður en honum var sagt upp störfum í fyrravor. www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O R K 3 40 42 08 /2 00 6 Verið velkomin á Nesjavelli Orkuveita Reykjavíkur býður gestum og gangandi að heimsækja Nesjavelli, kynna sér orkuverið ásamt því hvernig staðið hefur verið að umhverfismálum og aðgengi fyrir ferðamenn og gesti á Nesjavöllum. Opið á Nesjavöllum í september og október: Mánudaga til laugardaga er opið frá kl. 9:00–17:00. LOKAÐ á sunnudögum. Hvað veistu um jarðvarmavirkjanir? B Ó K A F O R L A G B R Æ Ð R A B O R G A R S T Í G 9 , S Í M I 4 1 4 1 4 5 0 w w w . v e r o l d . i s • v e r o l d @ v e r o l d . i s Einfaldara getur það ekki verið! Byrjaðu strax í dag og kjörþyngd þín er handan við hornið. Megrunarfæðið heyrir sögunni til og þú léttist til frambúðar! Me tsö luli sti Pen nan s / Eym un dss on ar s æt i3. Handbækur/fræ ðib æk ur /æ vi sö gu r 11 .1 0. 06 -17 .10.06 - amazon.co.uk ÞÚ LÉTTIST UM KÍLÓ Á VIKU! Hættu í megrun og lifðu lífinu til fulls! Hefurðu fengið nóg af hefðbundnum megrunarkúrum? Koma aukakílóin alltaf aftur? Í bókinni Þú léttist án þess að fara í megrun! er kynnt ný og byltingarkennd leið til að léttast til frambúðar – án þess að nokkuð sé minnst á mat eða líkamsrækt! ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - V ER 3 46 67 1 0/ 20 06

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.