Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 20
20. október 2006 FÖSTUDAGUR20
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Menn komast strax í jólastemn-
ingu þegar byrjað er að vinna með
hangikjötið,“ segir Sigmundur
Hreiðarsson, vinnslustjóri Norð-
lenska á Húsavík. Sláturtíðinni þar
er lokið og nú vinnur Sigmundur og
starfsfólk hans hörðum höndum að
því að gera jólarétt Íslendinga,
hangikjötið eins ljúffengt og unnt
er.
„Hér er sterk hefð fyrir hangi-
kjötsframleiðslu og mikill metnað-
ur lagður í að gera það eins og gott
og okkur er lagið,“ segir Sigmundur
sem segir af og frá að taka upp á
einhverjum nýjungum við þessa
vinnslu. „Það á ekki að breyta því
sem er gott, og það er hangikjötið
okkar svo sannarlega.“
Sigmundur hefur starfað við
kjötvinnslu „lengur en leigubílstjór-
inn í Spaugstofunni“, eins og hann
orðar það, eða í þrjátíu ár. Starfið
segir hann þó alltaf jafn skemmti-
legt og í litlum bæ eins og Húsavík
séu allir með á nótunum um hvað sé
að gerast í framleiðslunni. „Já, ilm-
inn af kræsingunum sem verið er
að útbúa leggur frá okkur þegar við
komum úr vinnu. Starfsfólkið í
versluninni og bankanum hefur það
líka á orði þegar við komum ang-
andi af hangikjöti að jólin séu
greinilega á næsta leiti.“ - kdk
Sláturtíð lokið og jólin á næsta leiti:
Jólailminn leggur
yfir alla Húsavík
HÚSAVÍK Jólin á næsta leiti.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég myndi nú segja að það sé bara allt slæmt að
frétta, að minnsta kosti fyrir okkur í ferðaþjón-
ustunni,“ segir Jónas Þorsteinsson hjá Goecco,
sem er alhliða markaðshús sem sérhæfir sig í
lausnum fyrir innlenda og erlenda ferðaþjónustu.
„Hvalveiðarnar munu hafa miklu verri áhrif
en íslensk ferðaþjónusta gerir sér grein fyrir.
Kúnnarnir eru að senda okkur e-mail og vara
við því að þetta geti orðið mjög alvarlegt mál.
Maður fær e-mail frá ferðaskrifstofum,
helst þýskum og bandarískum,
sem spyrja bara hvern andsk...
við séum eiginlega að pæla.
Mér þykir ljóst að ákvarðan-
irnar um stóriðju og nú að
leyfa hvalveiðar ýta stórlega
undir þá kenningu að fólk
sé fífl.“
Jónas segir að sumarið hafi
annars verið gott og hann vonar að ekki verði
miklar breytingar á ferðamannastraumnum. „Við
fengum einmitt gest númer átta þúsund í drauga-
ferðina okkar í fyrradag. Þetta er fyrsta árið sem
við bjóðum upp á þessa ferð og það hefur komið
mér á óvart hversu margir Íslendingar hafa
komið með. Við ætlum einmitt að bjóða
upp á þessar ferðir á íslensku í vetur.
Upphaflega leigðum við fjóra miðla
og sendum þá um miðbæinn til að
leita að draugum. Þeir fundu allir
sömu staðina svo eitthvað hlýt-
ur að vera að marka þetta. Nú
er verið að skipuleggja næsta
ár og það verður boðið upp
á ýmsar spennandi nýjungar í
ferðaþjónustunni. Ég gef ekki
meira upp, nema stikkorðin
álfar og konur.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓNAS ÞORSTEINSSON MARKAÐSRÁÐGJAFI
Ýtir undir kenninguna að fólk sé fíflElliheimili á
hvalveiðum
„Það leikur vafi á hvort kalla
eigi áhöfina „landsliðið í
hvalveiðum“ eða „elliheimili
á hvalveiðum“.“
SIGURÐUR NJÁLSSON SKIPSTJÓRI
HVALS 9 ÞEGAR LAGT VAR Á
MIÐIN.
Fréttablaðið 19. október.
Hógvær Svavar
„Ég hafði engan grun um
þetta og datt ekki í hug að
ég væri svo merkilegur að
verið væri að fylgjast með
mér á einhvern hátt.“
SVAVAR GESTSSON SENDIHERRA
SEM VAR GRUNLAUS UM AÐ VER-
IÐ VÆRI AÐ RANNSAKA TENGSL
HANS VIÐ STASI.
Blaðið 19. október.
Yuka Ogura er komin til
Íslands í sjötta skiptið
á þremur árum. Hún er
einlægur aðdáandi lands,
þjóðar og menningar, sér-
staklega tónlistarinnar, og
sækir Airwaves-hátíðina nú
í þriðja sinn. Yuka segist
vera sendiherra íslenskr-
ar menningar í Japan og
með henni í för nú eru tíu
japanskir aðdáendur sem
standa í ströngu á næstu
dögum við að gleypa í sig af
gnægtaborði Airwaves.
„Ég hitti Ásmund Jónsson í Smekk-
leysu í morgun,“ segir Yuka.
„Krakkarnir sem eru með mér
vissu flestir hver hann er og komu
með mér til að láta taka af sér
myndir með honum.“ Hópurinn
kom hingað á miðvikudaginn eftir
tólf tíma beint flug frá Tókýó. „Ég
fékk brennandi áhuga á landinu
fyrir nokkrum árum. Það er margt
líkt með Íslandi og Japan. Bæði
löndin eru eyjur, báðar þjóðirnar
stunda hvalveiðar og bæði löndin
eru á sprungusvæðum með tilheyr-
andi eldvirkni og heitum hverum.
Þið hafið svo víkingana en við sam-
úræjana.“
Þegar Íslandsáhuginn gagntók
Yuku segist hún hafa leitað upplýs-
inga um landið á japönsku en lítið
fundið. Því hafi hún sjálf byrjað að
skrifa bók um Ísland sem hún von-
ast nú til að fá útgefna enda sé
sífellt meiri áhugi á Íslandi í Japan.
„Það kom reyndar út fjögur hundr-
uð síðna bók um Ísland og Græn-
land fyrir nokkru, en það eru bara
tíu blaðsíður um Reykjavík í þeirri
bók. Fólk heldur því að það sé bara
endalaust landslag á Íslandi, en ég
hef miklu meiri áhuga á Reykjavík
og menningunni. Það er svo gott að
vera hérna, mikil kyrrð og spenn-
andi fólk. Það sem er líka mjög
yndislegt hérna er að allir halda að
ég sé miklu yngri en ég er. Fólk
heldur að ég sé þrjátíu og eitthvað,
en ég er reyndar 46 ára.“
Svo mikill er tónlistaráhuginn
að Yuka rekur netsíðuna Alljos.
com, sem er bæði kynningarvefur
og netbúð fyrir íslenska tónlist.
Yuka segist flytja inn diska frá
útgefendum hér og hún hefur stað-
ið fyrir hlustunarpartíum. „Í
stærsta partíið mættu um tvö
hundruð manns en það voru nú eig-
inlega alltof margir. Ég hef tak-
markað þetta við fimmtíu manns
síðan. Björk, Sigur Rós og Múm
eru langvinsælustu listamennirnir
í Japan, en flestir sem byrja með
því að falla fyrir þeim komast á
bragðið og vilja heyra í fleirum. Ég
vil bjóða upp á alla flóruna og er
líka með íslenskan djass og klass-
ík.“
Yuka kom hingað fyrst árið 2003
og kom fjórum sinnum það ár því
hún vildi upplifa allar árstíðirnar.
Þrátt fyrir að hafa verið hér í sam-
tals tvo mánuði í sex heimsóknum
segist Yuka eiginlega ekkert hafa
farið út á land. „Fyrst þegar ég
kom fór ég Gullna hringinn og svo
bauð fyrrverandi sendiherra
Íslands í Japan, Ingimundur Sig-
fússon, mér í sumarbústaðinn sinn
rétt hjá Blönduósi. Margir Japanir
sem ég tala við halda að ég sé eitt-
hvað klikk að hafa svona lítið farið
út úr Reykjavík. Ég stefni reyndar
að því að fara um allt land, en það
verður ekki fyrr en maðurinn minn
og fjórtán ára sonur komast með
mér. Ég er að spara mér landið
fyrir þá.“
Yuka er gríðarlega spennt fyrir
mörgu á Airwaves en segir svo
mikið í gangi að erfitt sé að velja
úr. Hún er í og með að safna upp-
lýsingum fyrir bókina með því að
taka viðtöl við listamenn og bran-
safólk. „Ég elska tónlistina hans
Megasar þótt ég skilji reyndar
ekkert í textunum. Bubba fíla ég
ekki eins þótt hann sé stórstjarna
hér. Hann er Bruce Springsteen á
meðan Megas er Bob Dylan. Ég
hef farið heim til Megasar og tók
þar viðtal við hann. Hann sagði
mjög skemmtilegar sögur. Drög
að sjálfsmorði er uppáhalds
Megasarplatan mín. Björk hef ég
bara séð einu sinni. Það var í tíu
ára afmælispartíi Sigur Rósar á
Apótekinu. Ég sagði hæ en hún
hefur líklega haldið að ég væri
bara einhver brjálæðingur.“
gunnarh@frettabladid.is
Elskar kyrrðina í Reykjavík
YUKA OGURA Í REYKJA-
VÍK Sendiherra íslenskrar
tónlistar í Japan er að
skrifa bók um landið og
menninguna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Maður er drulluleiður á þessum
yfirlætislegu afskiptum alltaf,“
segir Stefán Máni rithöfundur um
mótmælin sem nú dynja á okkur
vegna nýhafinna
hvalveiða, m.a. frá
Bretum og Banda-
ríkjamönnum.
„Þessi mótmæli
eru sjálfvirk eins
og Velvakandi og
þreytandi pólitík
sem snúast held
ég ekkert um
hvali. Við eigum
ekki að fara á
taugum þótt einhverjir túristar
stappi niður fæti. Það hlýtur að eiga
að snúast um hvort veiðarnar borgi
sig eða ekki, ekki um nokkra Þjóð-
verja með tárvot augu. Sjálfur hef
ég enga afgerandi skoðun á þessum
veiðum. Mér finnst skipin ógeðslega
flott og illileg að sjá og öll stemn-
ingin í kringum veiðarnar er rómant-
ísk á nostalgískan hátt. Við ættum
að gera meira út á það, breyta
þessum skipum bara í Disneyheim
með hoppandi leikurum með lepp
fyrir auganu og tréfót um borð. Svo
mætti skjóta gúmmíhvali eða það
mætti nota skipin til hvalaskoðunar
og skjóta mat til hvalanna. Þannig
væri hægt að taka Gísla Martein á
þetta, og allir yrðu ánægðir.“
SJÓNARHÓLL
MÓTMÆLI VIÐ HVALVEIÐUM
Sjálfvirk
mótmæli
STEFÁN MÁNI
Rithöfundur
■ Við veiðum hvali, þeir sprengja
kjarnorkusprengjur. Hvort tveggja
æsir þjóðir heims upp en bæði
þeir og við segjumst hafa fullan
rétt á að gera það sem okkur
sýnist. Norður-Kóreumenn eru
rúmlega 23 milljónir talsins, í 48.
sæti yfir fjölmennustu ríki heims.
Þeir eiga samt fjórða stærsta
her í heimi. Við erum í 178. sæti
yfir fjölmennustu
ríki heims (Pitcairn
eyja er neðst í
230. sæti með 67
manns) og eigum
engan her. Þeir
tilbiðja eilífan leiðtoga
sinn, Kim Il-sung, en
við tilbiðjum engan.
SAMANBURÐUR:
ÍSLAND / NORÐUR KÓREA