Fréttablaðið - 20.10.2006, Page 34
SIRKUS20.10.06
Einu sinni á ári kviknar örlítil von hjá íslensk-
um tónlistarmönnum. Troðfullar flugvélar af
erlendum blaðamönnum, umboðsmönnum,
útgefendum og öðrum eldhressum útlend-
ingum lenda á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan:
Iceland Airwaves. Hátíðin hefur stimplað sig
inn sem ein allra flottasta tónlistarhátíð í
heimi og hafa mörg bönd verið uppgötvuð í
póstnúmeri 101. Á miðvikudaginn hófst þessi
hátíð og nær hún hámarki nú um helgina.
Sirkus setti sig í samband við flottustu
íslensku böndin og leyfir lesendum að vita
örlítið meira um flottustu íslensku tónlistar-
mennina í dag.
Bassaleikari í byggingarvinnu
Vill spila golf í gallabuxum
Nafn: Elís Pétursson
Hljómsveit: Jeff Who?
Hvenær spila: Föstudagur, Gaukur á Stöng,
klukkan 23:00
Hve oft á Airwaves: Ghostigital 2003, Jeff
Who í fyrra og svo vorum við Off Venue á
Airwaves 2004. Semsagt þrjú skipti.
Hvað ætlarðu að sjá: Klaxons, Datarock,
The Whitest boy Alive og svo er alltaf
gaman að sjá íslenskan hressleika.
Framundan: Þetta verða síðustu tónleikar
okkar á Íslandi í svolítinn tíma. Erum að
semja nýtt efni, skipta um hljómborðsleikara
og ætlum að endurnýja okkur aðeins.
HVER ER Elli í Jeff Who?
Hvaðan ertu? „Miðbæjargutti. Ólst upp í
Þingholtunum og Vesturbænum í
Reykjavík.“
Hvað starfarðu? „Ég vinn hjá plötuinnflytj-
andanum og útgefandanum Smekkleysu.“
Hvaða hljóðfæri kanntu að spila á? „Ég
spila á gítar og bassa.“
Hvenær byrjaðirru að spila? „Svona 10
ára gamall.“
Verið í mörgum hljómsveitum? „Nei ég
get nú ekki sagt það. Bara Ghostigital og
Jeff Who?.“
Hvað gerirðu annað en músík?
„Ég er farinn að detta svolítið í
golfið sem er mjög skemmtilegt.
Mér finnst samt allt snobbið í
kringum þetta leiðinlegt. Þetta
snýst um að slá kúlu ofan í holu
og ef það á að banna manni
að vera í gallabuxum þá
geta þeir alveg eins
bannað blökkumenn og
konur.“
Jeff Who? í einni
setningu: „Stórkostleg“
Dramatísk en samt svo hress
Nafn: Lára Rúnarsdóttir
Hljómsveit: Lára (Trúbador)
Hvenær spila: Föstudagur,
Þjóðleikhúskjallarinn, klukkan 23:30
Hve oft á Airwaves: Þriðja skiptið núna
Hvað ætlarðu að sjá: Alt sem ég get
séð.
Framundan: Ég er í námi í Madríd og fer
þangað á sunnudaginn og held áfram
með tónmenntakennarann.
HVER ER Lára
Hvaðan ertu? „Ég er frá Ísafirði og
Reykjavík. Er með lögheimili í
Kópavogi en bý í Hafnarfirði og
Madríd núna.“
Hvað starfarðu? „Ég er námsmaður
og tónlistarmaður.
Hvaða hljóðfæri kanntu að spila á?
„Píanó, gítar, get bjargað mér á
blokkflautu og svo er ég nokkuð góð
á ásláttarhljóðfæri.“
Hvenær byrjaðirru að spila? „Þegar
ég var 6 ára en byrjaði að semja 16
ára.“
Þeir sem rokka ekki eru tussur
Nafn: Guðfinnur Sölvi Karlsson
Hljómsveit: Dr. Spock
Hvenær spila: Föstudagur, Nasa, klukkan
01:45
Hve oft á Airwaves: Svona fjórum til fimm
sinnum.
Hvað ætlarðu að sjá: Bara sjálfan mig í spegli
Framundan: Vorum að taka upp fjögur lög
sem við verðum með á hátíðinni. Svo er það
tónleikaferð til Danmerkur, plata á næsta ári
og svo tónleikaferðir heima og erlendis. Menn
þurfa að rokka. Allir sem rokka ekki, eru
tussur.
HVER ER Finni í Dr. Spock
Hvaðan ertu? „Úr Garðabænum.“
Hvað starfarðu? „Landasali.“
Hvaða hljóðfæri kanntu að spila á?
„Ég er gamall trommari og kann á
gítar. Get glamrað Imagine á píanó,
sem er killer fyrir stelpurnar. “
Hvenær byrjaðirru að spila? „Að
rokka meinarru. Svona í kringum
þrettán ára aldur“
Verið í mörgum hljómsveitum? „Ég
hef verið í hinu og þessu. Var í hinu
merka metalbandi Tussull og svo
líka Quicks and Jesus.“
Hvað gerirðu annað en
músík? „Bara fjölskydan,
fjórhjól og eitthvað“
Dr. Spock í einni
setningu: „Hugljúft“
Nafn: Björgvin Ingi Pétursson
Hljómsveit: Jakobínarína
Hvenær spila: Föstudagur, Listasafn Reykja-
víkur, klukkan 23:00
Hve oft á Airwaves: Þetta er annað skiptið
núna.
Hvað ætlarðu að sjá: Apparat, Islands, Go
Team, og Love is all. Svo eitthvað annað
sniðugt
Framundan: Klára að taka upp plötuna og tjilla
bara. Ekki mikið planað.
HVER ER Björgvin í Jakobínarína
Hvaðan ertu? „Ég er frá Akureyri“
Hvað starfarðu? „Ég er drop out
og vinn bara í byggingarvinnu
eins og er“
Hvaða hljóðfæri kanntu að spila á?
„Spila bara á Bassa.“
Hvenær byrjaðirru að spila?
„Þremur mánuðum fyrir Músíktil-
raunir árið 2005.“
Verið í mörgum hljómsveitum?
„Bara Jakobínarína“
Hvað gerirðu annað en músík?
„Mér finnst gaman að spila
fótbolta með vinum mínum. Og
svo bara djamma niður í bæ
blindfullur.“
Jakobínarína í einni setningu:
„Dans, rokk og ról“
Verið í mörgum hljómsveitum?
„Ég hef aldrei verið í hljóm-
sveit. Var einu sinni í fjöl-
skyldubandi fyrir afmælið hans
pabba.“
Hvað gerirðu annað en músík?
„Ég elska að ferðast og geri
eins mikið og ég get af því.
Fer alltaf út á land þegar ég
get og svona.“
Lára í einni setningu: „Dramat-
ísk en samt svo hress.“
ÍSLANDS
ROKK
STJÖRNUR
6