Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 34
SIRKUS20.10.06 Einu sinni á ári kviknar örlítil von hjá íslensk- um tónlistarmönnum. Troðfullar flugvélar af erlendum blaðamönnum, umboðsmönnum, útgefendum og öðrum eldhressum útlend- ingum lenda á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan: Iceland Airwaves. Hátíðin hefur stimplað sig inn sem ein allra flottasta tónlistarhátíð í heimi og hafa mörg bönd verið uppgötvuð í póstnúmeri 101. Á miðvikudaginn hófst þessi hátíð og nær hún hámarki nú um helgina. Sirkus setti sig í samband við flottustu íslensku böndin og leyfir lesendum að vita örlítið meira um flottustu íslensku tónlistar- mennina í dag. Bassaleikari í byggingarvinnu Vill spila golf í gallabuxum Nafn: Elís Pétursson Hljómsveit: Jeff Who? Hvenær spila: Föstudagur, Gaukur á Stöng, klukkan 23:00 Hve oft á Airwaves: Ghostigital 2003, Jeff Who í fyrra og svo vorum við Off Venue á Airwaves 2004. Semsagt þrjú skipti. Hvað ætlarðu að sjá: Klaxons, Datarock, The Whitest boy Alive og svo er alltaf gaman að sjá íslenskan hressleika. Framundan: Þetta verða síðustu tónleikar okkar á Íslandi í svolítinn tíma. Erum að semja nýtt efni, skipta um hljómborðsleikara og ætlum að endurnýja okkur aðeins. HVER ER Elli í Jeff Who? Hvaðan ertu? „Miðbæjargutti. Ólst upp í Þingholtunum og Vesturbænum í Reykjavík.“ Hvað starfarðu? „Ég vinn hjá plötuinnflytj- andanum og útgefandanum Smekkleysu.“ Hvaða hljóðfæri kanntu að spila á? „Ég spila á gítar og bassa.“ Hvenær byrjaðirru að spila? „Svona 10 ára gamall.“ Verið í mörgum hljómsveitum? „Nei ég get nú ekki sagt það. Bara Ghostigital og Jeff Who?.“ Hvað gerirðu annað en músík? „Ég er farinn að detta svolítið í golfið sem er mjög skemmtilegt. Mér finnst samt allt snobbið í kringum þetta leiðinlegt. Þetta snýst um að slá kúlu ofan í holu og ef það á að banna manni að vera í gallabuxum þá geta þeir alveg eins bannað blökkumenn og konur.“ Jeff Who? í einni setningu: „Stórkostleg“ Dramatísk en samt svo hress Nafn: Lára Rúnarsdóttir Hljómsveit: Lára (Trúbador) Hvenær spila: Föstudagur, Þjóðleikhúskjallarinn, klukkan 23:30 Hve oft á Airwaves: Þriðja skiptið núna Hvað ætlarðu að sjá: Alt sem ég get séð. Framundan: Ég er í námi í Madríd og fer þangað á sunnudaginn og held áfram með tónmenntakennarann. HVER ER Lára Hvaðan ertu? „Ég er frá Ísafirði og Reykjavík. Er með lögheimili í Kópavogi en bý í Hafnarfirði og Madríd núna.“ Hvað starfarðu? „Ég er námsmaður og tónlistarmaður. Hvaða hljóðfæri kanntu að spila á? „Píanó, gítar, get bjargað mér á blokkflautu og svo er ég nokkuð góð á ásláttarhljóðfæri.“ Hvenær byrjaðirru að spila? „Þegar ég var 6 ára en byrjaði að semja 16 ára.“ Þeir sem rokka ekki eru tussur Nafn: Guðfinnur Sölvi Karlsson Hljómsveit: Dr. Spock Hvenær spila: Föstudagur, Nasa, klukkan 01:45 Hve oft á Airwaves: Svona fjórum til fimm sinnum. Hvað ætlarðu að sjá: Bara sjálfan mig í spegli Framundan: Vorum að taka upp fjögur lög sem við verðum með á hátíðinni. Svo er það tónleikaferð til Danmerkur, plata á næsta ári og svo tónleikaferðir heima og erlendis. Menn þurfa að rokka. Allir sem rokka ekki, eru tussur. HVER ER Finni í Dr. Spock Hvaðan ertu? „Úr Garðabænum.“ Hvað starfarðu? „Landasali.“ Hvaða hljóðfæri kanntu að spila á? „Ég er gamall trommari og kann á gítar. Get glamrað Imagine á píanó, sem er killer fyrir stelpurnar. “ Hvenær byrjaðirru að spila? „Að rokka meinarru. Svona í kringum þrettán ára aldur“ Verið í mörgum hljómsveitum? „Ég hef verið í hinu og þessu. Var í hinu merka metalbandi Tussull og svo líka Quicks and Jesus.“ Hvað gerirðu annað en músík? „Bara fjölskydan, fjórhjól og eitthvað“ Dr. Spock í einni setningu: „Hugljúft“ Nafn: Björgvin Ingi Pétursson Hljómsveit: Jakobínarína Hvenær spila: Föstudagur, Listasafn Reykja- víkur, klukkan 23:00 Hve oft á Airwaves: Þetta er annað skiptið núna. Hvað ætlarðu að sjá: Apparat, Islands, Go Team, og Love is all. Svo eitthvað annað sniðugt Framundan: Klára að taka upp plötuna og tjilla bara. Ekki mikið planað. HVER ER Björgvin í Jakobínarína Hvaðan ertu? „Ég er frá Akureyri“ Hvað starfarðu? „Ég er drop out og vinn bara í byggingarvinnu eins og er“ Hvaða hljóðfæri kanntu að spila á? „Spila bara á Bassa.“ Hvenær byrjaðirru að spila? „Þremur mánuðum fyrir Músíktil- raunir árið 2005.“ Verið í mörgum hljómsveitum? „Bara Jakobínarína“ Hvað gerirðu annað en músík? „Mér finnst gaman að spila fótbolta með vinum mínum. Og svo bara djamma niður í bæ blindfullur.“ Jakobínarína í einni setningu: „Dans, rokk og ról“ Verið í mörgum hljómsveitum? „Ég hef aldrei verið í hljóm- sveit. Var einu sinni í fjöl- skyldubandi fyrir afmælið hans pabba.“ Hvað gerirðu annað en músík? „Ég elska að ferðast og geri eins mikið og ég get af því. Fer alltaf út á land þegar ég get og svona.“ Lára í einni setningu: „Dramat- ísk en samt svo hress.“ ÍSLANDS ROKK STJÖRNUR 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.