Fréttablaðið - 20.10.2006, Síða 35

Fréttablaðið - 20.10.2006, Síða 35
SIRKUS 20.10.06 Notaði trompetið í löggu og bófa Spila á meðan ég nenni Veit ekki hvað ég er í mörgum hljómsveitum Kebabfær á flest hljóðfæri Ljósmyndari: BJÖRG VIGFÚSDÓTTIR www.studiobjorg.com Förðun: Anna Kristín Óskarsdóttir - Hár: Rán Reynisdóttir- Föt: Rokk og Rósir 7 Nafn: Guðmundur Steingrímsson Hljómsveit: SKE Hvenær spila: Voru í Listasafni Reykjavíkur á miðvikudaginn klukkan 19:00 Hve oft á Airwaves: Þetta er í fjórða skiptið Hvað ætlarðu að sjá: Til í að sjá allt saman, ætla bara að vafra um og detta inn á tónleika. Framundan: Ætlum í fleiri samningaferðir út á land og semja nýtt efni og halda fleiri tónleika. Síðan gerum við ráð fyrir að taka upp plötu í byrjun næsta árs. HVER ER Gummi Steingríms í SKE Hvaðan ertu? „Ég er úr Garðabænum“ Hvað starfarðu? „Ég er tónlistarmaður, blaðamaður, textagerðarmaður og það nýjasta er frambjóðandi.“ Hvaða hljóðfæri kanntu að spila á? „Hljómborð, harmonikku og síðan tel ég mér trú um að ég sé góður á bassa og kann nokkur grip á gítar. „ Hvenær byrjaðirru að spila? „Mér langaði að læra á trompet þegar ég var fimm ára en var ekki kominn með tennur. Þá var ég settur á trommur sem var hundleiðinlegt á þeim tíma. Svo lærði ég á trompet sem ég notaði aðallega í löggu og bófa. 12 ára lærði ég svo á píanó og tók 6 stig í klassískum píanóleik.“ Hvað gerirðu annað en músík? „Ég skrifa bækur og svo er það bara pólitíkin. Ætli ég verði ekki pólitískur tónlistarmaður eins og Bono, þó hann sé ekki mín fyrirmynd. SKE í einni setningu: „Skrýtin og skemmtilega tilrauna- kennd popp/rokk hljómsveit með léttum broddi.“ Nafn: Axel Hallkell Jóhannesson Hljómsveit: Langi Seli og Skuggarnir Hvenær spila: Voru í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudaginn klukkan 00:15 Hve oft á Airwaves: Aldrei Hvað ætlarðu að sjá: Bara sem mest. Hef ekkert flokkað þetta. Framundan: Við förum í að ganga frá upptök- um á væntanlegum diski sem kemur út í byrjun febrúar. Svo bara spila á meðan við nennum. HVER ER Axel í Langa Sela og Skuggunum Hvaðan ertu? „Reykjavík“ Hvað starfarðu? „Ég er leikmyndahönnuð- ur.“ Hvaða hljóðfæri kanntu að spila á? „Eigum við ekki að segja að ég spili smá á gítar.“ Hvenær byrjaðirru að spila? „16 ára gamall“ Verið í mörgum hljómsveitum? „Ekki mörgum. Bara þremur held ég.“ Hvað gerirðu annað en músík? „Ég er bara svona normal gæji sem hef gaman af því að horfa á fótbolta. Svo fylgist ég mikið með myndlist og hef mikinn áhuga bara á lífinu.“ Langi Seli og Skuggarnir í einni setningu: „Karlmannlegt rokk með heitar tilfinningar.“ HVER ER Árni plús einn Hvaðan ertu? „Er úr Grafarvoginum í Reykjavík.“ Hvað starfarðu? „Ég er aðallega að búa til tónlist fyrir sjónvarp og svona. Og svo kenni ég örlítið upp í Austurbæjarskóla.“ Hvaða hljóðfæri kanntu að spila á? „Engin. Ég spila samt á fullt af hljóðfærum.“ Hvenær byrjaðirru að spila? „Ég byrjaði 12 ára.“ Verið í mörgum hljómsveitum? „Ég er allavega í mörgum hljómsveitum og er ekki einu sinni klár á því hvað þær eru margar. En í gegnum tíðina hef ég ekki verið í mörgum.“ Hvað gerirðu annað en músík? „Nei, ég eyði mestum ef ekki bara nánast öllum mínum tíma í tónlist sem ég hef mjög gaman af.“ FM Belfast í einni setningu: „Bara ég og Lóa kærastan mín með stórskemmti- lega tónleika á Pravda, tékkiði svo á myspace- inu okkar myspace.com/ fmbelfast.“ Nafn: Árni Rúnar Hlöðversson Hljómsveit: FM Belfast Hvenær spila: Laugardagur, Pravda, klukkan 23:20 Hve oft á Airwaves: Þrisvar áður Hvað ætlarðu að sjá: Ég er svo stressaður fyrir laugardeginum að ég hef lítið pælt í því. Maður reynir að sjá Retro Stefson og svo Sprengjuhöllina. Framundan: Hvíld og rólegheit og svo bara taka upp meiri tónlist og klára plötu. Nafn: Jón Atli Helgason Hljómsveit: Hairdoctor Hvenær spila: Laugardagur, Gaukur á Stöng, klukkan 01:00 Hve oft á Airwaves: Fjórða skiptið Hvað ætlarðu að sjá: Spectrum, Johnny Sexual, Datarock, Whitest Boy Alive, Future Future og svo bara eitthvað sniðugt. Framundan: Halda áfram að búa til músík. Ég hugsa ekki það langt að ég verði heimsfrægur eftir Airwaves. Ég ætla bara að láta risastórt plötuútgáfufyrirtæki segja mér hvað ég á að gera. HVER ER Jón Atli Hairdoctor Hvaðan ertu? „Ég er frá Hvols- velli“ Hvað starfarðu? „Klippari, DJ og tónlistarmaður“ Hvaða hljóðfæri kanntu að spila á? „Ég spila á bassa og er kebabfær í flest annað.“ Hvenær byrjaðirru að spila? „Svona ellefu ára.“ Verið í mörgum hljómsveit- um? „Já, örugglega svona sjö hljómsveitum“ Hvað gerirðu annað en músík? „Fer í körfubolta þegar ég get og kyssi kærustuna mína.“ Hairdoctor í einni setningu: „Partý“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.