Fréttablaðið - 20.10.2006, Side 36
8
ÞAÐ HEITASTA Á ICELAND AIRWAVES
Ekki missa af þessu
STEED LORD
HVAR: Pravda
HVENÆR: Föstudagur 23.30
HVAÐ: Steed Lord er eitt mesta hæp
Airwaveshátíðarinnar. Allir bransakallarnir sem
koma frá útlöndum í leit að nýjum stjörnum
verða á Pravda til að berja bandið augum.
Aðalsprauturnar í bandinu er stjörnuparið
Einar Egilsson og Svala Björgvinsdóttir.
SEGJAST HLJÓMA EINS OG: „Super
crunk“ danstónlist með „gangsta“ ívafi.
EN ERU MITT Á MILLI: Gusgus og Snoop
Dogg.
BIGGI
HVAR: Listasafn
HVENÆR: Laugardagur 21.30
HVAÐ: Biggi í Maus er búinn að vera að
föndra við sólóverkefni sitt í London
síðustu ár. Splæst verður í dýrari týpuna á
þessum tónleikum því smalað hefur verið
saman í stærðarinnar hljómsveit til að
spila með stráknum. Ekki missa af fyrstu
alvöru tónleikum Bigga á Íslandi síðan
hann hætti með Silvíu Nótt. Djók. Síðan
Maus var sett á pásu.
SEGIST HLJÓMA EINS OG: Biggi í
Maus.
EN ER MITT Á MILLI: Notwist og Thom
Yorke.
GOTT ÍSLENSKT
BORKO
HVAR: Iðnó
HVENÆR: Laugardagur
22.15
HVAÐ: Borko er krúttlegasti
krúttari krúttkynslóðarinnar. Er
með alla í Múm, Sigurrós,
Skakkamanage og Aminu í
símaskránni sinni. Hefur
samið tónlist fyrir dansverk og
leikhús. Tónlistin hans er
tilraunakennd en alls ekki
fráhrindandi. Borko heitir í
alvörunni Björn Kristjánsson
og er harður Valsari
SEGIST HLJÓMA EINS OG:
Tilraunakennd raftónlist.
EN ER MITT Á MILLI: Múm
og Múm.
GOTT ÚTLENSKT
THE GO! TEAM
HVAR: Listasafnið
HVENÆR: Föstudagur 00.00
HVAÐ: Tónleikar The Go! Team verða án efa
þeir hressustu á Airwaves hátíðinni. Hljóm-
sveitin, sem er frá Brighton í Englandi, spilar
orkuríka danstónlist og blandar saman
áhrifum og sömplum úr öllum áttum. Tónlist-
arpressan hefur lofað sveitina sem eina bestu
nýju tónleikasveit Bretlands.
SEGJAST HLJÓMA EINS OG: Klappstýru-
tónar í bland við hiphop og 70´s fönk.
EN ERU MITT Á MILLI: Fatboy Slim og LCD
Sound System.
BRAZILIAN GIRLS
HVAR: Nasa
HVENÆR: Laugardagur 00.00
HVAÐ: Últra hipp, últra artí og últra kúl. Allir
Listaháskólatransararnir mæta á þessa
tónleika. Meðlimirnir eru fjórir þar af aðeins
ein stelpa, Sabina Sciubba. Og hún er frá
New York en ekki Brasilíu. Áhugasömum er
hins vegar bent á að Sabina klæðist ávallt
afar ögrandi átfittum á tónleikum sveitarinnar.
SEGJAST HLJÓMA EINS OG: Samba,
Reggae, House og Lounge hrærigrautur.
EN ERU MITT Á MILLI: Peaches og Grace
Jones.
JENS LEKMAN
HVAR: Þjóðleikhúskjallarinn
HVENÆR: Laugardagur 00.15
HVAÐ: Lekman var bókaður á Airwaves
hátíðina vegna forfalla. Það er lottóvinningur
því hann er einn efnilegasti tónlistarmaður
sem komið hefur fram í Svíðþjóð síðustu ár.
Þykir hafa afar fallega angurværa rödd og
semur einlæg ástarlög.
Segist hljóma eins og: Harry Nilsson,
Magnetic Fields, Todd Rundgren, Smog og
Belle & Sebastian.
En er mitt á milli: Jonathan Richman og Rufus
Wainwright.
KAISER CHIEFS
HVAR: Listasafnið
HVENÆR: Laugardagur 00.00
Heita eftir besta fótboltaliði Suður-Afríku. Eina sveit hátíðar-
innar sem hefur meikað það. Unnu til þriggja Brit-verðlauna í
fyrra. Fyrir þá sem ekki vita hvaða band þetta er þá er nóg að
raula Every Time I Love You Less And Less. Skemmtilegt lag
með skemmtilegri hljómsveit. Listasafnið verður pakkað og
það verður erfitt að sleppa þessum tónleikum.
SEGJAST HLJÓMA EINS OG: Madness, The Kinks, Roxy
Music og Blur.
EN ERU MITT Á MILLI: The Rapture og Pulp.