Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 36
8 ÞAÐ HEITASTA Á ICELAND AIRWAVES Ekki missa af þessu STEED LORD HVAR: Pravda HVENÆR: Föstudagur 23.30 HVAÐ: Steed Lord er eitt mesta hæp Airwaveshátíðarinnar. Allir bransakallarnir sem koma frá útlöndum í leit að nýjum stjörnum verða á Pravda til að berja bandið augum. Aðalsprauturnar í bandinu er stjörnuparið Einar Egilsson og Svala Björgvinsdóttir. SEGJAST HLJÓMA EINS OG: „Super crunk“ danstónlist með „gangsta“ ívafi. EN ERU MITT Á MILLI: Gusgus og Snoop Dogg. BIGGI HVAR: Listasafn HVENÆR: Laugardagur 21.30 HVAÐ: Biggi í Maus er búinn að vera að föndra við sólóverkefni sitt í London síðustu ár. Splæst verður í dýrari týpuna á þessum tónleikum því smalað hefur verið saman í stærðarinnar hljómsveit til að spila með stráknum. Ekki missa af fyrstu alvöru tónleikum Bigga á Íslandi síðan hann hætti með Silvíu Nótt. Djók. Síðan Maus var sett á pásu. SEGIST HLJÓMA EINS OG: Biggi í Maus. EN ER MITT Á MILLI: Notwist og Thom Yorke. GOTT ÍSLENSKT BORKO HVAR: Iðnó HVENÆR: Laugardagur 22.15 HVAÐ: Borko er krúttlegasti krúttari krúttkynslóðarinnar. Er með alla í Múm, Sigurrós, Skakkamanage og Aminu í símaskránni sinni. Hefur samið tónlist fyrir dansverk og leikhús. Tónlistin hans er tilraunakennd en alls ekki fráhrindandi. Borko heitir í alvörunni Björn Kristjánsson og er harður Valsari SEGIST HLJÓMA EINS OG: Tilraunakennd raftónlist. EN ER MITT Á MILLI: Múm og Múm. GOTT ÚTLENSKT THE GO! TEAM HVAR: Listasafnið HVENÆR: Föstudagur 00.00 HVAÐ: Tónleikar The Go! Team verða án efa þeir hressustu á Airwaves hátíðinni. Hljóm- sveitin, sem er frá Brighton í Englandi, spilar orkuríka danstónlist og blandar saman áhrifum og sömplum úr öllum áttum. Tónlist- arpressan hefur lofað sveitina sem eina bestu nýju tónleikasveit Bretlands. SEGJAST HLJÓMA EINS OG: Klappstýru- tónar í bland við hiphop og 70´s fönk. EN ERU MITT Á MILLI: Fatboy Slim og LCD Sound System. BRAZILIAN GIRLS HVAR: Nasa HVENÆR: Laugardagur 00.00 HVAÐ: Últra hipp, últra artí og últra kúl. Allir Listaháskólatransararnir mæta á þessa tónleika. Meðlimirnir eru fjórir þar af aðeins ein stelpa, Sabina Sciubba. Og hún er frá New York en ekki Brasilíu. Áhugasömum er hins vegar bent á að Sabina klæðist ávallt afar ögrandi átfittum á tónleikum sveitarinnar. SEGJAST HLJÓMA EINS OG: Samba, Reggae, House og Lounge hrærigrautur. EN ERU MITT Á MILLI: Peaches og Grace Jones. JENS LEKMAN HVAR: Þjóðleikhúskjallarinn HVENÆR: Laugardagur 00.15 HVAÐ: Lekman var bókaður á Airwaves hátíðina vegna forfalla. Það er lottóvinningur því hann er einn efnilegasti tónlistarmaður sem komið hefur fram í Svíðþjóð síðustu ár. Þykir hafa afar fallega angurværa rödd og semur einlæg ástarlög. Segist hljóma eins og: Harry Nilsson, Magnetic Fields, Todd Rundgren, Smog og Belle & Sebastian. En er mitt á milli: Jonathan Richman og Rufus Wainwright. KAISER CHIEFS HVAR: Listasafnið HVENÆR: Laugardagur 00.00 Heita eftir besta fótboltaliði Suður-Afríku. Eina sveit hátíðar- innar sem hefur meikað það. Unnu til þriggja Brit-verðlauna í fyrra. Fyrir þá sem ekki vita hvaða band þetta er þá er nóg að raula Every Time I Love You Less And Less. Skemmtilegt lag með skemmtilegri hljómsveit. Listasafnið verður pakkað og það verður erfitt að sleppa þessum tónleikum. SEGJAST HLJÓMA EINS OG: Madness, The Kinks, Roxy Music og Blur. EN ERU MITT Á MILLI: The Rapture og Pulp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.