Fréttablaðið - 20.10.2006, Síða 61

Fréttablaðið - 20.10.2006, Síða 61
FÖSTUDAGUR 20. október 2006 Listdansskóli Íslands og Íslenski dansflokkurinn standa saman að námskeiði í nútímadansi fyrir stráka. Markmið námskeiðsins er að efla áhuga stráka á dansi og gefa þeim möguleika á að spreyta sig. Dansflokkurinn hélt stutt kynningarnámskeið á dansi fyrir stráka í síðustu bekkjum grunn- skóla á síðasta skólaári og var mikill vilji til að skapa framhald á því fyrir áhugasama. Hins vegar skortir tækifæri og fyrirmyndir fyrir unga menn með dansáhuga og er námskeiðið því liður í að hvetja þá til að kynnast nútímadansi. Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í nútímadansi en þátt- takendur munu síðan semja sitt eigið dansverk og flytja á menn- ingarhátíðinni Unglist. Áhugasamir eru hvattir til að mæta á opna æfingu hjá strákun- um á morgun í Borgarleikhúsinu kl. 15 þar sem einnig verður hægt að ræða við kennara og skipu- leggjendur. Strákarnir dansa ÁHUGI STRÁKA Á DANSI FER VAXANDI Dansarinn og danshöfundurinn Peter Jackson leiðbeindi áhugasömum piltum í danslistinni í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Næstsíðasta glæpasagan um Rebus lögreglufulltrúa, The Naming of the Dead, eftir skoska rithöfund- inn Ian Rankin kom út í Bretlandi í gær. Rankin og Rebus hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi og aðdáendur hans hér þurftu því ekki að bíða lengi eftir bók- inni þar sem hún kemur í íslensk- ar bókaverslanir í dag. Rankin sótti Ísland heim í sumar og staðfesti þá í viðtölum að The Naming of the Dead yrði næst- síðasta Rebus-bókin þar sem per- sónan er að nálgast sextugt og rannsóknarlögreglumenn í Skot- landi láta af störfum þegar þeir verða sextíu ára. The Naming of the Dead gerist í Edinborg árið 2005 og atburðarásin fléttast inn í leiðtogafund átta stærstu iðnríkja heims sem var haldinn í borginni. Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna fund- arins og reynir meðal annars að hafa hemil á mótmælendum. Rebus er hins vegar haldið úti í kuldanum þar til meint sjálfsmorð þingmanns gefur vísbendingu um að raðmorð- ingi gangi laus í borginni og þá fær Rebus að njóta sín almennilega. - þþ Endasprett- ur Rankins IAN RANKIN GÍSLI SÚRSSON Í MÖGULEIKHÚSINU Lau. 21 . okt k l . 20 . - Sun. 22 . okt k l . 20 - Fim. 26 . okt k l . 20 UPPSELT Aðeins þessar þr jár sýningar! GÍSLI SÚRSSON Í HVERAGERÐI Fös . 20 . okt . k l . 20 :30 GÍSLI SÚRSSON Á AKRANESI Mið. 25 . okt . k l . 20 Miðapantanir í s íma: 5622669 & komedia@komedia . i s Gísli Súrsson GERÐUBERG www.gerduberg.is Gunnar Gunnarsson Dagskrá í tilefni 100 ára rithöfundarafmælis Leiklestur föstudaginn 20. október kl. 20.30 ATH: í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 Nótt og draumur - Leiklestur og ljóðasöngur úr Fjallkirkjunni í leikgerð Jóns Hjartarsonar. Aðgangur ókeypis! Málþing laugardaginn 21. október kl. 14.00 Jón Yngvi Jóhannsson: „Orkt af áhrifum“ Gunnar Hersveinn: „Vantraust – sælir eru einfaldir” Halldór Guðmundsson: „Um Svartfugl og ástina“ Pétur Gunnarsson rithöfundur stýrir pallborðsumræðum. Aðgangur ókeypis. Ljóðatónleikar laugardaginn 21. október kl. 16.00 Sungin verða lög við kvæði Gunnars á íslensku, dönsku og þýsku m.a. frumflutt lag eftir Atla Heimi Sveinsson. Flytjendur: Hulda Björk Garðarsdóttir og Ágúst Ólafsson Píanóleikur og útsetningar: Daníel Þorsteinsson Miðasala við innganginn - Aðgangseyrir: kr. 1.200. Gerðuberg, Gunnarsstofnun Skriðuklaustri og Rithöfundasamband Íslands. Sýningarnar Reykjavík - Úr launsátri, Flóðhestar og framakonur og Kompósísjónir eru opnar virka daga frá kl. 11 -17 og um helgar frá kl. 13 - 16 Gerðuberg • sími 575 7700 Myndlistarmaðurinn Sigrún Inga Hrólfsdóttir opnar einkasýningu í 101 Gallery við Hverfisgötu 18a kl. 17 í dag. Þetta er stærsta einkasýning Sigrúnar til þessa en hún útskrifaðist frá grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996. Hún stundaði fram- haldsnám við Pratt Institute í New York og var búsett þar á árunum 1996-2001. Sigrún er einn af stofnendum Gjörninga- klúbbsins og hefur starfað með honum undanfarin tíu ár og getið sér gott orð heima og erlendis. Á sýningunni eru stórar myndir, unnar á svart yfirborð, skúlptúr- ar, teikningar og myndbands- verk. Verkin á þessari sýningu eru öll unnin á þessu ári, utan tvær teikningar frá árinu 2003. Verkin fjalla meðal annars um eirðarleysi og innri óþreyju, feg- urð, þakklæti, efnafræði og rætur en þar gefur að líta „tvær íslenskar eyðieyjar, draum- kenndar sýnir, flækjur og hnúta, gull og dýr í dýragarði“. Galleríið er opið fimmtudaga til laugardaga frá 14-17. - khh Flækjur og rætur Kanadíska söngkonan Mary Lou Fallis heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í tilefni af Kanadísk- um menningardögum sem nú standa yfir þar í bæ. Margir minnast eflaust tónleika Fallis í fyrra sem heimsótti Salinn þegar Kópavogur fagnaði fimmtíu ára afmæli og vakti rífandi lukku. Nú snýr Fallis aftur ásamt með- leikara sínum Peter Tiefenbach. Að sögn söngkonunnar hyggj- ast þau að þessu sinni spanna allan skalann frá klassískri tón- list til kanadískrar samtímatón- listar, og gera „háþróað grín að mjög svo alvarlegri músík“. Þegar hún er beðin um að nefna dæmi stendur heldur ekki á svari: „Tónlist eftir Mozart, Purcell, Bach, Strauss, Greer, Schubert og um það bil öll möguleg tón- skáld önnur. Einsöngur, skop- stælingar, gamanleikur, ópera – eitthvað fyrir alla,“ segir Fallis. Mary Lou Fallis er þekktust fyrir óperuskopleiki og einleiki sem hún hefur sjálf samið og flutt og hafa þeir skipað henni á bekk með listamönnum á borð við Victor Borge og Önnu Russell. Á meðal verka hennar er Primad- onna, sem er meðal annars byggt á lífi hennar sjálfrar sem söng- konu, Emma, Queen of Song, sem fjallar um kanadísku dívuna Emmu Albani, The Mrs. Bach Show þar sem gestgjafinn er sjálf Anna Magdalena, eiginkona J.S. Bachs, og Ms. Mozart, saga Nannel, systur Mozarts. Meðleikari Mary Lou, Peter Tiefenbach, er þekktur þátta- stjórnandi hjá kanadísku útvarps- og sjónvarpsstöðinni CBC. Nú fagnar hann velgengni sem píanóleikari, tónskáld, rithöfund- ur og fjölmiðlamaður. Að auki kennir hann raddþjálfun og hljómsveitarstjórn við The Royal Concervatory of Music og er kynnir með Sinfóníuhljómsveit- inni í Toronto. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld. - khh Mary Lou snýr aftur í Salinn SIGRÚN INGA HRÓLFSDÓTTIR Draum- kenndar sýnir í 101 Gallery. SJALDHEYRÐ BLANDA AF HÚMOR OG HÁGÆÐA TÓNLISTARFLUTNINGI Mary Lou Fallis og Peter Tiefenbach flytja skemmtidagskrá í Salnum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Félag náms- og starfsráðgjafa held- ur upp á dag náms- og starfsráðgjaf- ar í fyrsta skipti á Íslandi í dag. Til- gangur hans er að vekja athygli landsmanna á þjónustu þeirra. Fyrir hádegi munu náms- og starfsráð- gjafar sem starfa víða í þjóðfélag- inu kynna starf sitt sem nær bæði til skólakerfisins og atvinnulífsins. Eftir hádegi verður haldið mál- þing í Norræna húsinu í Reykjavík en yfirskrift þess er „Náms- og starfsráðgjöf fyrir alla“. Aðalfyrir- lesari verður dr. Mark Savickas. Dr. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir dósent í náms- og starfsráðgjöf, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Selma Jóhannes- dóttir verkstjóri taka einnig til máls. Samstarfsaðilar eru menntamála- ráðuneytið, Háskóli Íslands, Kenn- arasamband Íslands, Vinnumála- stofnun, Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar og tímaritið Heimili og skóli. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.fns.is Dagur náms- og starfsráðgjafar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.