Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 62
20. october 2006 FRIDAY42
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Steinþór Helgi Arnsteinsson
> Plata vikunnar
Scissor Sisters: Ta-Dah
„Önnur breiðskífa Scissor Sisters
er nokkuð skotheld poppplata.
Við eigum bókað eftir að standa
okkur að því að raula lög af
þessari plötu í tíma og ótíma á
komandi mánuðum.“ - bös
Robbie Williams hefur verið
einn vinsælasti tónlistar-
maður Breta undanfarin ár
og ef mið er tekið af plötu-
sölu síðustu ára sennilega
vinsælasti erlendi poppar-
inn á Íslandi í dag. Hans
sjöunda hljóðversplata,
Rudebox, kemur út á mánu-
daginn. Trausti Júlíusson
hlustaði á gripinn.
Það verður seint sagt um Robbie
Williams að hann sitji auðum
höndum. Hann er búinn að vera á
sínu stærsta tónleikaferðalagi til
þessa síðan í apríl og hans sjö-
unda stúdíóplata, Rudebox,
kemur í verslanir á mánudaginn,
réttu ári eftir þá síðustu, Intensive
Care, sem hefur þegar selst í
tæpum sjö milljónum eintaka.
Robbie er ótrúlega vinsæll í Bret-
landi. Hann hefur ekkert komist
mjög langt á Bandaríkjamarkaði,
en víða annars staðar í heiminum
á hann miklum vinsældum að
fagna. Hér á Íslandi er hann
sennilega vinsælasti erlendi
popparinn í dag. Það segir sitt að
þegar stórtónleikar Rásar 2 á
menningarnótt féllu niður vegna
framkvæmda á hafnarsvæðinu
var brugðið á það ráð að endur-
varpa tónleikum með Robbie.
Magnaður á sviði
Það þarf auðvitað ekkert að
kynna Robbie í löngu máli. Hann
fæddist 13. febrúar 1974 í Stoke.
Hann var meðlimur í strákaband-
inu Take That á árunum 1990-
1995 og eftir rúmt ár af sukki og
rugli m.a. með Gallagher-bræðr-
um þá tók hann sig saman í and-
litinu og hóf sólóferil. Fyrsta
platan hans Life Thru A Lens
kom út 1997 og síðan hefur leiðin
bara legið upp á við. Robbie á að
baki ótal smelli, en vinsældirnar
verða líka skýrðar með því hvað
hann er magnaður á sviði. Það
eru ekki margir sem eiga eins
auðvelt með að ná upp stemningu
og fá tugþúsundir tónleikagesta
til að gleyma sér í söng og tralli
eins og Robbie.
Ný lög og uppáhalds lögin
Það er óhætt að segja það strax að
Rudebox er öðruvísi en þessi
dæmigerða Robbie Williams
plata. Það er engu líkara en að
hann hafi fengið leið á því að raða
niður endalausum poppsmella-
plötum og langað til að gera eitt-
hvað öðruvísi.
Rudebox er unnin með nokkr-
um mismunandi upptökustjórum,
þ.á.m. Pet Shop Boys (sem Robb-
ie hefur alltaf dýrkað), Mark
Ronson (Lily Allen, Nikka Costa),
William Orbit (Blur, Madonna),
house-stjörnunni Joey Negro og
Soul Mekanik, en þeir unnu m.a.
lagið Rock DJ með Robbie. Tón-
listin er sambland af popplögum
og grúvi. Platan hefur bæði að
geyma frumsamin lög og töku-
lög, en Robbie valdi nokkur af
uppáhaldslögunum sínum á plöt-
una, m.a. Human League-lagið
Louise, Lovelight eftir Lewis
Taylor, Stephen Tintin Duffy
lagið Kiss Me og King of the
Bongo eftir franska tónlistar-
manninn Manu Chao.
Elektró og fönk áhrif
Aðdáendur Robbie Williams voru
mishrifnir af fyrstu smáskífunni
af nýju plötunni sem heitir Rude-
box eins og platan sjálf. Lögin á
nýju plötunni eru samt ekki öll
þannig. Þarna eru líka poppsmell-
ir eins og smáskífulag númer
tvö, Lovelight, sem Mark Ronson
stjórnaði upptökum á og platan
er nokkuð fjölbreytt þó að
elektró- og fönkáhrifin séu áber-
andi. Robbie hafði þetta að segja
um plötuna í nýlegu viðtali: „Ég
gat ekki gert aðra plötu eins og
þær sem ég hafði gert áður og
þessi plata hefur opnað þúsund
dyr fyrir mér. Það sem ég er
spenntastur fyrir núna er að gera
meiri tónlist, Mér finnst öll lögin
á nýju plötunni frábær... Ég
hlakka til þess að koma þessari
plötu út, en ég er ennþá spennt-
ari að fara að búa til næstu.”
Rudebox er fáanleg í sér-
stakri viðhafnarútgáfu en með
henni fylgir DVD-diskur með
heimildarmynd, tónleikaefni
o.fl.
Á vit nýrra ævintýra
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Robbie í góðum gír ásamt stelpunum í Rudebox mynd-
bandinu.
Í SPILARANUM
Tap Tap - Lanzafame
Lay Low - Please Don’t Hate Me
Patrick Watson - Close to Paradise
Hafdís Huld - Dirty Paper Cup
Beck - The Information
LAY LOW BECK
Að ríkisstjórn Íslands ætli eingöngu að lækka virðisaukaskatt á
bækur en ekki tónlist hlýtur að sýna og sanna í eitt skipti fyrir öll
fordóma stjórnvalda í garð tónlistar. Virðisaukaskattur lækkar á
bókum þann 1. mars næstkomandi, úr 14 prósentum í 7 prósent.
Virðisaukaskattur á tónlist mun hins vegar standa í stað í sínum 24,5
prósentum! Já, þið sjáið og lesið rétt; virðisaukaskattur á tónlist er
24,5 prósent sem þýðir að sá sem kaupir bók á 3.500 krónur út í búð
borgar eingöngu 229 krónur í virðisaukaskatt á meðan sá sem kaupir
einn disk á 2.000 krónur greiðir 394 krónur í virðisaukaskatt. Flestir
hljóta að sjá misréttið sem tónlistargeiranum er sýndur. Vil ég í
þessu samhengi mæla með tillögum Samfylkingarinnar frá 2003 þar
sem er mælst til að virðisaukaskattur á tónlist lækki niður í 7
prósent. Í tillögum Samfylkingarinnar er reyndar einnig lagt til að
virðisaukaskattur á bókum verði aflagður en hér er þó allavega verið
að lækka virðisaukaskatt í svipuðum hlutföllum hjá báðum listgrein-
um, bókum og tónlist.
Auðvitað er dæmið samt ekki þannig að íslenskt tónlistarlíf muni
umturnast og blómstra sem aldrei fyrr við það eitt að lækka virðis-
aukaskatt á tónlist. Slíkar skattalækkanir myndu
hins vegar gera meira en lítið gott enda er verð á
tónlist hér á landi gjörsamlega óþolandi fyrir hinn
almenna neytenda, svo ekki sé talað um þá tónlistar-
menn sem eru að reyna að selja sína list.
Stjórnvöld og samfélagið almennt þarf að átta
sig á þeim mikla auð sem felst í menningarfleifð
íslenskrar tónlistar. Afhverju er tónlist til dæmis
ekki nógu menningarleg til þess að fá umfjöllun
um jólin í þáttum á borð við Kastljós og Ísland í
dag líkt og bækur. Er það af því að fróðir menn
um bækur eru menningarlegir bókmennta-
fræðingar á meðan þeir sem þekkja tónlist
vel eru nördalegir tónlistarlúðar? Tónlistar-
bransinn á Íslandi (og í raun hvar sem er) á
einfaldlega betra skilið.
Niður með vaskinn
Hljómborðsleikarinn Þorbjörn Sigurðsson hefur
í nógu að snúast á yfirstandandi Airwaves-hátíð.
Hann kemur alls fram með sex hljómsveitum
sem telja má líklegt að sé met á hátíðinni.
„Ég byrjaði á því að spila með The
Telepathetics á miðvikudagskvöldið en svo var
bara frí í gær. Í kvöld byrja ég með Jeff Who? á
Gauknum og hleyp svo upp í Þjóðleikhúskjallara
til að spila með Kalla sem var í Tenderfoot. Svo
endar þetta á Dr. Spock á Nasa. Annað kvöld
spila ég með Pétri Ben og á sunnudaginn með
Stranger,“ segir Þorbjörn, eða Tobbi eins og
hann er oftast kallaður.
Algengt er að íslenskir tónlistarmenn spili
með fleiri en einni hljómsveit á Airwaves en
ekki er vitað til þess að nokkur hafi spilað með
eins mörgum og Tobbi nú. Guðni Finnsson
bassaleikari mun hafa leik-
ið með fjórum eða fimm
hljómsveitum þegar mest
var samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins.
Einhverjar hliðranir
voru gerðar á dagskrá
Airwaves svo Tobbi næði
að spila með öllum
hljómsveitunum, en
það var ekki að hans
frumkvæði. „Ég var
búinn að sjá fyrir mér
að vera með skeiðklukk-
una og reyna að ná þessu
þannig.“ -hdm
Spilar með sex hljóm-
sveitum á Airwaves
FYRST OG SÍÐAST HÓLMFRÍÐUR ANNA BALDURSDÓTTIR
COWBOY JUNKIES
- THE TRINITY SESSION
Ég kaupi auðvitað sjaldan plötur því
ég nýt þess að
vera í sambúð
með manni
sem vinnur í
útvarpinu en ég
lét loksins verða
af því um daginn
að kaupa gamla
og góða plötu, The Trinity Session
með Cowboy Junkies. Mig hafði
langað í hana í fimm ár svo það var
kominn tími til. En síðasta sunnudag
keypti ég nýjustu Killers-plötuna í
afmælisgjöf handa 19 ára bróður
mínum. Svo er ég rétt í þessu að
byrja að hlusta á Born in the UK
með Badly Drawn Boy, sem er
snilldartónlistarmaður og er umslag
nýju plötunnar ekki síðra.
Annað gott: Mér finnst vera koma
þrusugóðar tónlistarkonur á markað
sem vert er að fylgjast með og nefni
ég helst Lay Low og Hafdísi Huld.
THE STONE ROSES
- THE STONE ROSES
Fyrsta platan sem ég keypti,
fyrir utan sænsku barnaspól-
urnar um Pelle Svanslös
og Teskedsgummuna, var
fyrsta
Stone
Roses
platan,
en við
mennta-
skóla-
vinirnir dýrkuðum þá hljómsveit.
I wanna be Adored var algjörlega
spilað í tætlur og það
lag minnir mig alltaf
á tilfinningaþrungin
unglingsár.
HÓLMFRÍÐUR
ANNA BALD-
URSDÓTTIR
Kynningar-
stjóri Unicef
á Íslandi
nýtur þess
að eiga
unnusta
sem vinnur
í útvarpi.