Fréttablaðið - 20.10.2006, Side 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
����������
���������������
���������������
Ég átti erindi til Helsinki um síð-ustu helgi. Fyrir mér var Finn-
land land múmínálfa, Marimekko
og Finlandia þannig að ég vissi ekki
alveg við hverju var að búast. Í
Helsinki er einhver sjarmerandi
rússneskur fílingur í gangi. Íbúarn-
ir eru þöglir − og virka nánast
þungir − og áfengisneyslan rímar á
köflum við það sem við hér heima
köllum næturlíf. Á karókíbörum
sameinast allar kynslóðir og bíða í
röðum eftir því að fá að syngja
þekkta erlenda slagara, sem undan-
tekningarlaust eru með finnskum
textum. Karókí virðist dauðans
alvara í Finnlandi og menn nálgast
karókí af auðmýkt svo að minnir á
hugmyndafræði Japana, en jap-
anskir viðskiptajöfrar álíta það
beinlínis ruddalegt að slengja
samningi á borðið hafi menn ekki
fyrst sungið saman á karókíbar.
SÖNGURINN í Helsinki birtist
aðkomumanninum sem tjáningar-
leið fyrir þjóð sem talar lítið. Á
börum sitja karlmenn saman að
sumbli en kvöldið líður án þess að
nokkur segi orð. Þá fara menn
heim og kyssa konurnar sínar.
FYRIR femínista er það sömuleiðis
ákveðin upplifun að fara í kvenna-
sundlaugar í Helsinki þar sem konur
synda naktar. Eftir ferð í berrössuðu
lauginni er ég á því að það sé hollt
fyrir konur að synda berar og skynja
að megrunarraus tískublaða hefur í
raun lítil áhrif á vöxt venjulegra
kvenna. Allar erum við eins af guði
gerðar. Rúsínan í pylsuendanum er
svo auðvitað sú staðreynd að bjór er
afgreiddur í lauginni.
FINNUM virðist þykja sopinn
nokkuð góður en engu að síður er
ákveðin reisn yfir fólki í glasi − þó
að undantekningar séu vissulega á
því − og meira að segja rónarnir
eru hoknir af menntun og tala ekki
minna en sex tungumál. Daginn
eftir drykkju fara vinir svo naktir
saman í gufubað, gera upp sakir og
svitna timburmennina úr sér.
Þannig var víst stjórnmálasam-
band Finnlands og Sovétríkjanna í
30 ár − á tíunda bjór í saununni var
ákveðið að ráðast ekki inn í Finn-
land. Kannski að heimurinn væri
friðsamlegri ef Bush og Blair færu
berrassaðir í gufu með fjandmönn-
um sínum?
JAFNVEL þó að tengsl okkar
Íslendinga við Finna séu minni en
við aðrar frændþjóðir er það
bjargföst trú mín að í Helsinki sé
fundinn fjarskyldi frændinn sem
manni líkar alltaf best við í fjöl-
skylduboðunum. Og það er full
ástæða til að mæla með þessari
sjarmerandi borg.
Fjarskyldi frænd-
inn í Helsinki
www.benni.is Opið virka daga frá kl. 9.00 - 18.00. Lau. 12.00 - 16.00
FerðabíllFjölskyldubíllSkólabíllFlutningabíllVetrarbíll
Lacetti
Meiri bíll – uppfullur af snjöllum lausnum
Þetta er bíllinn sem þú ert að leita að. Það eru 25 snjallar lausnir á geymslurými sem henta allri fjölskyldunni,
bílstjórinn er með stjórnbúnað í stýrinu og geislaspilarinn tekur 5 geisladiska, svo fátt eitt sé talið. Það hefur
verið hugsað fyrir öllu svo að þér og allri fjölskyldunni líði einstaklega vel í Chevrolet Lacetti. Komdu til okkar
á Tangarhöfðann og skoðaðu Evrópulínuna frá Chevrolet, þín bíður reynsluakstur og kaffi á könnunni.
Tangarhöfða 8-12 Sími 590 2000
Umboðsmenn: Bílahornið hjá Sissa, Keflavík. Bílasalan Ós, Akureyri.Bílabúð Benna hvetur ökumenn til að sýna aðgát í akstri og aka með beltin spennt.
Kalos Aveo ToscaLacetti Sport Lacetti
A
U
K
A
BÚ
N
A
Ð
U
R
Á
M
Y
N
D
: Á
LF
EL
G
U
R
Fjölskyldubíll
í sparifötunum
Evrópulínan frá Chevrolet
Chevrolet Lacetti Station
Kr. 1.892.000
BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR
Í DAG ER
FÖSTUDAGUR!