Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 4
4 27. október 2006 FÖSTUDAGUR GENGIÐ 26.10.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,7211 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 67,85 68,17 127,77 128,39 85,81 86,29 11,507 11,575 10,341 10,401 9,294 9,348 0,5706 0,574 100,06 100,66 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR HVALVEIÐAR Sverrir Haukur Gunn- laugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, gekk á fund Bens Bradshaw, breska sjávarútvegs- ráðherrans, í gær. Bradshaw boð- aði Sverri til fundar við sig í síð- ustu viku til að ræða þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. Sverrir segir niðurstöðu fundarins ekki hafa verið áþreif- anlega, heldur hafi þeir ákveðið að vera sammála um að vera ósammála eins og Sverrir orðaði það. Sverrir segir að fundurinn hafi verið stuttur og farið ákaflega kurteislega fram. „Bradshaw byrjaði fundinn á því að lýsa yfir vonbrigðum bresku ríkisstjórn- arinnar með ákvörðun ríkis- stjórnar Íslands. Síðan fórum við í gegnum lagaleg, efnahagsleg og sjálfbær rök málsins. Við rædd- um einnig um útrýmingarhættu á hvölum. Ég reyndi að koma honum í skilning um það að lítil eyþjóð eins og Ísland sem á fáar náttúrulegar auðlindir þyrfti á öllu sínu að halda“, segir Sverrir. Sverrir segir Bradshaw ekki hafa tjáð sig sérstaklega um þessa röksemdafærslu. Hann hafi ekki haft í frammi hótanir af neinu tagi sem varði tvíhlíða samskipti landana, eins og Einar K. Guðfinnsson taldi að hann hefði gert í vikunni, illa dul- búnar. - shá Sendiherra Íslands í Bretlandi fundaði með sjávarútvegsráðherra Breta: Rökin með hvalveiðum skýrð HVALSKURÐUR Atvinnuhvalveiðar voru ræddar á fundi sendiherra Íslands og sjávarútvegsráðherra Breta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Albertína Elíasdóttir umsjónarmaður, þátttakandi í prófkjöri Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi, var rangfeðruð í blaðinu í gær. Velvirðing- ar er beðist. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að talið væri að „allt að 30.000 erlendir ríkisborgarar“ dveldust hérlendis. Hið rétta er að átt var við allt að 30.000 manns af erlendum uppruna. LEIÐRÉTTING DANMÖRK María krónprinsessa Dana og Friðrik krónprins eiga von á sínu öðru barni í maí næstkom- andi. Þetta kom fram í tilkynningu frá dönsku hirðinni í gær. Fyrir eiga hjónin Kristján Valdimar prins sem varð eins árs fyrr í mánuðinum. Samkvæmt fréttavef Politiken í gær staðfestir til- kynningin þrálátan orðróm í Danmörku um að prinsessan væri þunguð á nýjan leik. Barnið sem María ber undir belti verður það þriðja í röðinni til að erfa dönsku krúnuna á eftir föður sínum og bróður. - ks Danska konungsfjölskyldan: María prinsessa barnshafandi MARÍA KRÓN- PRINSESSA TRYGGINGAR „Það að taka ofan af rúmi fyrir þægilega kvöldstund eða til að kíkja á sjónvarpið, er dagleg athöfn og slík athöfn telst ekki til heimilisstarfa og fellur því ekki undir heimilisstörf í skilningi almannatryggingalaga,“ segir í greinargerð Tryggingastofnunar sem neitaði konu einni um slysabætur eftir að hún meiddist á öxl á heimili sínu. Konan sem kærði synjun Tryggingastofnunar er með hjartasjúkdóm er nefnist gáttaflökt sem mun geta valdið yfirliði. Taldi úrskurðarnefnd almannatrygginga að sjúkdómur- inn, en ekki slys, hefði valdið því að konan féll við rúm sitt og missti meðvitund. - gar Hrasaði við rúmið: Neitað um slysabætur LÖGREGLUMÁL Ökumaður og tveir farþegar sendibíls voru fluttir á heilsugæslustöðina í Borgarnesi í gær eftir bílveltu. Óhappið varð á Borgarfjarðarbraut við Klepp- járnsreyki árla morguns. Hálka var á veginum en ekki er talið að bíllinn hafi verið á mikilli ferð. Sendibíllinn er mikið skemmd- ur eftir veltuna. Ekki var talið að meiðsl mannanna væru alvar- legs eðlis. - ifv Þrír hlutu minniháttar meiðsl: Sendibíll valt í mikilli hálku SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra telur möguleika á að úthluta byggða- kvóta með öðrum hætti en hingað til hefur verið gert. Hann telur aflaheimildirnar ekki hafa skilað því hlutverki sem upphaflega hafi verið ætlast til. Hann gerði hval- veiðar, krókaaflamarkskerfi við fiskveiðistjórnun og línuívilnum einnig að umtalsefni við upphaf 22. aðalfundar Landssambands smábátaeigenda í gær. „Það er ljóst mál að sumar byggðir hafa notið verulegra heimilda út úr þessu kerfi. En það er líka jafn ljóst að þessar afla- heimildir hafa alls ekki nýst alls staðar til þeirrar atvinnuuppbygg- ingar sem til var ætlast og vonir voru bundnar við,“ segir Einar. Að hans mati hefur fyrirkomulag byggðakvótaúthlutunar ekki gert nægilegar kröfur til þeirra sem heimildirnar hafa fengið. „Þess vegna er það til athugunar í sjávar- útvegsráðuneytinu hvernig sé hægt að úthluta þessum afla- heimildum með markvissari hætti, þannig að þær nái tilætluðum árangri og skili því hlutverki sem til er ætlast.“ Einar telur koma til álita að gera ríkari kröfu um að afla sé landað til vinnslu í heimabyggð. Það sé fiskvinnslan í landi, sam- fara útgerð, sem skipti mestu um viðreisn byggðanna og kvótinn hafi aldrei verið hugsaður sem sárabót til útgerða. Einar telur einnig koma til greina að úthluta byggðakvóta til lengri tíma í senn því það uppræti óvissu um starfs- aðstæður greinarinnar. Hann telur að óvissan kringum úthlutun afla- heimilda í byggðakvótum hafi dregið úr áhuga þeirra sem ella hefðu kosið að taka þátt í atvinnu- uppbyggingu þeirra byggða sem misst hafa frá sér aflaheimildir. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, telur að breytingar á úthlutunar- reglum byggðakvótans verði til góða. „Það er staðreynd að í sumum tilfellum hafa menn selt eða leigt kvótann frá sér og það er ekki tilgangur byggðakvótans. Það er staðreynd að aðferðafræðin sem notuð er nú hefur valdið miklum sárindum.“ Arthur segir að gott dæmi sé að finna í Bolungar- vík þar sem kvóta er úthlutað við löndun. „Þar virkar þetta eins og í línuívilnun, þú þarft að veiða kvótann til að fá hann. Mér finnst það góð aðferðafræði.“ svavar@frettabladid.is Byggðakvóti skilar ekki hlutverki sínu Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir koma til greina að úthluta byggðakvóta með öðrum hætti en gert hefur verið til þessa. Hann segir afla- heimildirnar ekki skila að fullu því hlutverki sem þeim hafi verið ætlað. Í HÖFN 22. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda hófst í gær. Sjávarútvegs- ráðherra kom í ræðu sinni víða við, en hann telur koma til greina að breyta byggðakvótakerfinu svo það skili því hlutverki sem því var upphaflega ætlað. Á FUNDI Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Arthur Bogason, formaður LS, komu víða við í ræðum sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Rúmlega fertugur maður var í gær dæmdur í Hæstarétti í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að aka drukkinn. Maðurinn hefur margoft ekið ölvaður og hefur ítrekað verið sviptur ökuréttindum til æviloka. Hann var því réttindalaus þegar hann var tekinn þéttdrukkinn við akstur í fimm skipti í desember og janúar í fyrravetur. Maðurinn á að baki langan og ítarlegan afbrotaferil og hefur hlotið 25 refsidóma, meðal annars fyrir brot gegn valdstjórninni, þjófnaði, líkamsárásir, fíkniefna- brot og fjársvik. Hann hefur 22 sinnum verið tekinn fyrir ölvun við akstur. - gar Lætur sér ekki segjast: Fangelsi fyrir ölvunarakstur NOREGUR, DANMÖRK Forsvarsmenn Gardermoen-flughafnarinnar í Ósló og Kastrup-flugvallarins í Kaupmannahöfn hafa fjárfest sam- tals í einni milljón plastpoka vegna nýrra reglna Evrópusambandsins um handfarangur sem taka gildi í byrjun nóvember, að því er kemur fram á fréttavef Aftenposten. Samkvæmt reglunum má taka samtals einn desilítra af vökva með í handfarangur þegar ferðast er með flugi, en pakka verður honum í lokanlegan plastpoka. Flugvellirnir leggja út fyrir plastpokunum sjálfir að sögn Jo Kobro, upplýsingafulltrúa Gardermoen-flugvallarins. - smk Nýjar handfarangursreglur: Milljón plast- pokar til taks Þriðji hver býr einn Meira en þriðji hver Finni býr einn, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Einbýlingarnir búa oftast í herbergi, eins herbergis eða tveggja herbergja íbúð. FINNLAND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.