Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 10
10 27. október 2006 FÖSTUDAGUR Herferð gegn ofbeldi Ítalska ríkisstjórnin íhugar þessa dagana að setja strangari lög um fólk sem situr um annað fólk og veitir því eftirför. Er þetta liður í baráttu gegn ofbeldi gegn konum, en oftast eru það karlmenn sem veita konum eftirför. Sjúkrahúsdauði rannsakaður Ítalska heilbrigðisráðuneytið lætur nú rannsaka ásakanir læknasamtaka Ítalíu um að allt að 90 manns látist á degi hverjum á sjúkrahúsum landsins vegna mistaka heilbrigðisstarfsfólks. ÍTALÍA NOREGUR Óprúttnir náungar ætluðu sér að ræna Hákoni krónprinsi Noregs skömmu áður en hann hóf sambúð með eigin- konu sinni, Mette-Marit. Þetta kemur fram í nýrri bók um Noregskonung, Harald V, eftir Per Egil Hegge, sem fjallað var um á fréttavef norska blaðsins Aften- posten í gær. Bígerð glæpamannanna mun hafa verið ein af ástæðunum fyrir því að ungu hjónaleysin hófu sambúð sína, því það einfaldaði öryggisgæsluna. „Ég veit ekki meira en það sem konungurinn sagði,“ segir Hegge. „Ákveðnir menn ætluðu að ræna krónprinsinum og nota hann til að ná félaga sínum úr fangelsi.“- smk Norska konungsfjölskyldan: Hugðust ræna krónprinsinum HÁKON KRÓN- PRINS VM fær inngöngu í ASÍ Nýtt félag, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, hefur verið samþykkt sem aðildarfélag Alþýðu- sambandsins. Félagið var stofnað í október með sameiningu Vélstjóra- félags Íslands og Félags járniðnaðar- manna. VINNUMARKAÐUR DANMÖRK, AP Dómstóll í Árósum vísaði í gær frá kæru sjö danskra múslimasamtaka gegn dagblaðinu Jótlandspóstinum, sem þau höfðu stefnt fyrir meintar vísvitandi ærumeiðingar í garð múslima með því að fá skopteiknara til að teikna myndir af Múhameð spámanni og birta í blaðinu. „Það er ekki hægt að útiloka að birting teikning- anna hafi verkað móðgandi á suma múslima,“ segir í dómsorðinu. En þar segir einnig að engin ástæða sé til að ætla, að „tilgangur teikninganna hafi verið að koma á framfæri skoðunum sem gera lítið úr trú múslima“. Carsten Juste, aðalritstjóri Jótlandspóstsins, fagnaði frávísunarúrskurðinum sem sigri fyrir tjáningarfrelsið. Talsmenn múslimasamtakanna sem lögðu fram kæruna sögðust myndu áfrýja og áhrifamenn í sumum múslimalöndum úthrópuðu úrskurðinn sem dæmi um „hatur á íslam“. Jótlandspósturinn birti teikningarnar 30. september 2005, með fylgitexta þar sem útskýrt var að blaðið vildi storka því sem það skynjaði sem sjálfsritskoðun teiknara sem virtust óttast að gera eitthvað sem róttækir múslimar gætu tekið sem móðgun. Teikningarnar voru endurbirtar í nokkrum evrópskum blöðum í janúar og febrúar, en þá geisaði mikið and-danskt fár meðal múslima um allan heim. - aa Málsókn múslimasamtaka gegn Jótlandspóstinum vegna Múhameðsteikninga: Ærumeiðingarkæru vísað frá KÆRENDUR ÁFRÝJA Kasem Ahmad, talsmaður kærenda, talar fyrir utan dómhúsið í Árósum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Dögg Pálsdóttir 4.í sætiðwww.dogg.isPrófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006 Ég vil afnema skerðingu elli- og örorkulífeyris vegna tekna maka. Kynntu þér áherslumál Daggar á www.dogg.is KOSNINGASKRIFSTOFA Laugavegi 170, 2. hæð opnunartími virka daga kl. 16-22 og um helgar frá kl. 12-18 dogg@dogg.is sími 517-8388 LÁTUM VERKIN TALA BRASILÍA, AP Maður sem talinn er vera einn afkastamesti raðmorð- ingi Brasilíu hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð á fimmtán ára pilti árið 2003. Francisco das Chagas Rodrigues de Brito, sem er 41 árs reiðhjóla- viðgerðarmaður, sagði að kynferðis- ofbeldi sem hann sætti sem barn hefði orðið til þess að hann myrti piltinn. Chagas er sakaður um að hafa myrt 42 drengi á árunum 1991 til 2003 og hafa skorið kynfærin af sumum þeirra. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hin dómsmálin verða tekin fyrir. Brasilískur morðingi: Dæmdur í 20 ára fangelsi FRANCISCO DAS CHAGAS RODRIGUES DE BRITO DÓMSMÁL Mál ákæruvaldsins á hendur sjö ungmennum á aldrinum 17-21 árs var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fólkið hafði verið handtekið, ýmist saman eða sitt í hvoru lagi, vegna fjölmargra afbrota á árinu 2006. Meðal þess sem þau eru ákærð fyrir er nokkur fjöldi fíkniefna- og umferðarlagabrota auk þjófnaða úr verslunum. Þá eru þau ákærð fyrir aðild að eða beina þátttöku í þremur innbrot- um á höfuðborgarsvæðinu þaðan sem stolið var skiptimynt og sælgæti. Farið er fram á refsingu yfir þeim öllum. - þsj Ákærð fyrir fjölmörg afbrot: Unglingagengi fyrir dómi DÓMSMÁL Faðir sextán ára stúlku var í gær dæmdur í Hæstarétti í fimm ára fangelsi fyrir að misnota dóttur sína kynferðislega frá því hún var barn og fram á unglingsár. Þegar stúlkan var aðeins fárra mánaða gömul setti móðir hennar hana til fósturforeldra. „Strax um þriggja ára aldur var henni vísað á barna- og unglingageðdeildina til athugunar,“ segir í dóminum, þar sem kemur fram að stúlkan hafi búið við erfiðar aðstæður og loks verið hafnað af fósturforeldrum sínum þegar hún var fimm ára. Stúlkan fór þá á heimili móður sinnar. „Móðir hennar beitti hana líkamlegu ofbeldi ásamt því að kalla hana ýmsum niðrandi og niður- brjótandi nöfnum. Hefur móðir ekki neitað þessu en virðist ekki kunna önnur ráð til að sinna stúlk- unni,“ segir meðal annars í greinar- gerð barna- og unglingageðdeildar um samskipti mæðgnanna. Í gegnum árin heimsótti stúlkan blóðföður sinn og gisti þar stund- um. Hófst þar langvarandi kyn- ferðisleg misnotkun sem meðal annars fól í sér samræði mannsins við stúlkuna. Hún leysti síðan frá skjóðunni í júlí 2004, þá fjórtán ára gömul. „Í stað þess að vernda barn sitt og hjálpa því við þessar hörmulegu aðstæður, beitti hann barnið grófu kynferðislegu ofbeldi og brást algerlega trausti þess og foreldra- skyldum sínum gagnvart því,“ segir um föðurinn í dóminum. Hann var dæmdur til að greiða dóttur sinni tvær milljónir króna í miska- bætur. - gar Fimm ára stúlka sem var hafnað af fósturforeldrum var misnotuð af pabba sínum: Nauðgaði hjálparþurfi dóttur HÆSTIRÉTTUR Í stað þess að vernda hjálparþurfi dóttur sína braut faðir hennar gegn henni á grófasta hátt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.