Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 22

Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 22
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.473 -0,41% Fjöldi viðskipta: 386 Velta:49.101 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 66,20 -1,19% ... Alfesca 4,99 -0,60% ... Atlantic Petroleum 602,00 +0,00% ... Atorka 6,44 +0,00% ... Avion 34,30 +0,00% ... Bakkavör 60,70 +1,00% ... Dagsbrún 5,00 -0,60% ... FL Group 23,40 -2,50% ... Glitnir 23,40 -0,85% ... Kaupþing 868,00 +0,35% ... Landsbankinn 26,50 -1,49% ... Marel 79,50 -0,63% ... Mosaic Fashions 17,00 +0,00% ... Straumur-Burðarás 17,00 -0,59% ... Össur 125,00 -1,96% MESTA HÆKKUN Bakkavör 1,00% Flaga 0,65% Exista 0,45% MESTA LÆKKUN FL Group 2,50% Tryggingam. 2,38% Össur 1,96% Landsbankinn skilaði 26,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaður á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna. Þetta er nokkuð undir spám greiningardeilda, sem gerðu ráð fyrir um 6,2 til 7,8 milljarða króna hagnaði á fjórðungnum. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, er ánægður með afkomuna enda hafi bankinn skilað 7,2 milljarða króna hagnaði á fjórð- ungnum fyrir skatta. Það er tæpum milljarði meira en á sama tíma fyrir ári og rétt undir heildarafkomu síð- asta árs. Stefni því í að Landsbankinn slái nýtt hagnaðarmet á árinu. „Við erum mjög ánægðir með uppgjörið. Það sem mestu skiptir er að hinn almenni rekstur gengur vel en það endurspeglast í hækkun á vaxta- og þóknunartekjum,“ segir Sigurjón og bendir á að þær hafi numið 52 millj- örðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Til samanburðar voru tekjurnar tæpir 28 milljarðar króna í fyrra sem þýðir að tekjur Landsbankans hafa aukist um 89 prósent á milli ára. Að frádregnum kostnaði er undirliggjandi hagnaðaraukning um 10 milljarðar króna að sögn Sigurjóns, sem segir þetta gríðarlega góðan árangur. Sigurjón segir vaxtamun gera það að verkum að hagnaður bankans reyndist undir afkomuspágreiningar- deilda. „Verðtryggingarójafnvægi, sem skilaði bankanum 4 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi er neikvæður um einn milljarð á þessum þriðja ársfjórðungi,“ segir Sigurjón og bendir á að næstu þrjá ársfjórð- unga muni vaxtamunur vera undir meðtaltali vegna taps á verðtryggðum eignum umfram verðtryggðar skuldir. „Þetta þýðir að sá hagnaður sem við náðum á 2. ársfjórðungi gengur til baka á næstu þremur ársfjórðungum,“ segir Sigurjón. jab Landsbankinn undir afkomuspá Auðkýfingar ásælast Bond-bílinn Franski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belg- íski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford. Bílarnir eru breskir og hefur kvennagullið og njósnari hennar hátignar, James Bond, ekið um í bifreiðum frá Aston Martin í nokkrum kvikmynd- um um ævintýri hans, síðast í Die Another Day, sem tekin var upp að hluta hér á landi. Arnault og Frere eru með ríkustu mönnum Evrópu. Arnault er sjöundi ríkasti maður í heimi sam- kvæmt bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes en Frere er ríkasti maður í Belgíu. Í fjárfest- ingasjóðnum verður einn milljarður evra, ríflega 86 milljarðar íslenskra króna. Sony hugsar um neytendurna Sony beitir nú öllum ráðum til að koma í veg fyrir að leikjatölvan PlayStation 3 berist strax til Evrópu. Tölvan fer hins vegar á markað í Japan og Bandaríkjunum í næsta mánuði, en á ekki að koma til Evrópu fyrr en í mars. Harðir leikja- tölvuunnendur sem hér hafa beðið óþreyjufullir eru því skiljanlega sárir yfir því að verða með þeim síðustu til að fá leikjatölvuna. Talsmaður Sony segir fyrirtækið hins vegar bera hag neyt- enda fyrir brjósti, ekki sé enn hægt að spila leiki fyrir eldri útgáfur í þeirri nýju, auk þess sem ekki sé hægt að spila Blu-ray diska, sem gefnir hafa verið út í Evrópu í leikjatölvum frá Bandaríkjunum og Japan. Þeir sem keypt hafi tölvu þaðan og reyndu að nota í Evrópu sætu því uppi með leikjatölvu sem þeir gætu ekki notað. Í mars á hins vegar að vera búið að búa þannig um hnútana að tölvan ráði við evrópsku Blu-ray diskana. Peningaskápurinn ... Hagnaður Straums-Burðaráss á þriðja ársfjórðungi nam 1,55 millj- örðum króna. Það er langt undir spám greiningardeilda bankanna sem höfðu gert ráð fyrir hagnaði á bilinu 5 til 5,4 milljarða. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi í fyrra nam 6,47 milljörðum króna og nam lækkunin milli ára því 76 prósentum. Munurinn á spám greiningar- deildanna og raunveruleikanum skýrist helst af mun meira gjald- eyristapi en gert var ráð fyrir og lakri afkomu af hlutabréfasafni. „Þróun á mörkuðum hefur verið mjög góð á þessum ársfjórðungi. Fyrstu tvo fjórðunga ársins var Straumur-Burðarás að ná betri árangri en markaðirnir hafa verið að sýna. Núna fór það hins vegar í aðra átt, sem veldur vonbrigðum,“ segir Hermann Már Þórisson, sér- fræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. „Þeim hefur hins vegar gengið mjög vel að byggja upp vaxta- og þóknunartekjur á árinu.“ Heildareignir félagsins drógust lítitllega saman á fjórðungnum vegna áhrifa frá krónunni. Útlán jukust á tímabilinu um fimm pró- sent á föstu gengi en drógust saman um þrjú prósent vegna þessa. Námu eignirnar 332,42 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs en voru 259,34 í lok árs 2005. Litið til fyrstu níu mánaða ársins jókst hagnaðurinn um 48 prósent milli ára. Nam hagnaður eftir skatt 20,93 milljörðum króna í ár en 14,10 milljörðum fyrstu níu mánuðina í fyrra. Hreinar þóknunartekjur rúmlega fimmfaldast milli ára og námu 5,16 milljörðum samanborið við 957 milljónir á sama tímabili árið 2005. Hreinar vaxtatekjur margfaldast einnig og námu 3,13 milljörðum miðað við að hafa verið neikvæðar á fyrstu níu mánuðum ársins 2005. - hhs Hagnaður Straums-Burðaráss langt undir væntingum UPPGJÖR STRAUMS-BURÐARÁSS Á ÞRIÐJA ÁRSFJÓRÐUNGI Hagnaður Straums-Burðaráss 1.549 Spá Glitnis 5.347 Spá Kaupþings 5.000 Spá Landsbankans 5.073 Spá um meðaltalshagnað 5.140 (upphæðir í milljónum króna) SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Allt stefnir í að Landsbankinn skili methagnaði á árinu. Sigurjón Árnason bankastjóri fagnar góðu níu mánaða uppgjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mikil viðskipti áttu sér stað í Kauphöll Íslands í gær og bar það hæst til tíðinda að Samson Global Holding, félag Björgólfsfeðga, eignaðist sautján prósenta hlut Grettis í Straumi-Burðarási. Sam- son er þar með orðinn stærsti ein- staki hluthafinn í Straumi með 30,2 prósenta hlut og hafa feðg- arnir hert tök sín á félaginu. Kaup- verðið nam þrjátíu milljörðum króna. Þá var í öðru lagi tilkynnt um að Grettir hefði sameinast Blá- tjörn og nema heildareignir sam- einaðs félags fjörutíu milljörðum króna og eigið fé um 24 milljörð- um. Rekstur Grettis verður skýr- ari með þessari breytingu; félagið ætlar sér að vera áhrifafjárfestir í alþjóðlegu útrásarfélögunum Avion Group og Icelandic en held- ur auk þess utan um 28 prósenta hlut í TM. Breytingar urðu á eignarhaldi í Gretti. Hansa, félag Björgólfs Guðmundssonar, keypti þriðjungs- hlut í Gretti af Landsbankanum sem seldi öll sín bréf fyrir 6,3 milljarða króna. Eftir viðskiptin fara Björgólfsfeðgar með helm- ingshlut í Gretti á móti Sundi og smærri hluthöfum. Í þriðja lagi losaði Landsbank- inn um alls 14,6 milljarða króna með því að selja áðurnefndan hlut sinn í Gretti og tæplega sjö pró- senta hlut í Straumi til Grettis sem framseldi hlutinn til Samsonar eins og áður sagði. Landsbankinn keypti tæplega tíu prósenta hlut í TM fyrir 3,8 milljarða króna af Gretti. Í tilkynningu frá Landsbankan- um segir að með sölunni á hlutn- um í Straumi lýkur afskiptum bankans af einu mesta umbreyt- ingarverkefni í íslensku fjármála- lífi sem hófst með kaupum á hlut- um í Eimskipafélaginu í september fyrir þremur árum. eggert@frettabladid.is Björgólfsfeðgar styrkja sig í Straumi-Burðarási Eignarhald gert skýrara eftir 40 milljarða viðskipti í Straumi, TM og Gretti. Grettir sameinast Blátjörn og LÍ losar um eignatengsl við Straum og Gretti. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Tilkynnt var í gær að Gunnlaugur M. Sigmundsson léti af störfum sem forstjóri Kögunar. Bjarni Bjarni Birgisson verður nýr forstjóri félagsins og Jóhann Þór Jónsson verður fjármálastjóri. Krónan veiktist um 0,33 prósent í gær og stóð gengisvísitalan við lokun markaða í 118,7 stigum. Dollarinn er nú 68 krónur, evran 86 krónur og pundið 128 krónur. Arðgreisla sem ákveðin var á aukahluthafafundi Kaupþings var greidd út í gærmorgun í formi bréfa í Exista. Þar með er Exista orðið stærsta almenningshlutafélag á landinu með mestan fjölda hluthafa.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.