Fréttablaðið - 27.10.2006, Page 23

Fréttablaðið - 27.10.2006, Page 23
FÖSTUDAGUR 27. október 2006 23 Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík Núpur byggingarvöruverslun, Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Erlendur Eiríksson málari: „Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“ Lyktarlaus KÓPAL Glitra ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M A L 34 75 3 1 0/ 20 06 TM Software hefur verið valið í hóp 500 framsæknustu fyrirtækja Evrópu sjötta árið í röð. Þá er þetta í fjórða sinn í röð þar sem fyrirtækið er meðal 200 efstu á listanum. TM Software er núna í 122. sæti, en á listnum eru einnig Creditinfo Group (Lánstraust) í 81. sæti, Össur í 67. sæti, Kögun í sjöunda sæti og Avion Group í öðru sæti, annað árið í röð. Fyrir valinu standa samtökin Europe’s 500 en við val á listann er miðað við vöxt fyrirtækja og vaxandi atvinnuþátttöku. Listinn er birtur á vefsíðunni www. europes500.com. - óká TM Software á lista í sjötta sinn Bakkavör Group skilaði 4,6 millj- arða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er 68 pró- senta aukning á milli ára. Hagnað- ur félagsins á þriðja ársfjórðungi var tveir milljarðar króna, sem er sjötíu prósenta aukning frá árinu 2005. Uppgjörið er vel fyrir ofan afkomuspár markaðsaðila, sem spáðu félaginu 1,7 milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, er kátur með gengi félagsins það sem af er ári. „Útlit- ið er bjart. Salan hefur verið góð og engin merki um að hún dragist saman. Við höldum áfram okkar gangi.“ Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um eitt prósent í gær og kostaði einn hlutur 60,7 krónur sem er hæsta gengi félagsins frá upphafi. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) jókst um 88 prósent á milli ára og nam fram- legðarhlutfall 12,6 prósentum sem er í samræmi við langtíma- áætlanir félagsins. Arðsemi eigin fjár á árinu nam 28,2 prósentum á móti 28,3 pró- sentum í fyrra. Velta félagsins var um 117 miljarðar króna á árinu, þar af 44 milljarðar á þriðja ársfjórðungi. Salan eykst mikið vegna ytri vaxtar en innri vöxtur nam samt sem áður tæpum tíu prósentum. Það er umfram vöxt markaðarins í heild. Félagið hefur markaðs- leiðandi stöðu á mörgum sviðum ferskra kældra matvæla. Sjóðsstreymi skipti miklu máli í rekstri Bakkavarar en það hefur verið sterkt á árinu. Handbært fé frá rekstri var 16,2 milljarðar króna það sem af er ári og rúm- lega tvöfaldast. Eignir Bakkavarar námu 165,4 milljörðum króna í lok september og jukust um ellefu prósent sem skýrist einkum af kaupunum á Laursens Patisseries. Efnahagur félagsins hefur styrkst með niður- greiðslu langtímaskulda. Eigin- fjárhlutfall hefur hækkað hratt, úr 12,4 prósentum um áramót í 16,5 prósent í lok september. - eþa Bakkavör skilar góðum afkomutölum Tveggja milljarða hagnaður á þriðja ársfjórðungi. Vex hraðar en markaðurinn. Gengið aldrei hærra. UPPGJÖR BAKKAVARAR Á ÞRIÐJA ÁRSFJÓRÐUNGI Hagnaður Bakkavarar 1.997 Spá Glitnis 2.044 Spá Kaupþings 1.585 Spá Landsbankans 1.464 Spá um meðaltalshagnað 1.698 (upphæðir í milljónum króna) Bandaríska netverslunin Amazon. com skilaði 19 milljóna banda- ríkjadala hagnaði á þriðja árs- fjórðungi. Þetta svarar til 1,3 milljarða íslenskra króna, sem er rétt tæplega helmingi minni hagn- aður en á sama tíma í fyrra þegar hann nam 30 milljónum dala, jafn- virði 2 milljarða króna. Engu að síður er þetta nokkuð meira en greiningaraðilar spáðu. Hagnaður netverslunarinnar, sem er önnur vinsælasta verslun netheima, hefur lækkað nokkuð undanfarin misseri, aðallega vegna aukins kostnaðar við þróun í nettækni. Jeff Bezos, sem stýrt hefur Amazon.com frá upphafi, segir hagnað aukast á ný á síðasta fjórð- ungi ársins þegar lokið verði við að innleiða nýja tækni. - jab Ný tækni dró úr hagnaðinum JEFF BEZOS, STOFNANDI AMAZON.COM Þróun og innleiðing nýrrar tækni dró úr hagnaði netverslunarinnar Amazon.com á þriðja fjórðungi ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fjárfestar sem búsettir eru erlendis minnkuðu eignasafn sitt í íslenskum ríkisskuldabréfum í ágúst líkt og lífeyrissjóðir, bankar og sparisjóðir á sama tíma. Fjár- festar hér á landi bættu lítillega við sig en innlendir verðbréfasjóð- ir rúmlega tvöfölduðu eignarhlut sinn á milli mánaða, að því er fram kemur í Markaðsupplýsingum Lánasýslu ríkisins. Fjárfestar sem búsettir eru erlendis áttu íslensk ríkisskulda- bréf fyrir rúman 51 milljarð króna í lok júlí en það nam helmingi ríkis- skuldabréfa á móti eign innlendra aðila. Í ágústlok höfðu fjárfestarn- ir minnkað við eign sína enda var hún komin í 49,3 milljarða krónur eða sem svarar til 45 prósenta ríkisskuldabréfa. - jab Minnka við sig FORSTJÓRI TM SOFTWARE Friðrik Sigurðs- son forstjóri TM Software var með erindi á UT-deginum fyrr á árinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.