Fréttablaðið - 27.10.2006, Page 34

Fréttablaðið - 27.10.2006, Page 34
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR4 220 gr. nautafilet, grillað að ósk hvers og eins. Borið fram með kartöflubátum, pipar- eða bearnaisesósu og fersku salati. Vel falið leyndarmál Vitabar er sjálfsagt eitt best falda leyndarmál bæjarins. Staðurinn, sem er einn fárra hverfisbara á höfuðborgar- svæðinu, hefur yfir sér nokkurt látlaust yfirbragð og við fyrstu sýn er fátt sem gefur til kynna að þar séu framreiddir einir bestu hamborgarar borgarinnar. Staðreyndin er hins vegar sú að fáir hamborgarar jafnast á við borgarann „Gleym mér ei“, sem er svo góður að hann er nánast ánetjandi, að því til- skyldu að manni líki gráðostur en ekki er verið að spara hann á borgarann. Að Gleym mér ei-borgaranum undan- skildum er hægt að panta sér fleiri góða hamborgara á staðnum, kræsilega nauta- steik eða saðsama samloku með vel úti- látnu meðlæti, laukhringjum, frönskum kartöflum og fersku grænmeti. Hér að neðan eru uppskriftir að þrem- ur sérlega gómsætum réttum frá Vita- bar, en yfirkokkurinn kaus að halda innihaldi gráðostasósunnar leyndu enda eitt helsta aðalsmerki staðarins. Nautasteik Vitabars er algjört lostæti, borin fram með kartöflubátum og grænmeti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það fer enginn svangur út af Vitabar eftir að hafa fengið sér að borða enda máltíðirnar einstaklega vel útilátnar. Á Vitabar á horni Vitastígs og Bergþórugötu er fleira að finna en guðaveigar og vinalegt andrúmsloft. Fáir hamborgarar standast Vitaborgaranum snúninginn og ekki er steikin af verri endanum. Fréttablaðið skellti sér í hádegismat á kránni góðu og var enginn svikinn af þeirri ferð. Nautasteik Vitabars Það er tilvalið að fá sér einn kaldan með matnum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.