Fréttablaðið - 27.10.2006, Page 37

Fréttablaðið - 27.10.2006, Page 37
FÖSTUDAGUR 27. október 2006 7 Lélegar merkingar á léttvínum hafa komið niður á sölu hjá evrópskum vínframleiðendum. Oft á tíðum eru neytendur ráð- villtir þegar þeir reyna að átta sig flóknum merkingum sem vín- framleiðendur í Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi nota. Neytendur þurfa oft að spyrja um hvaða þrúgu er að ræða en í raun vilja neytendur mun einfaldari og skýr- ari merkimiða. Vín frá nýja heiminum, eins og Bandaríkjunum og Ástralíu, eru mun betur merkt en vín frá Evr- ópulöndunum og hefur það hjálp- að þeim vínframleiðendum við að auka markaðshlutdeild sína. Haft er eftir Marianne Fischer Boel, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, að jafnvel reyndustu vínsérfræðingar ruglist á merk- ingum vína frá Evrópu en að hörð andstaða sé í Evrópu við að breyta núverandi merkingakerfi. Talið er að flóknar merkingar komi niður á sölu meðaldýrra vína meðal almennings. Evrópskir vín- framleiðendur þurfa því að ein- falda merkingar á vínflöskum sínum vilji þeir auka hlutdeild sína á heimsmarkaði á ný að mati full- trúa Evrópusambandsins. - jóa Vín nýja heimsins betur merkt Neytendur eiga oft á tíðum erfitt með að átta sig á merkingum léttvína frá Evrópu- löndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Subway býður afslátt á skinku- bátum í október. Þar sem þessi mánuður er að renna sitt skeið á enda er ekki úr vegi að benda á októbertilboð Sub- way sem snýst um sex tommu skinkubáta. Þeir eru boðnir á 299 krónur út mánuðinn en eru annars á 399 krónur. Auk skinkunnar er úrval fersks grænmetis á bátun- um, svo sem kál, tómatar, græn paprika, laukur, ólífur og súrar gúrkur eða ferskar. Skinkubátur- inn er mjög fitulítill og telst því til hollustufæðis. Hver að verða síðastur Subway í Spönginni í Grafarvogi. Merrild 103 Me›alrista› gæ›akaffi Fæst nú í heilbaunum! Hefur flú prófa›? E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 4 6 2 Landslið matreiðslumeistara undirbýr för á heimsbikarmót í matreiðslu sem haldið verður í Lúxemborg. Keppnin (World culinary cup) er haldin í Lúxemborg fjórða hvert ár og er hún tvíþætt. Keppt er í köldum mat þar sem er meðal annars pinnamatur, eftirréttir, konfekt, skúlptúr úr súkkulaði og fleira. Sumt á að vera heitt en er sýnt kalt. Æfingum á þessum hluta lauk á Ostadögum í Smára- lindinni þann 30. september. Nú standa yfir æfingar með heita matinn og verður ein æfing á Hótel Geysi í dag. Þar þarf að afgreiða 110 manns með þriggja rétta matseðil þar sem hver rétt- ur er öðrum girnilegri. Í forrétt er léttreykt bleikja og skelfisk-tartaletta með app- elsínuilmandi skelfisksósu. Í aðalrétt er lífrænt ræktað lamb á þrjá vegu með estragon kartöfl- um, haustgrænmeti og sítrónu- og tímíansósu. Eftirrétturinn samanstendur af heitu möndlu- og súkkulaði-soufflé með prov- encal möndlu-mousse ásamt apr- ikósum framreiddum á þrjá vegu. Ekki amalegt það. Upplýsingar af vef Klúbbs matreiðslumeistara www.chef.is Heimsbikarmót undirbúið Það er vandaverk að útbúa veislumáltíð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.