Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 37

Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 37
FÖSTUDAGUR 27. október 2006 7 Lélegar merkingar á léttvínum hafa komið niður á sölu hjá evrópskum vínframleiðendum. Oft á tíðum eru neytendur ráð- villtir þegar þeir reyna að átta sig flóknum merkingum sem vín- framleiðendur í Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi nota. Neytendur þurfa oft að spyrja um hvaða þrúgu er að ræða en í raun vilja neytendur mun einfaldari og skýr- ari merkimiða. Vín frá nýja heiminum, eins og Bandaríkjunum og Ástralíu, eru mun betur merkt en vín frá Evr- ópulöndunum og hefur það hjálp- að þeim vínframleiðendum við að auka markaðshlutdeild sína. Haft er eftir Marianne Fischer Boel, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, að jafnvel reyndustu vínsérfræðingar ruglist á merk- ingum vína frá Evrópu en að hörð andstaða sé í Evrópu við að breyta núverandi merkingakerfi. Talið er að flóknar merkingar komi niður á sölu meðaldýrra vína meðal almennings. Evrópskir vín- framleiðendur þurfa því að ein- falda merkingar á vínflöskum sínum vilji þeir auka hlutdeild sína á heimsmarkaði á ný að mati full- trúa Evrópusambandsins. - jóa Vín nýja heimsins betur merkt Neytendur eiga oft á tíðum erfitt með að átta sig á merkingum léttvína frá Evrópu- löndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Subway býður afslátt á skinku- bátum í október. Þar sem þessi mánuður er að renna sitt skeið á enda er ekki úr vegi að benda á októbertilboð Sub- way sem snýst um sex tommu skinkubáta. Þeir eru boðnir á 299 krónur út mánuðinn en eru annars á 399 krónur. Auk skinkunnar er úrval fersks grænmetis á bátun- um, svo sem kál, tómatar, græn paprika, laukur, ólífur og súrar gúrkur eða ferskar. Skinkubátur- inn er mjög fitulítill og telst því til hollustufæðis. Hver að verða síðastur Subway í Spönginni í Grafarvogi. Merrild 103 Me›alrista› gæ›akaffi Fæst nú í heilbaunum! Hefur flú prófa›? E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 4 6 2 Landslið matreiðslumeistara undirbýr för á heimsbikarmót í matreiðslu sem haldið verður í Lúxemborg. Keppnin (World culinary cup) er haldin í Lúxemborg fjórða hvert ár og er hún tvíþætt. Keppt er í köldum mat þar sem er meðal annars pinnamatur, eftirréttir, konfekt, skúlptúr úr súkkulaði og fleira. Sumt á að vera heitt en er sýnt kalt. Æfingum á þessum hluta lauk á Ostadögum í Smára- lindinni þann 30. september. Nú standa yfir æfingar með heita matinn og verður ein æfing á Hótel Geysi í dag. Þar þarf að afgreiða 110 manns með þriggja rétta matseðil þar sem hver rétt- ur er öðrum girnilegri. Í forrétt er léttreykt bleikja og skelfisk-tartaletta með app- elsínuilmandi skelfisksósu. Í aðalrétt er lífrænt ræktað lamb á þrjá vegu með estragon kartöfl- um, haustgrænmeti og sítrónu- og tímíansósu. Eftirrétturinn samanstendur af heitu möndlu- og súkkulaði-soufflé með prov- encal möndlu-mousse ásamt apr- ikósum framreiddum á þrjá vegu. Ekki amalegt það. Upplýsingar af vef Klúbbs matreiðslumeistara www.chef.is Heimsbikarmót undirbúið Það er vandaverk að útbúa veislumáltíð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.