Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 40

Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 40
[ ] Hlaupabóla er smitsjúkdómur sem berst fyrst og fremst milli barna. Fullorðnir geta líka fengið hlaupabólu, en þeir sem eru búnir að fá hana einu sinni fá hana ekki aftur. Katrín Davíðsdóttir barnalæknir segir að hlaupabóla sé mjög smit- andi og þegar eitt tilfelli komi upp sé mjög líklegt að fleiri komi upp í kringum það. „Einkenni geta hins vegar verið nokkurn tíma að koma fram eða allt að tvær til þjár vikur,“ segir hún. Katrín segir að yfirleitt byrji bólurnar að koma fram á búk og andliti og síðan á útlimum. „Ból- urnar breiðast út um allt á tiltölu- lega stuttum tíma. Dæmigert fyrir hlaupabólu er að hún getur komið alls staðar fram og bólur geta myndast í hársverði og inni í nefi, þvagrás og eyrum. Útbrotunum fylgir oft mikill kláði. Hlaupabólu getur líka fylgt hiti en yfirleitt er það ekki mikill hiti.“ Nokkra daga getur tekið fyrir öll útbrotin að koma fram. „Annað sem er dæmigert fyrir hlaupabólu er að hægt er að sjá alveg ný útbrot við hliðina á eldri útbrot- um. Sjúkdómurinn er hins vegar ekkert búinn þó að öll útbrotin séu komin fram og þetta getur tekið sjö til tíu daga allt í allt. Venjan er að halda börnunum inni á meðan útbrotin eru ný og ennþá vessandi og þá er smithættan mest, en sjúk- dómurinn getur líka verið smit- andi einum til tveimur dögum áður en útbrotin byrja.“ Þeir sem hafa fengið hlaupa- bólu einu sinni fá hana venjulega ekki aftur þar sem þeir mynda mótefni gegn henni. „Betra er að fá hlaupabólu sem barn en fullorð- inn þar sem fullorðnir verða yfir- leitt veikari og ef ófrísk kona fær hlaupabólu getur það haft alvar- leg áhrif á fóstrið. Oftast er hlaupabóla vægur sjúkdómur en þó eru þekktir fylgikvillar eins og húðsýkingar, lungnabólga, sýking- ar í augum og jafnvel heilabólga. Því er mikilvægt að fara varlega og leyfa börnunum að jafna sig vel áður en farið er með þau út aftur,“ segir Katrín. emilia@frettabladid.is Betra að fá hlaupabólu sem barn en fullorðinn Katrín Davíðsdóttir barnalæknir segir að betra sé að fá hlaupabólu sem barn en fullorðinn. FRETTABLAÐIÐ/GVA Reykingar eru heilsuspillandi og lífshættulegar. Til er fullt af bókum með ráðum handa þeim sem vilja hætta að reykja. Útbrot byrja venjulega að koma fram á búk og andliti og breiðast síðan út um allan líkamann á stuttum tíma. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.