Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2006, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 27.10.2006, Qupperneq 44
Nafn Celebs mælir með Best Kaiser Chiefs Hafnarhúsið iðaði af spenningi fyrir tónleika hljómsveitarinnar Kaiser Chiefs. Klárlega eitt stærsta nafnið á hátíðinni þó þeir hafi ekki breikað big time. The Cribbs spiluðu á undan og áttu fína spretti. En þegar Keisararnir mættu á sviðið sá maður að þar voru alvöru rokkstjörnur á ferð. Talið var í fyrsta lagið og þarna var eitthvað að gerast. Næst var slagarinn „Everyday I love you Less and Less“ og fólkið kannaðist greinilega við melódíuna. Þessu var síðan fylgt eftir með frábærri sviðsframkomu og framúrskarandi lögum. Vonandi að þeir mæti aftur til landsins fljótlega. Klárlega það besta í ár. Verst Biggi í Maus Röðin á klósettið lengdist jafnt og þétt eftir því sem leið á tónleikana. Biggi mætti alveg arfaslakur með eitthvað sem átti að vera sjóðheitt frá London. Á sviðinu stóð hann í hlýrabol og raulaði hundleiðinleg lög á meðan flestir litu á klukkuna. Eins mikið og Sirkus fílar Maus féll Biggi í áliti. Hann er ekki góður söngvari. Hann sleppur alveg með Mausurum því þar syngur hann góðar melódíur undir kraftmiklum tónum sveitar- innar. Einhver hafði á orði að Biggi væri svo slakur að bjórinn hefðir orðið flatur. Klárlega mestu vonbrigði hátíðarinnar. „Ég lét reyndar loka mig inni í klefa til að ná þessari tilfinningu, að vera á bak við lás og slá, sem er óhugnanleg reynsla.“ Theódór Júlíusson sem lék Elliða í Mýrinni við Fréttablaðið „Geir ætti að líta sér miklu, miklu nær. Þeir, sem vilja vinna Birni Bjarnasyni grand standa háskalega nærri formanninum sjálfum.“ Össur Skarphéðinsson á heimasíðu sinni „Ég get ekki ímyndað mér sælli dag en þann sem ég verð látinn laus.“ Aron Pálmi í kvöldfréttum Rúv Best og verst á Airwaves Að sjálfur Andrés Magnússon hefði brotið um hina umdeildu forsíðu sem skartaði Birgi Ármannssyni framan á Blaðinu fyrir skömmu. Andrési var nýverið sagt upp störfum á Blaðinu. Sumir segja vegna þess að hann þyki of „pólitískur“ / Að Birtingur, hinn nýi Fróði, sé að flytja upp á Lyngháls í næstu viku / Að Einar Oddur Kristjánsson þingmaður sé tengdapabbi Illuga Gunnarsson- ar / Að Bubbi Morthens heiti Dylan á MSN-inu / Að Katrín Anna formaður femínistafélagsins hafi neitað að láta farða sig fyrir Kastljósþáttinn í vikunni / Að hest- urinn sem Reynir Traustason er á í Ísafoldarauglýsingunni sé Kátur, hestur Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur / Að fyrrum Sirkusritstjórinn Sólmundur Hólm sé byrjaður að blogga á ný. Ætlar strákurinn að vera með alvarlegt blogg og bloggar einungis um alvarlega hluti / Að Matthías Guðmunds- son fyrrum leikmaður Vals í knattspyrnu sé eini leikmaðurinn í deildinni sem ekki á íþróttatösku / Að X-ið 977 undirbúi Ásgeir Kolbeins „look alike“ keppni / Að Björn Bjarnason muni taka þátt í guitar-hero keppni í þættinum Capone á XFM / Að þátturinn Tekinn í næstu viku með Bubba Morthens sé sá besti hingað til/ Ég var að heyra ... Þetta heyrðist í vikunni ... 4 SIRKUS AIRWAVES 2006 Finnur fimur á bassann Fréttamanninum Finni Beck er greinilega margt til lista lagt. Oftast birtist hann okkur á skjánum með einhverja snilldar- fréttina en um síðustu helgi sýndi hann aðra hlið á sér. Þar kom hann fram með hljómsveitinni Red Barnet. Og skrifaði um upplifunina á bloggið sitt. „Ég var með svo mikinn sviðsskrekk að ég hefði frekar viljað vera á leið í beina útsendingu án sambands við útsendingarstjórn með Ástþór Magnússon sem viðmælanda, vopnaðan tómatsósubrúsa!“ skrifar Finnur sem þótti standa sig vel vopnaður bassanum. „Þetta gekk þó vel í heildina þó smá mistök af minni hálfu hafi læðst með. Ekkert sem ekki getur talist eðlilegt eftir allan þennan tíma. Fréttamannsfíflið var þarna í hópi hörkuspilara, Einar á gítar, Hannes á trommunum, Þóra Björk og Hrefna Hlín, systur Halla, í bakröddum. Stebbi var á hljómborðinu en sést ekki á myndinni.“ Red Barnett kom fram á sunnudags- kvöldinu og þótti koma nokkuð á óvart, enda ekki mikið heyrst í sveitinni til þessa. „Þetta var ótrúlega gaman og ég er mínum gamla vini þakklátur að fá að hafa plokkað bassann með honum í þessu. Allir sem ég hef rætt við töluðu um hversu flott og grípandi lögin væru. Næsta verkefni er að halda stærri tónleika, með lengra prógrammi og gefa lögin síðan út á disk.“ „Ég var með svo mikinn sviðsskrekk að ég hefði frekar viljað vera á leið í beina útsendingu án sam- bands við útsendingarstjórn með Ástþór Magnússon sem viðmælanda, vopnaðan tómatsósubrúsa!“ Red Barnet Finnur tekur sig nokkuð vel út á bassanum. Finnur Beck Er flottur á skjánum en enn flottari á bassanum. Ást Það voru fleiri ástfangnir á Airwaves. Við drekkum Jameson Ívar Örn á tónleikum Dr. Mister. Fjör Það voru allir í stuði á Airwaves. Fatahönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir var í miklu stuði á á Airwaves tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. Þar voru hún og kærasti hennar, listamaðurinn Frosti Gringo, ástfangin og kysstust látlaust allt kvöldið. Þetta var á tónleikum Dr. Mister og Mr. Handsome sem voru í miklu stuði. Ástfangin Hrafnhildur og Frosti kysstust allt kvöldið. Ásfangin á Airwaves Stemming Guðni Mr. Handsome var í miklu stuði á Airwaves.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.