Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 69

Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 69
FÖSTUDAGUR 27. október 2006 33 AF NETINU UMRÆÐAN Hvalveiðar Er Einar K. Guðfinns-son, sjávarútvegs- ráðherra, rétti maður- inn í það starf sem hann gegnir? Það var ekki búið að ganga frá vinnslustað afurðanna þegar haldið var til veiða, það var ekki búið að kanna hvort einhver markaður væri fyrir hvalkjöt, það var ekki búið að vinna forvinnuna fyrir þann ímyndarlega skaða sem Íslendingar eru nú að ganga í gegnum á heimsvísu. Það virðist sem ekkert kynningarstarf hafi verið unnið áður en þessi ákvörð- un var tekin. Og nú sér maður sjávarútvegsráðherra lýsa yfir hryggð sinni yfir vanþekkingu Breta og Ástrala í málinu og hvað þessar þjóðir komi nú illa út. Eins og einhver sé að hlusta. Það er bara ein þjóð sem kemur illa út í þessu máli. Ríkisstjórnin hefur að vísu sent Jónínu Bjartmarz út til fundar við umhverfisráðherra Norðurland- anna til þess að sannfæra þá um málstað Íslendinga. Það er gott til þess að vita að einhver ráðherr- anna með eldheita sannfæringu í málinu sé nú að rétta hlut Íslend- inga í þessu persónulega klúðri Einars K. Guðfinnssonar sem er á landsögulegan mælikvarða. Þetta er sennilega eitt mesta klúður Íslandssögunnar. Því miður virðist það vera svo að ríkisstjórnin hafi talið að ef haldið yrði til veiða þá myndi þjóð- in þjappa sér á bakvið hana og styðja hana í stríði hins litla við öll stórveldi heimsins. Og hætta að tala um hleranir. Það eru sennilega flestir Íslend- ingar sammála um rétt okkar til þess að stunda hvalveiðar. Það þýðir ekki að allir Íslendingar séu þeirrar skoðunar að við eigum að veiða hval. Heimspressan hefur gripið þetta mál á lofti og ríkis- stjórnir hvaðanæva í heiminum fjalla um málið á mjög neikvæðan hátt. Enda er það illa unnið. Við erum að veiða hval, vegna þess að við megum veiða hval. Það eru engin efnisleg rök sem mæla með því. Hin mjög svo undar- lega þráhyggja Halldórs Ásgrímssonar að gera Íslendinga að fulltrúum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur nú verið í framkvæmd í utanríkis- ráðuneytinu síðustu ár. Nú virðist ríkisstjórnin hafa hætt við að fara þá leið án þess þó að gefa það sérstaklega út. Ríkis- stjórnin stórskaðaði möguleika sína á því að ná þessu markmiði með því að taka upp hval- veiðar. Nú á þjóðin heimtingu á því að ríkisstjórnin leggi á borðið nákvæmar tölur yfir þá fjármuni sem settir hafa verið í þá umsókn Íslendinga. Hvað er búið að henda miklu af peningum landsmanna út um gluggann með þessari ótrúlegu þægni sjávarútvegsráðherra við Kristján Loftsson? Ólíklegt verður að teljast að þessi skynsemismaður verði kall- aður til þess aftur að stýra ráðu- neyti á Íslandi. Einar K. Guðfinns- son verður nú að draga inn háfinn og hrista af sér lúsina; veiðiferðin er búin. Höfundur er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi. Veiðiferðin er búin UMRÆÐAN Flatur skattur Lækkun skatta er eitt af þeim viðfangsefnum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið hvað ötulastur við á undanförnum árum. Sumum finnst þó ekki nægi- lega mikið gert fyrir hinn almenna launþega, þar sem misjafn er skattur á launatekjur annars vegar og fjármagnstekjur hins vegar. Ég vildi gjarnan sjá skatt- kerfið okkar mun einfaldara og gegnsærra og umfram allt skoða í fullri alvöru að flatur skattur yrði settur á allar tekjur hvernig sem þeirra er aflað. Það má færa fyrir því ýmis rök að það yrði beinlínis arðbært fyrir ríkið sem og sam- félagið í heild á margvíslegan hátt. Í dag er alveg viðurkennt að stórt neðanjarðarhagkerfi þrífst hér á Íslandi og þá á ég við þar sem verið er að greiða laun á svörtu og af þeim launum eru ekki greiddir skattar, sem þýðir að ríkið missir af tekjum og þar með við sjálf. Hugsanlega verulegum tekjum þegar upp er staðið. Ef skattur væri lækkaður og hafður flatur á allar tekjur má ætla að upp kæmi mikill hluti af þessu neðanjarðarhagkerfi sem skilaði sér í aukn- um tekjum til ríkis- sjóðs. Þetta mundi líka leiða til þess að hver launþegi hefði meira á milli handanna og á móti þyrfti þá hugsan- lega að vinna minna ef hann kýs svo og gæti varið meiri tíma með fjölskyldunni. Þeir sem hins vegar vildu vinna meira gætu það og væru að greiða jafnmikinn skatt en fengju ekki skerðingu vegna aukinnar vinnu, þ.e. fólk hefði meira val- frelsi. Meiri peningar væru í umferð hjá almenningi og því mætti ætla að meiri hagnaður yrði hjá fyrirtækjum og allt skil- ar þetta sér á endanum í ríkis- kassann. Þetta þýddi svo almennt betri lífsskilyrði og þá væntan- lega betri líðan og þar með minnk- aði álagið á heilbrigðiskerfið. Það er jú þekkt að mikið vinnuálag og vanlíðan hefur ýmsa sjúkdóma í för með sér, sem eru dýrir fyrir heilbrigðiskerfið. Það má því segja að lækkunin sem ríkið væri að fórna tekjulega séð kæmi til baka á margvíslegan hátt aftur inn í hagkerfið og ekki ljóst nema að það yrði meira frem- ur en minna. Eflaust eru ennþá fleiri sjónarhorn á þessu málefni og helst hallast ég að því að ennþá fleiri jákvæð áhrif yrðu af þessu fremur en neikvæð. Nú má segja að hag- kerfi okkar standi á tímamótum eftir veru- legar breytingar á undan- förnum árum. Vinstri flokkar kalla það ójöfn- uð og finna því allt til foráttu. Hagkerfið er orðið opnara, fólk hefur meira valfrelsi og mun fleiri tækifæri fyrir þá sem vilja nýta þau. Það er því í höndum næstu ríkisstjórnar að taka þess- ar breytingar á næsta þrep og bæta enn betur og styrkja vel- ferðarkerfið. Það eina sem skiptir máli er aðferðafræðin sem notuð er til þess að ná breytingunum fram. Annars vegar getur hún fal- ist í því að jafna út samfélagið með tilheyrandi hækkun skatta, en hins vegar lækkun skatta og það að fólki er gefið valfrelsi til þess að skapa sín eigin lífskjör og lífsgæði. Höfundur er landfræðingur og býður sig fram í 7.-8.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Skattalækkun hefði víðtæk áhrif RÓBERT MARSHALL VILBORG G. HANSEN Einar K. Guðfinnsson verður nú að draga inn háfinn og hrista af sér lúsina; veiðiferðin er búin. Grænir skattar og Chelsea- traktorar Egill Helgason skrifar frá Bretlandi. Kannski eru loftslagsbreytingar aðal- málið? Í nýrri skýrslu, sem er samin af fyrrum aðalhagfræðingi Alþjóða- bankans, segir að hlýnun jarðar muni valda heimskreppu. Hún verði svo djúp að jafnast á við það sem gerðist 1929 og í tveimur heimstyrjöldum. Hér í Bretlandi er Íhaldsflokkurinn meira að segja að verða meðvitaður um þetta. David Cameron lætur taka myndir af sér á hjóli. Hann er með sólarrafstöð á þakinu hjá sér. Flokkur hans veltir fyrir sér hugmyndum um að leggja á „græna skatta”. Hann hefur ekki lagst á móti tillögum um að leggja sérstök gjöld á það sem kallast „Chelsea-traktorar” - það eru jeppar sem eru vinsæl ökutæki meðal ríka fólksins sem býr í Chelsea. Í skýrslunni er þó smá vonarneisti. Þar segir að það þurfi ekki endilega að vera svo kvalafullt fyrir jarðarbúa að takast á við þetta. Að vísu þarf að leggja ofboðslega peninga nýja orku- gjafa - en um leið gæti ný tækni haft för með sér ný tækifæri og vöxt. Hvort sem það kemur loftslagsbreyt- ingum við eða ekki þá er ótrúlega gott veður hérna í London í október- lok. Það er svo hlýtt að enn er hægt að sitja fyrir utan kaffihúsin, peysan sem ég kom með hingað hefur verið öldungis óþörf. Silfur Egils er á visir.is undir skoð- anir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.