Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 27.10.2006, Qupperneq 74
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR38 menning@frettabladid.is ! Á laugardag verða vinnubúðir leikara Leikfélags Reykjavíkur opnaðar. Þar hafa leikarar undanfarnar vikur verið að kanna aðferðir sinar í túlkun og persónusköpun. Þau kalla verkefnið Dogma og völdu sér Sólarferð Guðmundar Steinssonar sem stökkpall í vinnu sinni. Leikararnir hafa kastað á milli sín hugmyndum að úrlausnum og leikaðferðum, án tilkomu leikstjóra eða útlits- hönnuða. Þeir hafa velt fyrir sér ábyrgð leikarans í vinnuferl- inu og prófað mismunandi vinnaðferðir og er ætlunin að leyfa öllu leikhúsáhugafólki að sjá útkomuna. Þátttakendur Dogma eru að þessu sinni átta leikarar. Sýningar Dogma á Sólarferð eru næstu þrjá laugardaga kl. 17 á þriðju hæð Borgarleikhússins. Sólarferð var eitt vinsælasta verk Guðmundar ásamt Stundar- friði. Hann hafði góða þekkingu á framferði landa sinna í sólar- ferðum, var farastjóri um árabil í slíkum ferðum. Fróðlegt verður að sjá hvernig leikararnir taka á persónum hans sem eru orðnar þrjátíu ára gamlar og hvernig þær ríma. Sólarferð í skini tilrauna GUÐMUNDUR STEINSSON LEIK- SKÁLD (1925-1996) Sólarferð og Stundarfriður voru með vinsæl- ustu sýningum Þjóðleikhússins á síðustu öld en mörg verka hans hafa aldrei komist á svið. Annað kvöld verður fjör í Salnum í Kópavogi. Þá koma fram heim- komnir útlagar úr íslenskri ein- söngvarastétt sem deila lífi sínum milli fósturlandsins og erlendra óperuhúsa, auk einnar söngkonu sem komin er heim og hefur hasl- að sér völl norðan fjalla. Tónleikarnir eru í Tíbrár- röðinni og efnisskráin er óhemju fjölbreytt. Sótt er í verk eftir meistarana: Beethoven, Mozart, Rossini, Bizet, Gluck, Wagner og Verdi. Söngvararnir eru: Auður Gunnarsdóttir, sópransöngkona, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzo- sópran, Gunnar Guðbjörnsson tenór og Bjarni Thor. Söngvararnir syngja aríur, dúetta, tríó og kvartetta úr ýmsum þekktustu óperum sögunnar svo sem Fidelio, Töfraflautunni, Cosi fan tutte, Carmen, Orfeus, Hol- lendingnum fljúgandi, Tann- häuser, Valdi örlaganna og Rigól- etto. Undirleikari með hópnum er hinn kunni Jónas Ingimundarson. Tónleikarnir eru einstakt tæki- færi fyrir aðdáendur sterkustu sönglaga óperubókmenntanna að heyra fjóra söngvara takast á við þekktar perlur. - pbb Raddir fagrar mjög SÖNGVARARNIR VIÐ ÆFINGU Í SALNUM Í KÓPAVOGI ÞAR SEM TÓNLEIKARNIR VERÐA Á MORGUN Efri röð frá vinstri: Bjarni Thor, Sigríður, Auður og Gunnar. Fremst Jónas Ingi- mundarson. Efnisskráin er sett saman úr nokkrum af perlum óperutónmenntanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA > Ekki missa af síðustu sýningarhelgi í Suðsuðvestur í Reykjanes- bæ. Þar sýnir Guðrún Hrönn Ragnarsdóttur ljósmyndir og vídeóverk. Opnunartími Suðsuðvesturs er um helgar frá kl. 14-17.30. Sýningarlokum hjá Valgerði Hauksdóttur í Hafnarborg. Á mánudag 2. október er síðasti sýningardagur í neðri sölum Hafnarborgar en þar eru hugmyndir og aðferðir er liggja að baki myndsköpun hennar kynntar. Sýning hennar á nýjum verkum í Aðalsal er framlengd til mánudagsins 6. nóvember. 20:00 KiraKira tónlistarkona er með hljóðinnsetningu á turninum í gamla Reykjavíkurapóteki í Austurstræti. Þar verður svífandi segulbandaflóki með sjálflýsandi augu og syngur mörgum röddum. Hann er settur saman úr mörgum segulböndum og búnti af helíumblöðrum. Kórverk fyrir augnablikið. Leikfélag Akureyrar frumsýnir á laugardaginn leikritið Herra Kol- bert eftir David Gieselmann. Verkið fékk góðar viðtökur þegar það var frumsýnt í Royal Court leikhúsinu í London árið 2000 og hefur síðan verið sett upp hjá framsæknum leikhúsum víða um Evrópu. Leikstjórinn Jón Páll Eyj- ólfsson segir beitta og tímabæra samfélagsádeilu fólgna í verkinu sem reynir bæði á leikara og áhorfendur. „Herra Kolbert er gaman- spennutryllir ef sú skilgreining er til,“ segir Jón Páll. „Verkið gerist á einni kvöldstund. Sambýlingarn- ir Ralf og Sara hafa boðið kunn- ingjum sínum í mat en þetta er frekar óvenjulegt matarboð þar sem það er strax augljóst að gest- gjafarnir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Ákveðin atburðarás fer því af stað með miklum hama- gangi og er hröð og svakaleg á köflum.“ Gróteskar lífgunartilraunir tilfinn- inga Jón Páll segir doða og tómarúm í sálartetri nútímamannsins vera grunntóninn í verkinu. „Ralf og Sara eru vel stæð, komin með sín próf og gráður, rétt parkett og hámarksskerpu á plasmaskjánum. Allt dótið er komið en þau finna ekki til. Spennan í lífi þeirra er engin og þau ákveða því að búa til ákveðnar kringumstæður til þess að upplifa hana. Aðferðir þeirra til þess að ná fram þessum hughrif- um eru svo býsna gróteskar.“ Tilfinningadoði persónanna og öfgakennd viðbrögð þeirra við firringunni drógu Jón Pál að verk- inu sem hann telur eiga brýnt erindi við fólk. „Ég tek verk aldrei að mér nema ég geti svarað spurn- ingunni um það afhverju ég ætti að gera það og ekki síður hvaða erindi það á í dag. Mér finnst verk- ið tala sterkt til okkar þar sem við erum stödd í heimi ofbeldis og doða. Það er orðið veikleiki að vera mannlegur og í heimi Ralfs og Söru ertu dauðans matur ef þú sýnir hluttekningu. Ef þú glatar kúlinu ertu einskis virði.“ Tómarúm fyllt með hryllingi Jón Páll kynnti sér þá sérstöku vísindagrein drápsfræði, eða „kill- ology“ þegar hann bjó sig undir að takast á við Herra Kolbert. „Í þeim stöðvum sem fóstra frum- hvatir okkar, að éta, drekka og ríða, leynist einnig nokkurs konar vírusvörn sem kemur í veg fyrir það að við drepum annað fólk ef við erum ekki siðblindingjar eða geðsjúklingar. Það er innbyggt í okkur að eiga erfitt með að drepa og því er reynt að endurskilyrða til dæmis lögregu og hermenn þannig að viðbrögð þeirra verði sjálfvirk og banvæn.“ Jón Páll nefnir sem dæmi að í borgarastríðinu í Bandaríkjunum reyndist allt að 70% hermanna nánast ómögulegt að bana and- stæðingum sínum þegar þeir mættu honum augliti til auglits. „Í Írak er þessi tala komin niður í 17%. Þessir strákar þar eru bara í tölvuleik. Það er búið að breyta óvinum í dýr með skilgreining- unni „við“ og „hinir“. Þeir nota svo nætursjónauka og eru bara að skjóta á grænar flyksur en ekki fólk. Við erum sjálf dofin og sjáum fórnarlömbin ekki síður illa í frétt- um og bregður ekki. Við höfum í staðinn búið okkur til tilbúin gildi og öðlumst lífsfyllingu með að sanka að okkur alls konar dóti. En hvað gerist þegar allt dótið er komið og gatið er enn til staðar? Ralf og Sara gera hræðilega hluti þetta kvöld til þess að verða mann- eskjur. Húmorinn í verkinu er ein- kennilegur. Hann kitlar, slær okkur utan undir og gengur næst- um því fram af manni. Við förum bara eftir forskriftinni og allur þessi hryllingur er skrifaður inn í verkið. Það eina sem við gerum er að fara með þetta alla leið.“ Ungir leikarar taka áhættu Herra Kolbert reynir mikið á leik- arana að sögn Jóns Páls. „Það er klisja að segja þetta en verkið er svolítið eins og Ólympíuleikarnir. Það er stöðug spenna og áreiti á sviðinu og það mæðir mikið á leik- urnum í hamaganginum sem er ekkert skrípó.“ Leikararnir Edda Björg Eyj- ólfsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Guðjón Davíð Karlsson, Ólafur Steinn Ingunnarson og Unnur Ösp Stefánsdóttir hafa því staðið í ströngu undanfarið en Jón Páll segir allt tilbúið og að allir séu klárir fyrir frumsýninguna. „Þetta eru flottir krakkar og það er mikill kraftur í þeim en það þarf hugrekki til að bendla sig við þetta verk. Það gengur svolítið langt á köflum og gengur nærri bæði leikurum og áhorfendum. Við vitum hins vegar hvers vegna við erum að gera þetta þannig að þetta verður ekkert mál.“ thorarinn@frettabladid.is Sá sem glatar kúlinu er einskis virði SVAKALEGT KVÖLDVERÐARBOÐ Matargestir Söru og Ralfs eiga ekki von á góðu þar sem gestgjafarnir eru tilfinningadauðir og eru tilbúnir að ganga langt og nota grótesk meðul til þess að finna til á ný. V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . FRÁ FRAMLEIÐENDUM CROUCHING TIGER, HIDDEN DRAGON FRUMSÝND 27. OKTÓBER SENDU SMS JA JLV Á 19 00 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ B ÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMI ÐAR, DVD MYNDIR OG MARG T FLEIRA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.