Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2006, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 27.10.2006, Qupperneq 82
 27. október 2006 FÖSTUDAGUR46 Marilyn sagði það fyrir löngu og við höfum alltaf vitað það; demantar eru bestu vinir stelpnanna. Strax í æsku kemur það fram hjá mörgum stelpum að þær hafa sér- lega gaman af öllu sem glitrar. Ég á meira að segja eina frænku sem var svo hrikalega glysgjörn að hún tíndi allt upp af götunni sem gaf frá sér minnsta glampa eins og glerbrot og nammibréf. Mér fannst einmitt eyrnalokkarnir hennar systur minnar sko langflott- astir sem voru með skrilljón „demöntum“ á og slefaði yfir skartgripaskríninu hennar. Strax á unga aldri var stefnan sett á að eignast eitt slíkt sjálf. Nei, ég er nú aðeins að ýkja þetta með glysgirnina en það er samt alveg svakalega fyndið hvernig hún þróast frá blautu barns- beini. Það er reyndar ekki svo fjarri lagi sem ég var að segja um litlar stelpur. Málið er að dellan hverfur sennilega aldrei, hún þróast bara yfir í aðra mynd. Reyndar eru þær sumar sem snúa blaðinu við svona um menntaskólaaldurinn og fara að skrifa ljóð og prjóna. Margar þeirra koma svo aftur eftir háskólann en aðrar snúa aldrei aftur á vit efnishyggjunnar. Ég fór nú bara að velta þessu fyrir mér þegar einn vinurinn kom til mín um daginn og sagði við mig: „Sérðu þessa, hún á rosalega ríkan kall og sagan segir að hún sé bara með honum af þeirri ástæðu.“ Ég skoðaði hana vandlega eins og konu sæmir og sá mjög fljótlega að hún kostaði nokkrar milljónir heillin sú arna. Fötin, taskan, skartið og kápan sem skvísan var í bar allt saman merki þess að hafa kostað allnokkrar vinnustundirnar. Ég var reyndar ekki hissa þegar hann sagði mér þetta og verð að viðurkenna að ég get hreinlega ekki skilið hvernig er hægt að sætta sig við hvað sem er með því eina skilyrði að hann gefi vel í skóinn eða veskið öllu heldur. Ég ætla samt ekki að hvítþvo mig af geð- veiki efnishyggjunnar sem ansi margir virðast einmitt vera haldnir. Ég skal alveg viðurkenna það að ég missi alveg smá slef af og til yfir fallegum flíkum, heimilum og skartgripum og langar oft alveg sjúklega í hluti sem er einfaldlega ekki raunhæft að eignast aðeins kvartaldar- gömul. En nokkuð er þó ljóst; ég slefa líka þegar ég sé vel gerða menn og sennilega mun meira. Ég myndi aldrei skipta á fögrum manni og stórum demantshring! Þá kysi ég nú heldur manninn holdi gerðan! Mér finnst alveg sjálfsagt að fólk safni að sér fallegum hlutum og kunni að meta þá en mér finnst hreinlega óskiljanlegt að velja þá framyfir þá nauðsyn í samböndum, að ég tel, að hrífast af manninum sínum. Skýrt dæmi um rangar forsendur fyrir sambandi! Ég tek það fram að þetta eru sem betur fer ekki mörg dæmi en þó finnst mér þetta endalausa efnishyggjukapphlaup vera að taka á sig skýrari mynd og aukast. Ég vona bara að fólk láti ekki blindast af glampanum og haldi áfram að verða ástfangið af persónum en ekki peningum! REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR SEGIR MARGA BLINDAST AF GLITURGLAMPA FREKAR EN ÁST Besti vinur stelpnanna Miðbærinn iðaði af mannlífi um síðustu helgi þar sem tónlistar- hátíðin Airwaves var haldin á hinum ýmsum stöðum borgarinn- ar. Flestir skörtuðu sínu fegursta á meðan þeir dilluðu sér í takt við tónlistin úr ýmsum áttum. Fata- stíllinn og týpurnar voru í takt við hinar ýmsu stefnur tónlistarinnar og skemmtilegt var að sjá hvernig tónlistarunnendur klæddu sig á þessari tónlistarhátíð okkar Íslendinga. Skemmtileg tíska á Airwaves ÞÆGILEGT Þessi unga stúlka var hress á Gauknum og klæddist flottu rúskinnspilsi og ökklastígvélum. SÆTAR SYSTUR Þessar tvær létu ekki kuldann og rokið á sig fá heldur voru flottar í kjólum. Takið eftir pallíettu- kjólnum og hefur hann örugglega snúið mörgum hausum á ferð sinni um bæinn. ROKKARAR Elli, bassaleikari í Jeff Who?, og Anna vinkona hans fylgdust spennt með öllu sem fram fór á sviðinu en gáfu sér þó tíma í myndatöku enda klædd eins og rokkarar bæði tvö. GLIMMER OG GLANS Flott klæddar báðar tvær. Takið eftir beltinu við kjólinn. ALVEG MEÐ ÞETTA Plötusnúðurinn Heimir fór ekki varhluta af tískuandan- um sem sveif yfir Airwaves-hátíðinni og var glæsilegur í glimmerjakka og appelsínugulri hettupeysu. Popparinn Justin Timberlake ætlar í tónleikaferð um Evrópu sem hefst í Belfast í apríl á næsta ári. Fyrst mun hann þó fara í tónleikaferð um Norður-Ameríku sem hefst í San Diego 6. janúar. Timberlake er að fylgja eftir sinni nýjustu plötu, Futuresex/ Lovesounds, sem hefur þegar selst í fjórum milljónum eintaka um heim allan og fór beint í efsta sæti hinna ýmsu vinsældalista. Justin á ferð og flugi JUSTIN Justin Timberlake er að gera það gott með sinni annarri sólóplötu. Danska þjóðin ræður sér vart fyrir kæti því það hefur endanlega verið staðfest að Friðrik krónprins og eiginkona hans Mary Donaldson eiga von á nýjum erfingja. Dönsku slúðurblöðin hafa velt þessu fyrir sér í þó nokkurn tíma og Mary gaf sögusögnunum byr undir báða vængi þegar hún varð mjög vand- ræðaleg við opnun tískuhúss í Kaupmannahöfn þegar blaðamenn gengu á hana með spurningum um hugsanlega óléttu. Vangavelturnar fóru af stað þegar Mary veiktist skyndilega við hátíðlega athöfn sem haldin var í tilefni af því að keisaraynjan Dagmar var grafin við hlið Alexander III í Skt. Péturs- borg. Aðeins er rúmt ár síðan prinsinn Christian fæddist en í tilkynningu frá talsmanni konungsfjölskyld- unnar kemur fram að Mary ætli eins og síðast að fæða barnið á ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn. Þá er enn fremur sagt að Mary muni sinna sínum skyldum eins lengi og hún getur. Þett eru væntanlega mikil gleðitíðindi fyrir Margréti Þórhildi Danadrottningu og nú er að sjá hvort hjónakornin rifji ekki upp tengsl Dana við Íslendinga sem langafi Friðriks, Kristján X, hafði mikið dálæti á og skíri barnið til heiðurs þessari fyrrum nýlendu- þjóð. Enn fjölgar í Amalienborg NÝR ERFINGI Á LEIÐINNI Mary Donaldson og Friðrik krónprins eiga von á nýjum erfingja aðeins ári eftir að þeim fæddist sitt fyrsta barn. HÁRLÆKNIRINN Jón Atli var ekkert að skafa ofan af hlutunum heldur klæddist skemmtileg- um tigerprint-buxum frá rokkaramerkinu Apríl 77 og í flottum smókingjakka skreyttur demöntum. STJÁNI BLÁI Flottur satínjakki sem setur skemmtileg- an svip á heildar- útkomuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.