Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2006, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 27.10.2006, Qupperneq 86
50 27. október 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Húsvíkingurinn Guðlaugur Arnarsson gekk á dögunum í raðir þýska stórliðsins Gummersbach. Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach, fékk Guðlaug lánaðan frá Fylki fram að áramótum og hans hlutverk er að leysa af hólmi landa sinn Sverre Jakobsson sem getur ekki leikið fyrr en um jólin vegna meiðsla. Guðlaugur átti að vera í liði Gummersbach gegn Sandefjord um síðustu helgi en fékk ekki leik- heimild í tíma þannig að hann horfði á leikinn úr stúkunni. Þar sem nú er landsleikjafrí verður fyrsti leikur hans með félaginu ekki fyrr en í næstu viku og vill svo skemmtilega til að þá mætir Gummers- bach liði Fram ytra en Guðlaugur lék lengi með Fram og var fyrirliði liðsins. „Það verður mjög skrýtin tilfinning að mæta Fram hér í Þýska- landi. Að sama skapi er tilhlökkunin mikil og ég er staðráðinn í að hafa gaman af þessu,“ sagði Guðlaugur léttur við Fréttablaðið en hann er búinn að koma sér ágætlega fyrir í Þýskalandi og ekki versn- aði ástandið þegar unnusta hans og sonur komu til hans. „Lífið hér er mjög fínt en vissulega nokkur viðbrigði að vera að æfa allan daginn. Það kom mér reyndar skemmtilega á óvart að sumar æfingarnar sem voru á minni fyrstu æfingu eru mjög svipaðar og Siggi [Sveins, þjálfari Fylkis] er með. Stærsti munurinn er þó hrað- inn en hann er mikið mun meiri hér ytra og maður má aldrei slaka á klónni, þá er búið að taka mann í bólinu,“ sagði Guðlaugur, sem gerir ráð fyrir því að vinna fyrir kaupinu sínu í Þýskalandi enda mun Gummersbach spila fjórtán leiki á þeim stutta tíma sem hann verður í her- búðum félagsins. „Það er bara gaman að hafa mikið álag enda er ég kominn hingað til að spila.“ GUÐLAUGUR ARNARSSON HANDKNATTLEIKSKAPPI: ÁNÆGÐUR MEÐ LÍFIÐ Í ÞÝSKALANDI Verður gaman að mæta Fram HANDBOLTI Það er ekki enn ljóst hvað verður gert í axlarmeiðslum landsliðsfyrirliðans Ólafs Stef- ánssonar. Vinstri öxlin hefur verið að plaga Ólaf síðustu ár og hafa meiðslin versnað til muna síðustu mánuði og ástandið hefur verið það slæmt í vetur að Ólafur hefur nánast ekkert leikið með félagi sínu, Ciudad Real. Læknar í Madríd fundu ekki hvað væri að plaga hann og því var hann sendur til Íslands í skoð- un og myndatöku hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni landsliðsins. Ólafur fór síðan með niðurstöð- urnar úr skoðun Brynjólfs út aftur enda ákveður félagið fram- haldið. „Þeir vilja að ég hvíli áfram og verður engin niðurstaða tekin með framhaldið fyrr en eftir ein- hverja daga. Ég mun halda áfram að æfa en mun ekkert kasta. Það verður svo látið reyna á öxlina í kjölfarið og ef þessi hvíld skilar ekki einhverju verður tekin ákvörðun með framhaldið. Það er því í raun óbreytt staða hjá mér,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Þeir finna í raun ekkert alvar- legt að mér og segja að það sé eðlilegt að ég sé með slit í öxlinni þar sem ég er íþróttamaður sem er sífellt að kasta tuðru. Það er bólga á tveim stöðum í öxlinni og þeir virðast ekki hafa miklar áhyggjur af þessu. Þeir vilja ekki sprauta eða neitt núna og treysta í staðinn á að hvíldin lækni meiðslin. Læknarnir hér telja samt að það þurfi ekki að gera neitt róttækt fyrr en eftir tíma- bilið,“ sagði Ólafur nokkuð bjart- sýnn enda er HM ekki enn í hættu hjá honum þó hann sé ekki slopp- inn. - hbg Engar stórar ákvarðanir teknar að svo stöddu með Ólaf Stefánsson landsliðsfyrirliða: Óbreytt staða hjá Ólafi sem hvílir áfram SVEKKJANDI Ekki er enn ljóst hvað verður gert vegna axlarmeiðsla Ólafs Stefáns- sonar. Hann verður látinn hvíla aðeins lengur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STYRKIR Í gær var skrifað undir samninga sem kveða á um fjármögnun sérsambanda ÍSÍ fyrir árin 2007-2009. Samkvæmt samkomulaginu sem ritað var undir skuldbindur menntamála- ráðuneytið sig til að veita ÍSÍ styrkveitingu á fjárlögum 2007- 2009 sem renni til sérsamband- anna. Upphæð styrksins í ár var 30 milljónir en á því næsta verður hann 40 milljónir, upphæðin fer í 60 milljónir árið 2008 og hækkar aftur í 70 milljónir árið 2009. Þessi styrkveiting er nýbreytni þar sem sérsambönd ÍSÍ hafa hingað til fengið mjög takmarkaða styrki frá hinu opinbera. - hbg Sérsambönd ÍSÍ: Fá milljóna- styrki frá ríkinu FÓTBOLTI Viggo Jensen hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg. Með liðinu leika þrír Íslendingar; þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson. Jensen hefur verið hjá Silkeborg samanlagt í nær tíu ár en félagið tapaði í gær sínum sjöunda heimaleik í röð á tímabilinu og það var kornið sem fyllti mælinn. Peter Knudsen, aðstoðarþjálfari Jensen, tekur við stjórn félagsins til bráðabrigða. - dsd Íslendingalið í Danmörku: Silkeborg rekur þjálfarann HÖRÐUR SVEINSSON Silkeborg hefur nú rekið þjálfara sinn en ekkert gengur hjá liðinu þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/MIDTJYLLANDS AVIS KÖRFUBOLTI Ricard Casas var á dögunum rekinn sem þjálfari Pamesa Valencia, en með því liði leikur Jón Arnór Stefánsson. Félagið hefur nú ráðið gríska þjálfarann Fotis Katsikaris í hans stað. „Það eru margir góðir leikmenn hjá félaginu og það fyrsta sem við þurfum að gera er að laga hugarfar leikmanna og endurvekja hungrið hjá leik- mönnum. Allir sem leika gegn Pamesa eiga að fá á tilfinninguna að við séum erfiðir að leggja að velli og erum stolt lið,“ sagði Katsikaris, nýr þjálfari Jóns Arnórs hjá Pamesa Valencia. - dsd Pamesa Valencia: Jón Arnór fékk nýjan þjálfara > Gunnar og Björn Viðar í Víking Gunnar Kristjánsson gekk frá tveggja ára samningi við Víking nú fyrr í vikunni og í gær bættist Björn Viðar Ásbjörnsson í leikmannahóp Víkinga. Gunnar er uppalinn KR-ingur en Björn hefur alla tíð leikið með Fylki. Þá framlengdu þeir Ingvar Þór Kale, Arnar Jón Sigurgeirssn og Jökull Elísabetarson samninga sína, þeir tveir síðastnefndu um tvö ár en Ingvar um þrjú ár. FÓTBOLTI Viktor Bjarki Arnarsson, leikmaður ársins í Landsbanka- deild karla, er að öllu óbreyttu á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Komist var að sam- komulagi við Víking í gærkvöldi en verðið er samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins 12-15 milljónir króna, eftir því hversu mikið Viktor Bjarki spilar með liðinu. Hann mun á næstu dögum halda til Noregs þar sem hann gengst undir læknisskoðun og semur við félagið um kaup og kjör. „Þetta er að vissu leyti mikill léttir fyrir mig,“ sagði Viktor Bjarki við Fréttablaðið í gær. „Þetta ferli hefur tekið langan tíma miðað við það sem maður bjóst við fyrirfram. Ég á ekki von á því að framhaldið verði eins erf- itt enda hef ég sem betur fer aldrei lent í slæmum meiðslum á mínum ferli.“ Þetta er í annað sinn sem Viktor Bjarki heldur í atvinnumennsk- una en 16 ára gamall samdi hann við hollenska liðið FC Utrecht auk þess sem hann lék eina leiktíð með Top Oss þar í landi. „Mér líst mjög vel á Lilleström. Þetta er flottur klúbbur, mjög fag- mannlegur og fólkið í kringum hann er almennilegt. Heimavöllur- inn er einnig mjög flottur.“ Lilleström var lengi vel í topp- baráttunni í sumar en fataðist flugið undir lok tímabilsins og keppir nú um Evrópusæti. „Það er gaman að hugsa til þess að þetta er félag sem er ekkert í neinu miðjumoði. Það er alltaf við toppinn. Því hef ég ekki kynnst hingað til og því vonandi að við verðum í toppbaráttunni næsta sumar líka.“ Viktor sneri heim úr atvinnu- mennskunni árið 2004 og lék þá leiktíð með Víkingum en liðið féll úr úrvalsdeildinni um haustið. Þá var hann lánaður til Fylkis þar sem hann náði sér vel á strik og var besti maður liðsins það tíma- bil. Hann sneri svo aftur í Víkina og hélt uppteknum hætti. Hann spilaði stórt hlutverk í því að liðið hélt sæti sínu í deildinni og var svo valinn leikmaður ársins af leikmönnum og þjálfurum deildar- innar á lokahófi Knattspyrnu- sambands Íslands fyrr í mánuð- inum. Viktor verður ellefti íslenski atvinnumaðurinn í norsku knatt- spyrnunni en auk þess hafa marg- ir Íslendingar leikið með Lille- ström í gegnum tíðina; nú síðast Gylfi Einarsson, fyrrum Fylkis- maður og leikmaður Leeds. „Það eru margir Íslendingar í nágrenninnu, svo sem Stefán Gíslason, Indriði Sigurðsson og Veigar Páll Gunnarsson. Það verð- ur hægt að detta inn í kaffi til þeirra,“ sagði Viktor Bjarki en Lilleström er bær sem er um 20 mínútum frá Osló. Hann vonast vitanlega til að atvinnumannafer- ill hans sem er nú að hefjast á nýjan leik verði langur á farsæll. „Ég mun alla vega gera mitt besta og vona það besta. Enda veit maður aldrei hvenær þessu lýkur.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Víkingur og Lilleström náðu sam- komulagi um Viktor Bjarka í gær Viktor Bjarki Arnarsson er á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Seint í gærkvöldi náðu Víking- ur og Lilleström saman um kaupverð sem er talið vera á bilinu 12-15 milljónir króna. VIKTOR BJARKI Kveður hér áhorfendur Víkinga eftir síðasta leik hans með félaginu í bili. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.