Tíminn - 11.02.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.02.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. febrúar 1979 5 Magnaour draugangur Fiölskulda flúr einbýUshús óttasleain Þau voru ánægð hjónin Georg og Kathleen Lutz er þau fluttu inn í nýju villuna sína á Long Island í New York. Þetta var regluleg lúxusvilla á þrem hæöum og var rétt viö sjóinn, á lóöinni var sundlaug og bátaskýli fyrir tvo báta I fjör- unni. Aöeins 28 dögum siöar flúöi fjölskyldan óttaslegin burt og skildi allt eftir húsgögnin, bát- ana og mótorhjól. Þegar Georg keypti húsið sér- staklega ódýrt, vissi hann ástæðuna, — ári áður haföi veriö framiö þar hræöilegt fjölda- morð, er 23ja ára gamall piltur skaut þar foreldra slna og tvo bræöur er þau sváfu. Það hafði ekki reynst auövelt að fá kaupanda aö eigninni, en Georg og Kathleen voru ekki myrkfælin né trúuð á yfir- náttúrulega hluti og keyptu þvi húsið áhyggjulaus. Þau höföu þó ekki fyrr flutt inn en furöulegir atburöir tóku aö ske. Þaö var bankað i dyr og veggi og mikill flugnasveimur suöaöi fyrir utan einn gluggann þó hávetur væri. Einkennileg lykt, nálykt og ilmvatns fór um húsið og dyr féllu af hjörum. Dóttir hjónanna, Missy sem er fimm ára, kom einn daginn og sagðist hafa verið aö leika sér viö gris meö rauð augu, og þegar aö var gáö sáust för eftir gris i snjónum viö húsið. Fyrst reyndum viö aö finna eölilegar skýringar á öllu sagði Georg, en það varð smám sam- an verra. Georg tók aö vakna hverja nótt kl. kortér yfir þrjú, en einmitt þá höföu moröin veriö framin. — Viö vorum að missa stiórn á okkur, sagöi hann. Kathleen sem er kaþólsk baö prest að koma og biöja i húsinu. „Faröu!” hrópaði karlmanns- rödd um leiö og presturinn kom inn i húsiö. Dagarnir á eftir uröu prestin- um hrein martröð. Hann fékk hótanir um dauöa, hendur hans blæddi og i kirkjunni fylgdi hon- um óþægileg lykt. Hvert sinn sem hann reyndi aö hringja til Georgs suöaöi og brakaði svo i simanum að ómögulegt reyndist aö ná nokkru sambandi. Georg Lutz fékk taugaáfall, hann var búinn að reyna meira en hann þoldi. Eftir minna en mánuö á nýja heimilinu flúði fjölskyldan ótta- slegin burtu til Káliforniu. Ein- Hjónin fluttu inn f hús sem fjöldamorö haföi veriö framiö i. asta ósk þeirra var aö komast sem lengst frá Long Island. Hjónin hafa haft samband við fjölda dulsálfræöinga, og vona að unnt sé aö finna skýringar á þessum dularfullu atburöum. Hópur sérfræöinga fór á staö- inn, en þaö varö bæði þeirra fyrsta og siöasta heimsókn þangaö, þvi þeir neituöu alveg aö fara þangaö aftur vegna þess aö þar hefðu þeir kynnst þeim djöfullegustu öflum sem þeir heföu fyrirhitt. Aö lokum tókst hjónunum aö selja húsiö annarri fjölskyldu, og eftir þvi sem hinir nýju eig- endur segja, þá hafa þeir ekki oröið varir viö eitt né neitt i hús- inu. Georg og Kathleen hafa hins vegar skrifað bók um atburöina á Long Island og fénast vel á þvi. VERIÐ VELKOMIN I TÆKNIVERÖLD CITROÉN^ CITROEN CX likist engum öðrum komið, skoðið, reynsluakið og sannfærist. CITROEN CX 2400 Roger Sögard skrifaði i danska blaðið BILEN „Ef CITROÉN CX hefði ekki verið kosinn bíll ársins, hefði ekkert réttlæti verið til og ég hefði skammast min fyrir kollega mina i alþjóðlegu dómnefndinni sem stóðu að útnefningunni” CITROENA CITROENA CITROÉNA CITROEN GS PALLAS. Draumabíll fjölskyldunnar. Bíil sem sameinar margt: Hraða, öryggi, fegurð og þægindi. Aukin sala CITROÉN bifreiða sannar auknar vinsældir. Komið og skoðið og umfram allt reynsluakið þvf CITROÉN er einn af þeim sem selur sig best sjálfur. Hafið samband við sölumenn okkar A G/obusa LÁGMÚLI 5, SÍMI81555 CITROÉN*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.