Tíminn - 11.02.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.02.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. febrúar 1979 7 Jón Sigurðsson: • Það þarf að halda áfram umbótunum Refsigleði ber grimmd- inni vitni Fram til siöustu ára rikti ein- kennilegt tómlæti almennings og fjárveitingavaldsins um dómsmál og réttarfar i landinu. Þessi málaflokkur þótti eigin- lega sjálfsagt mál og var álitinn sæmilega haldinn i höndum dómenda, en þeir erusem kunn- ugt er óháðir embættismenn samkvæmt stjórnarskrár- ákvæðum. Af þessu tómlæti leiddi að dómsmál og réttarfar fylgdu ekki þeim margvislegu og fjöl- þættu breytingum sem urðu á þjóðlifinu, ogmannafli iþessum störfum fylgdi ekki fjölgun meðal þjóðarinnar og vaxandi starfsbyrði sem hlaðist hafði upp. Fleiri en einn dómsmálaráð- herra höfðu látið i ljós það álit að úr þessu yrði að bæta. Það vantaði ekki heldur áhuga hjá ráðuneytinueða i stétt dómara. Það er hins vegar staðreynd að þessir aðilar töluðu fyrir dauf- um eyrum, og þeir fengu ekki þær undirtektir, hvorki hjá fjár- veitingavaldinu né meðal almennings, sem tryggt hefðu umbætur og aukning mannafla gætu fylgt breytingum þjóðlifs- ins. Fyrir nokkrum árum gerðist það siðan að skyndilega gaus upp geysilegur áhugi á þessum málum. Það er allri þjóðinni til hneisu að þetta gerðist með þeim hætti að dómsmál og rétt- arfar voru notuð af ófyrirleitn- um mönnum i flokkspólitisku skyni, til þess að koma höggi á andstæðinga á stjórnmálasvið- inu. Þaðkom i ljós i þeim svipt- ingum hversu almenningur hafði leitt þessi mál kirfilega fram hjá sér þvi aö þekking- arskorturinn og skilningsleysið sem kom i ljós varmeðeindæm- um. Það var þetta andrúmsloft sem öngþveitismennirnir vissu að var fyrir hendi, og þeir not- færðu sér það óspart. Hinu verður þó ekki neitað með öllu, nú eftir að hinar háu öldur hefur lægt, að það gott hafðist þó af þessu að áhugi fjárveitingavaldsins vaknaði, og það tók tillögum dómsmála- ráðherra miklu betur og af meira skilningi en ætla má að ella hefði orðið. Upphlaupum öngþveitis- mannanna var það og maklegt að i ljós kom að á vegum ráð- herra og ráðuneytis hafði um langa stund verið unnið mikið starf að þvi að undirbúa laga- frumvörp til umbóta og tillögur um aukið starfslið og bætta að- stöðu til að bregðast betur, en áður hafði verið unnt, við að- stæðum i nútimaþjóðfélagi. Andstæður takast á f dóms- og réttarfarsmálum takast á tvær andstæðar megin- stefnur, og svo lengi sem þess- um málum hefur verið skipað með lögbundnum hætti hefúr þessara andstæðu viðhorfa gætt i misrikum mæli. Fyrr á timum birtust þessar stefnur sem grimmdin annars vegar, en liknin hins vegar. Er löng og ófögur saga af þvi hvernig þær hafa leikist á i þjóðfélögunum öldum saman. Á okkar timum er réttara að nefna þessar stefnur upp á nýtt og tala annars vegar um refsi- gleðina og hins vegar um mannúðina. En enginn skyldi telja sér trú um það, eins og svo oft er þó tekið sem augljósu máli, að mannúðin hafi unnið stöðuga sigra á siðustu áratug- um. t þessum efnum verður enginn „sigur” unninn i eitt skipti fyrir öll þar eð tilhneig- ingarnar báðar eiga rúm i eðli mannanna. Fer að aðstæðum hvor verður ofan á hverju sinni. Á siðustu árum hefur refei- gleðin hér á landi einkum birst i kröfum um flýtiréttarfar, þyng- ingu dóma, opinbera umfjöllun um mál sem i eðli sinu eru einkamál, harðari viðurlög, viðstöðulausa fullnun dóma með fangelsisvist og loks i sam- blöndun stjórnmálaátaka við meðferð dómsmála, en þau höfðu fram til þessa tima verið álitin þess eðlis aö óæskilegt væri að þau blönduðust um of inn i stjórnmáladeilur. Það verður ekki sannað, en skal þó fullyrt hér á grundvelli rökstuddra upplýsinga, að þeir eru ófáir einstaklingarnir sem á nýliðnum árum hafa orðið að gjalda það dýru verði i lifi sinu aðpólitiskir menn litu á þá sem hentug peðtil að fórna i baráttu sinni fyrir þvi að koma höggi á andstæðinga sina með öllum til- tækum ráðum. Þær eru lika ófá- ar fjölskyldurnar sem hlotið hafa óbætanleg sár, vegna þess að postular refsigleðinnar áttu ekki i hugskoti sinu lágmarks- mannúð. Faríseinn og tollheimtu - maðurinn Hugmyndalegar forsendur refsigleðinnar hafa komið afar skýrt fram i umræðunum sem stóðu um þessi mál hér fyrir nokkrum árum. Forsendurnar eru þessar: — ,,Ég er betri en þessi maður, við erum betri en þetta fólk, þessu fólki er ekki viðbjargandiogvið eigum rétt á að fá að vera i friði fyrir þvi, v ið eigum heilagan rétt á þvi að hafa einkamál þessa fólks milli tannanna ef okkur list”. Hugmyndalegar forsendur refsigleðinnar eru m.ö.o. hinar sömu og stýrðu tungu fari'seans forðum þegar hann baðst fyrir og nefndi tollheimtumanninn i leiðinni. Ef til vill verður forsaidum mannúðarinnar i þessum efnum einnig lýst best meö þvi aösegja að hún sé viöhorf tollheimtu- mannsins i hinni frægu dæmi- sögu. Mannúð i réttarfarsefnum er ekki sama og linkind, óná- kvæmni eða handahóf. Dekur við afbrot og sakamenn er ekki mannúðoggeturekki stuðlaðað mannbótum. Hins vegar er mannúðin á öllum sviðum þjóð- lifsins uppspretta þess sið- menntaða velferðarþjóðfélags sem byggt hefúr verið upp á sið- ustu áratugum. Lendi hún á undanhaldi, er þar með horfið af þeirri braut framfara og menn- ingar sem reynt hefur verið að feta hérlendis og viða erlendis eftir siðari heimsstyrjöld og reyndar lengur. Nafnbirtingar vegna saka- mála eru afskaplega skýrt dæmi um það hvernig þessar tvær meginstefnur birtast. Þvi miður er þvi þannig háttað, a.mk. á landi hér, að fái maður orð á sig fyrir aðild aö sakamáli eða sé aðeins nefndur i sam- bandi við það, er honum ótrú- lega erfitt að komast undan þvi siðan, jafnvel þótt i ljós komi að hann átti þar enga aðild að eða varðmeiraað segja fórnarlamb misferlis frekar en valdur að þvi. Oft er þaö svo að kröfur refei- gleðinnar um nafnbirtingu hafa i reynd orðið einber grimmd, einkum þegar rannsókn máls er ekki lokið, fjölskyldum viðkom- andi hefur ekki verið gert við vart og litið s em ekki er uppvist orðiðum eiginlegasök imálinu. Margháttaðar umbætur A siðari árum hefur mjög miklu verið afkastað við um- bætur og nýbreytni i réttarfari og dómsmálum almennt. Starfsaðstaða hefur batnað og fjölgun oröið I mannafla. Væri of langt mál að gera hér grein fyrir öllum þeim frumvörpum, reglugerðum og öðrum stjórn- valdsákvörðunum sem að þess- um efnum lúta, en nefnd skulu fáein. Lög hafa verið sett um rannsóknarlögreglu rikisins og þeirri stofnun komið á fót. Breytt hefur veriö reglum um fullnun dóma og þó einkum ver- iðgert átak i framkvæmd þeirra mála. Fyrir liggur frumvarp um nýtt miðdómsstig sem á samtimisaðbæta meðferð mála og geta flýtt meðferð þeirra án þess að slikt komi niður á ná- kvæmri og vandaðri umfjöllun. Loks er rétt að minna á það, sem reyndar varlýst i sjónvarpi fyrir nokkru, að i vinnuhælinu á Litla-Hrauni standa nú yfir mjög merkilegar tilraunir með kennslu i' ýmsum iðngreinum, og annarri nýbreytni sem lýtur að þvi að hjálpa mönnum til sjálfsb jargar. Mannúðlegur rekstur fangelsis og hjálp við fanga sem miðast við að þeir bjargist af eigin buröum þegar út er komið, er stórkostlegt framfaramál og sæmandi sið- menntuðu þjóðfélagi. Þetta starf sem nú er unnið t.d. að Litla-Hrauni er verðugt mestu athygli og mesta stuðnings, og er fyrir miklu að þvi verði fylgt áfram þannig að mönnum veröi hjálpað þegar þeir koma út i samfélagið aftur. Það er ótrúlega margt sem bendir til þess að þá fyrst verði refsing þjóðfélagsins ægileg þegar fanginn gengur út i' lifið aftur og þarf að byrja aö sækja sér atvinnu, húsnæði og koma að nýju fótunum undir sig og fjölskyldu sina. Svo virðist sem Islendingar séu grimm þjóð og samúðarlaus þegar á þetta reynir. Það er knýjandi að kannað verði hvaða leiðir eru færar til þess að bæta úr þessu atriði réttarfarsmálanna. Sannleikur- inner sá að umbætur verða ekki til mikils i' mannbótaátt ef ekki er vandlega unnið að þvi að koma mönnum á betri braut að lokinni refsivist, og það er staö- reynd að þeir þurfa aðstoð til þess að bogna ekki niður þegar komiö er út i þjóðlifið á nýjan leik. Enn er pottur brotinn , Annað atriði sem greinilega þarfnast róttækra úrbóta er réttur og aðstaða sakbornings þegar rannsókn málshefet, svo og möguleikar verjandans til þess að hafa tilskilin áhrif á gangmálsins frá upphafi. Fyrir nokkru gerði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður ræki- lega grein fyrir þvi i riti laga- nema, Úlfljóti, að i þessu efni virðist svo mjög pottur brotinn hérlendis að lögum, að ástæða er úl aðugga um það að mann- réttindi njóti þeirrar verndar sem nauðsynleg er. Það hafa komið fram tillögur um að tryggja betur rétt hins ákærða, einkum ef hann sætir varð- haldsvist meðan á rannsókn stendur, og er bersýnilegt af lýsingu Ragnars Aðalsteinsson- ar að ekki verður búið við það ástand sem hér hefur viðgengist i þeim efnum. Á sama hátt hlýtur það að vera eðlileg mannréttindakrafa að hver sakborningur eigi tvi- mælalausan rétt á nánu sam- bandi við verjanda allt frá upp- hafi rannsóknar. Við verðum aö hafa það i huga að það er eitt að eiga þekkta ættingja eða kunn- ingja og annað að vera nafnlaus litilmagni sem ekki hefur til neinna að leita, eða sem enginn byrjar aö spyrjast fyrir um og leita úrlausnar fyrir þegar i ■ slikt óefni er komið sem gæslu- varðhald er. Og það er einfald- lega staðreynd að þjóðfélag okkar er ekki lengur með þeim hætti sem áður var að allir þe kki alla. t þéttbýlinu er marg- menni sem ekki nýtur neinna tengsla við áhrifarika menn sem reiðubúnir séu til að tala máli manns sem á i erfiðleikum. Og h vað sem öllu sliku liður er það einu sinni svo að sakborn- ingur er alltaf einstaklingur sem sætir rannsókn voldugra stofnana, li'tilmagni i höndum réttarkerfisins. Þarna er þvi alltaf sá ójöfnuður i aðstöðu ,að mikið þarf til að vinna ef tryggt á að vera að engin mistök eigi sér stað. Við höfum Islendingar alveg nýlega reynslu, sem á að vera allri þjóðinni i fersku minni, af þvi hvernig farið getur um lif og hag saklausra manna vegna málsrannsóknar ef ekki er ákaflega tryggilega búið um allar varúðarráðstafanir. Sú reynsla ætti að nægja okk- ur til þess að taka þessa hlið málanna föstum tökum i um- bótaskyni, og það sem fyrst. JS menn og málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.