Tíminn - 11.02.1979, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.02.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11. febrúar 1979 23 PLÖTUDÓMAR__________ Jean Michel Jarre Equinoxe Dreyfus 2344120/Fálkinn Jean Michel Jarre heldur áfram á braut rafeinda- tónlistarinnar og nýjasta afuröin heitir „Equinoxe”. Fyrri plata hans, „Oxygene”, vakti mikla athygli i Evrópu fyrir rúmu ári siöan og jafn- vel nokkra á tslandi. Ahuginn á „Equinoxe” hefur aftur veriö bundnari viö Frakkland og nágranna- rikin enda nýjabrumiö fariö af tónlistinni. Tónlist af þessu tagi held ég aö hafi fyrst orðiö kunn i kvik- myndinni „Clockwork Orange”, en hún var þó ólfk aö þvi leyti aö byggt var á tónlist Beethovens og fleiri klassiskra meistara. Galdurinn viö tónlist þessa felst i rafeindatölvum af fullkomn- ustu gerö. Jarre ieikur verkiö allt sjálfur á hina ýmsu „Synthesizera”, en þeir eru eins og kunnugt er rafeindatölvur af sérstakri gerö sem framkallaö geta nær óendanlegt tónróf. Og Jarre er vissulega mikill snillingur I meöferö þessara hluta og þaö er sjálfsagður hlutur aö eiga plötu meö honum. Hins vegar þykir mér nóg aö eiga eina. Þetta er ekki sú tónlist sem maöur hlustar á allan daginn. KEJ ★ ★ ★ + FranJí Zappa — Studio Tan Discreet Records K 59210/Fálkinn Þeir eru fáir popptónlistarmennirnir, sem hafa unniö til þess aö vera kallaðir meistarar á sfnu sviði, en þó eru þeir nokkrir sem hampaö geta þess- ari nafnbót meö fullum sóma. Einn þeirra sem þar er i fremstu röö, er Frank Zappa, sem á undanförnam árum hefur vakiö gifur- iega eftirtekt fyrir uppátæki sln. Hann hefur aldrei fariö troönar brautir I tónlist- arsköpun sinniog sum verka hans eru þaö sem kall- aö er snilldarleg. öll hans verk eru umdeild og þeir munu vera fáir sem náö hafa jafn góöum árangri og Zappa I þvi aö blanda saman háöi, napurri þjóöfé- lagsádeilu og frábærri tónlist, auk þess sem tónlist- in jaörar stundum viö aö vera alveg út I hött. Zappa hefur lftiö haft sig I frammi hin siöari ár, en þó komu út á siðasta ári tvær plötur meö kappan- um, „Live in New York” og „Studio Tan”, og var þeim aösjálfsögöu tekiö tveim höndum af öllum aö- dáendum meistarans. Reyndar eru plötur Zappa ekki fyrir aöra en þá sem geta leyft sér aö vera hæfilega ruglaöir og gefiö sér góöan tima til þess aö hlusta á þær, og ég gæti trúaö þvi aö versta refsing sem hægt væri aö leggja á diskó áhugamanna væri sú aö láta hann hlusta á eins og tvær, þrjár plötur hans. Hér veröur ekki reynt aö leggja neinn mæli- ★ ★ ★ ★ + kvaröa á þessa nýjustu plötu Zappa, „Studio Tan”, þvi aö þaö er einfaldlega ekki hægt, en Zappa aödá- endum get ég sagt þaö aö þessa plötu ættu þeir ekki aö láta fara fram hjá sér, en hinum segi ég, kaupiö hana ef þiö hafið efni á tilraunastarfsemi — þvi aö þaö er allsendis óvist aö ykkur liki innihaldið. —ESE j.A Pp. mStimSi 1 t ■ ^ ■■ A1 Stewart—Time Passages RCA PL — 25173/Fálkinn Þrátt fyrir aö bandariski gitarleikarinn A1 Stewart eigi langan og merkan feril aö baki sem tónlistarmaöur hefur hann aldrei náö umtalsverö- um vinsældum hérlendis. Þó örlaöi aðeins á þvl fyrir u.þ.b. tveim árum er lag hans „The Year of the cat” var leikiö nótt sem nýtan dag I kanaútvarpinu á Miönesheiöi. Þaö vekur strax athygli er hlýtt er á Stewart hversu tónlist hans er þægileg — engir hnökrar og allt gengur snuröulaust fyrir sig. Þó aö þaö hafi vissulega ókosti I för meö sér þá eru kostirnir þyngri á metunum aö þessu sinni. A „Time Passages” hefur Stewart fengiö Alan Parson til liös viö sig sem upptökustjóra, en Parson er nú einn af athyglisveröustu tónlistarmönnum Bandarikjanna. (Jrvalslið aöstoöar viö gerö þessarar plötu og árangurinn er I samræmi við þaö — góöur I meira lagi —. Ég held aö þaö sé ekki oflof þó aö ég segi aö þetta muni vera ein sú allra þægilegasta plata sem ég hef hlýtt á fyrr og siðar og er þetta örugglega þægileg- asta plata siöasta árs. ★ ★ ★ ★ + Spái ég þvi aö AI Stewart eigi mikla frægö fyrir höndum ef hann heldur áfram á sömu braut. —ESE Frábær ★ ★ ★ ★ ★ - Mjög góð ★ ★ ★ ★ Viðunandi ★ ★ ★ - Sæmileg ★ ★ - Léleg ★ SÍMAR: 1-69-75 & 1-85-80 Auk þess að verá með verzlunina fulla af nýjum húsgögnum á mjög góðu verði og greiðsluskilmálum höfum við i ÚTSÖLU-HORNINU: Sófasett frá .............. til.................... Simasæti................... Borðstofusett, 4 stólar.... Borðstofusett, 6 stólar sem • •••••••••••••••••••••••••-•• 2ja manna svefnsófi........ 2ja manna svefnsófi........ Skenkur ................... Sófaborð frá.....kr. 18.000. Skrifstofuskrifborð með fráleggsborði............... Hjónarúm með náttborðum ....kr. 35.000.- ... kr.225.000.- ... kr. 35.000.- ...kr. 55.000.- nytt .......... .. kr. 145.000.- ... kr. 32.000.- ...kr. 25.000.- .. kr. 85.000.- - til kr. 40.000.- kr. 110.000. kr. 30.000.- Seljum vel útlitandi notuð húsgögn. Alltaf eitthvað nýtt. Kaupum og tökum notuð húsgögn upp i ný. Jrval af portúgölskum gjafavörum svo sem: Styttur-Lampar-Rammar úr kera- mik. Eins og þu sérð — EKKERT VERÐ /á vmmm Kartöfluupptökuvél óskast GRIMME kartöfluupptökuvél óskast til kaups. Upplýsingar óskast sendar Tim- anum fyrir 25. febrúar 1979, merkt „Upp- tökuvél, 1404”. Svart á hvítu tímaritið sívinsæla lifir og dafnar Síðasta tölublað stefnir í metútbreiðsSu Þar má meðal annars lesa um: • Hrakfarir Höxa sem Þórarinn Eldjárn hefur fært 7 í letur. • Nánari fréttir af ævintýrum Walters Benjamín. • Dario Fo og Alþýðuleikhúsið sem trylla lands- menn um þessar mundir af sviði Lindarbæjar. • Hálfbilaðir nýlistarmenn bregðá á leik. • Ljóðskáld hérlend og erlend slíta úr sér hjörtun. • Megas fílósóferar um ástina, og áfram mætti lengi telja. Fyrsta tölublað ’79 er í undirbúningi, en þar mun kenna margra óþverragrasa á rúmbotninum. Gefum ritskoðunar- og afturhaldssinnum landsins langt nef með því að stórefla tímaritið. Það fæst í bókaverslunum og hjá götusölum. Áskriftarsími 15442. Einnig geta menn gerst áskrifendur í höfuðstöðvum blaðsins, Gallerí Suð- urgötu 7, er sýningar standa yfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.