Tíminn - 11.02.1979, Blaðsíða 25

Tíminn - 11.02.1979, Blaðsíða 25
Sunnudagur XI. febrúar 1979 25 Halla. Fjalla-Eyvindar. Myndin máluö áriö 1905 Skólasýning opnuð í Ásgrímssalni i dag veröur 15. skólasýning Ásgrimssafns opnuö. Eins og undanfarin ár er leitast viö aö gerasýningu þessa sem fjölþætt- asta og sýna hinar ýmsu hliöar i listsköpun Ásgrims Jönssonar og verkefnaval. Sýndar eru i vinnustofu lista- mannsins vatnslita- og ollumynd- ir, einnig nokkrar þjóösagna- teikningar. Viðfangsefni eru m.a. landslag, blóm,hestar og eldgos. í heimili Asgrims er sýning á þjóðsagnamyndum frá ýmsum timabilum, flestar málaðar með vatnslitum, en safnið hefur gert sér far um að kynna skólafólki þessar merkilegu bókmenntir okkar i' myndlist Asgrims Jóns- sonar. Þær voru honum óþrjót- andi viðfangsefhi allt hans ævi- skeið. Ogsiðasta verkið sem hann vann i fjórum dögum fyrir andlát sitt, þá veikur á sjúkrahúsi, er þjóðsagnateikning sem honum tókst ekki að ljúka við. Hún er ætið sýnd á öllum sýningum safnsins. Guðmundur Benediktsson myndhöggvari aðstoðaði við val mynda og sá um upphengingu þeirra. Þessar árlegu skólasýningar Ásgrimssafns virðast njóta vax- andi vinsælda. Ýmsir skólar gefa nemendum sinum tómstund frá námi til þess að skoða listaverka- gjöf Ásgrims, hús hans og heimili sem er nákvæmlega i sömu skorðum og þegar Asgrimur hvarf þaöan en heimili hans er eina listamannaheimilið sem til sýnis er i Reykjavik. Skólayfirvöld borgarinnar hafa stuðlað að heimsóknum nemenda i söfn, enda virðist slik listkynn- ing sjálfsagður þáttur i námi upp- vaxandi kynslóðar. Breyting hefur orðið á stjórn Asgrimssafns. Hjörleifur Sigurðsson listmálari sem verið hefur i stjórn safnsins undanfarin ár og tók við þvi starfi af Jóni bróður Ásgrims er nú á förum til útlanda um óákveðinn tíma. Við starfi hans á meðan tekur Guð- mundur Benediktsson mynd- höggvari. Þegar Asgrimur Jónsson kunn- gerði erfðaskrá sina á sinni tið, óskað hann þessaö i stjórn safns- ins tæki sæti frænka hans Guð- laug Jónsdóttir hjúkrunarkona. En vegna heilsubrests lætur hún af þvi starfi nú en við þvi tekur Sigrún Guðmundsdóttir kennari. Skólasýningin er öllum opin sunnudag, þriðjudaga og fimmtu- daga frá kl. 1,30-4. Sértima geta skólar pantað hjá forstööukonu Asgrimssafns i sima 14090 og 13644. Aðgangur ókeypis. Ás- grimssafn, Bergstaðastræti 74. Félag einstæðra foreldra Býðst tíl að reka Mæðra heimilið Stjórn Félags einstæöra foreldra hefur nú boöist til aö taka aösérrekstur Mæöraheimil- isins við Sóleyjargötu. Var borg- arráöi sent eftirfarandi bréf þar aö lútandi: Stjórn Félags einstæðra foreldra harmar þau málalok, að tillögu um breyttan rekstur Mæðraheimilisins við Sólvalla- götu, sem var samþykkt einróma i Félagsmálaráði, skyldi hafnað i Borgarráði. Eins og flestum er kunnugt er húsnæðisvandi og þau margþættu vandamál, sem þeim fylgja oft erfiðari einstæðum foreldrum og börnum þeirra en flestum öðrum þjóðfélagsþegnum. Stjórn FEF hefur samþykkt að bjóðast til þess að félagið taki að sér rekstur Mæðraheimilisíns, sem neyðar- og bráðabirgðahús- næðis, til reynslu i eitt ár. óskar stjórn FEF eftir þvi að viðræður verði hiðfyrsta hafnar um málið við fulltrúa borgarinnar, ef Borg- arráð sér ástæðu til að sinna þessu. Myndum við þá gera grein fyrir hugmyndum okkar ef óskað væri eftir. Húsnæði FEF i Skeljanesi er ekki tilbúið og vegna tafa sem hafa orðið af ýmsum ófyrirsjáan- legum ástæðum er sýnt, að nokkrir mánuðir munu h'ða uns verki þar lýkur. Við þurfum ugg- laust ekki að lýsa þvi fyrir borg- arráðsmönnum, hversu brýn mál ýmissa skjólstæðinga okkar eru og kalla á nauðsyn skjótrar úr- lausnar ogá þaðekki hvaðsist við um húsnæðismál. Þvi teljum við að með þessu sé hægt að bæta lit- illega úr þeim mikla vanda sem fyrir er. Við leyfum okkur að vænta jákvæöra undirtekta Borg- arráðs. Sýningarbíll á staðnum Til afgreiðslu strax á verði sem flestir ráða við TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Sterkasti fólksbíllinn á markaðinum Hanrt er byggður á grind, með 65 hestafta tvigengisvél (gamia Saab-vé/in) Gormar á öllum hjólum og billinn þvl dúnmjúkur. Eiginleikar bilsins i lausamöl og á holóttum vegi eru frábærir. Sedan og Station, sem er mjög v rúmgóður og bjartur. Dragið ekki að panta bilinn. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita allar upplýsingar. EFTIRSÓTTASTA BIFREÍÐIN AUSTAN TJALDS Margra mánaða afgreiðsíufrestur tii fjöimargra ianda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.