Tíminn - 11.02.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.02.1979, Blaðsíða 6
X lu^bufltiuð | -VÍ.«.\ ,'*. 6T8i Tfnririf.i Sunnudagur 11. febrúar 1979 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þóararinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Slmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. . Blaöaprent J Gauragangur vegna slæmrar samvizku Jan Mayen hefur orðið tilefni þess, að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt Morgun- blaðinu, hafa sett á svið heilmikinn gauragang sem ætlað er að sanna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hér haft forgöngu um stefnumótun. Aðrir flokkar hafi siðan með meiri eðaminni tregðu skipað sér undir þetta merki hans. Um allan þennan gauragang er það að segja að hann er byggður á hreinum heilaspuna. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki haft forustu um neina stefnumótun á þessu sviði. A fundum hafréttar- ráðstefnunnar, sem haldnir voru á siðastliðnu ári , voru fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna sam- mála um, hvernig halda bæri á þessu máli og að gera rikisstjórninni grein fyrir þvi. Áður en til þess kom, gerðist það i þingbyrjun, að fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins skarst úr leik og flutti þrjár tillög- ur á Alþingi ásamt allmörgum flokksbræðrum sin- um, og reyndi þannig að eyrnamarka Sjálfstæðis- flokknum hina sameiginlegu afstöðu fulltrúa flokkanna á hafréttarráðstefnunni. Þrátt fyrir þessi vinnubrögð var tillögum þessum tekið vel bæði i utanrikismálanefnd og á Alþingi og varð al- ger samstaða um afgreiðslu þeirra. Eins og hér er rakið hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki haft forustu um neina stefnumótun á þessu sviði, þótt hann hafi gert tilraun til að eigna sér hana. Það verður tæpast skýrt öðru visi en að verið sé að róa slæma samvizku. Sjálfstæðisflokkurinn stóð sig illa i sambandi við útfærslu fiskveiðilög- sögunnar i 12 milur og 50 milur og hann bar ásamt Alþýðuflokknum ábyrgð á landhelgissamningnum frá 1961. Þetta knýr bersýnilega ýmsa forustu- menn Sjálfstæðisflokksins til að setja öðru hvoru á svið gauragang eins og þann sem hefur verið leik- inn á fjölum Alþingis seinustu daga. Það gerir svo ekki hlut Sjálfstæðisflokksins betri, þegar upphafsmaður þessa gauragangs reynir að gera litið úr hlut Ólafs Jóhannessonar, eins og átti sér stað i umræðunum um færeyska samninginn. Halldór E. Sigurðsson mótmælti þessu rækilega. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar i 50 milur og 200 milur hvildi mest á þeim Ólafi Jó- hannessyni og Einari Agústssyni, en undir þá heyrðu landhelgisgæzlan og utanrikisþjónustan allan þennan tima. Með þessu er siður en svo gert litið úr hlut annarra ráðherra á þessum tima. Minna má þó á að brezkir fjölmiðlar töldu Ólaf Jó- hannesson aðalandstæðing Breta á árunum 1975- 1977 Broslegast af öllu var þó samt málflutningur eins af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið ættu bezta sögu i landhelgisbaráttunni! Alþýðubandalaginu verður látið eftir að svara þvi hvort það sættir sig við þennan samanburð. Halldór E. Sigurðsson sýndi glöggt fram á það i áðurnefndum umræðum að Framsóknarflokkurinn þolir meira en saman- burð við báða áðurnefnda flokka i þessum efnum. Framsóknarflokkurinn varð fyrstur til að flytja tillögu á Alþingi um uppsögn landhelgissamnings- ins illræmda frá 1901. Hann átti fulltrúa i rikis- stjórninni sem setti landgrunnslögin 1948 og hann átti forsætisráðherra i rikisstjórnunum, sem stóðu fyrir útfærslunum i 4 milur 12 milur og 50 milur. Hann var annar stjórnarflokkanna sem færði landhelgina út i 200 milur. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætti slika sögu, þyrfti hann ekki að efna til gauragangs vegna slæmrar samvizku. Þ.Þ. Erlent yfirlit Komast kommúnistar í stjóm um bakdymar? Ný stjórnarkreppa á Italíu ENN einu sinni er stjórnar- kreppa á italiu. Andreotti, sem verið hefur forsætisráöherra slðan eftir þingkosningarnar 1976, hefur veriö faliö að reyna aö mynda stjórn. Núverandi stjórn hans baöstlausnar, þegar kommúnistar sögöu upp þeim stuöningi, sem þeir höfðu veitt henni. Þaö einkennilega stjórnarfar hefur rikt á Itallu eftir þingkosningarnar 1976, aö rikisstjórnin hefur verið minni- hlutastjórn Kristilega flokksins, enbeintogóbeintstudd af öllum öðrum flokkum, aö nýnazistum einum undanskildum. Mest hef- ur munað um stuðning kommúnista, þvi aö aörir flokk- ar heföu ekki stutt stjórnina aö öörum kosti, a.m.k. ekki sósial- istar og lýöveldissinnar. Fyrir 1976 haföi lengstum veriö samstjórn Kristilega flokksins, sósialista og miö- flokkanna. Þetta haföi átt sinn þátt I þvi, að heldur hallaði und- an fæti hjá sósialistum. Þeir ákváðu þvi aö hætta þátttöku I slikri samsteypu og knúöu þannig fram kosningar. Fyrir kosningarnar 1976 héldu kommúnistar þvi fram aö nauð- synlegt væri aö mynda stjórn á breiðum grundvelli, a.m.k. þyrftu bæöi Kristilegi flokkur- inn og Kommúnistaflokkurinn aö eiga aöild aö henni. Þessi boöskapur virtist falla almenningi vel i geö, þvi aö kommúnistar unnu mikið á, en Kristilegi flokkur- inn varö fyrir miklu fylgitapi. Eftir kosningarnar neitaöi Kristilegi flokkurinn að vera i sijórn með kommúnistum, en taldi sig fúsan til samvinnu við hann aö öðru leyti. Aörir flokk- ar, eins og sósialistar og lýö- veldissinnar, vildu að kommún- istar yröu með i stjórn og neituöu aö taka þátt I stjórn aö öðrum kosti. Eftir mikiö þóf varð þaöniöurstaöan, aö Kristi- legi flokkurinn myndaöi einn minnihluta stjórn, en hinir flokkarnir veittu stuðning mál- um, sem samkomulag næðist um, eins og áöur er greint frá. ÞETTA sérstæöa stjórnar- fyrirkomulag hefur ekki gefizt iUa. Kommúnistar héldu þó áfram aö krefjast þátttöku i rikisstjórninni og bæöi Sósial- istaflokkurinn og Lýöveldis- flokkurinn töldu rétt aö veröa viö þvi. Þetta strandaöi alltaf á Kristilega flokknum. I héraös- stjórnarkosningum, sem fóru fram siðastl. vor, töpuöu kommúnistartalsveröufylgi, en sósialistar unnu heldur á. Eftir þaö fóru kommúnistar aö vera órórri i' þessu samstarfi. Það fyllti svo mælinn, þegar rikis- stjórnin ákvaö, aö Italia yröi aöili að hinum fyrirhugaöa gjaldmiðli Efnahagsbandalags- ins. Þetta var gert i andstöðu við Kommúnistaflokkinn. Fleira bættist reyndar viö og ákváðu þvi kommúnistar nú eft- ir áramótin aö segja upp stuðn- ingi sinum viö rikisstjórnina. Aörir flokkar, sem voru utan stjórnarinnar, vildu ekki heldur veita henni stuðning, eftir aö kommúnistar höföu skorizt úr leik. Stjórnin átti þvi ekki annars úrkosta en að segja af sér. Forsetinn féllst lausnar- beiðnina, en fól Andreotti að reyna að mynda nýja stjórn og sæti núverandi stjórn á meöan. ÞAÐ veröur vafalaust ekki vandalaust fyrir Andreotti aö mynda stjórn, en þó styrkir þaö sennilega stööu hans, aö enginn flokkanna er áhugasamur um kosningar, enda myndi senni- lega verða svipuö staöa eftir þær, þótt einhver tilfærsla yrði á fylgi flokkanna. Kjörtlmabilinu lýkur ekki fyrr en 1981, en hægt er aö kjósa áöur, ef stjórnar- kreppan veröur langvinn. Kommúnistar gera enn kröfu til þess aö veröa þátttakendur i stjórn, en Kristilegi flokkurinn hafnar þvi eins og áöur. Kommúnistar segja, aö þeir veröi þá I stjórnarandstööu, án þess þó aö leitast við aö gera ríkisstjórninni erfitt fyrir, þvi aö þeir skilja vel hina öröugu fjárhagsstööu þjóðarinnar og hættu þá, sem stafar af hryðju- verkamönnum. Berlinguer, for- ingi kommúnista, leggur sér- staka áherzlu á, aö kommúnist- ar verði áfram ábyrgir. Kristi- legi flokkurinn segist helzt vilja mynda stjórn meö sósialistum og miöflokkunum, en bæöi Sósialistaflokkurinn og Lýð- veldisflokkurinn hafna þátttöku I slikri stjórn og er hún þvi úr sögunni. Bettino Craxi, leiötogi sósialista, hefurbent á þá lausn, aö Andreotti myndi stjórn meö mönnum úr mörgum flokkum, þar á meðal úr Kommúnista- flokknum, en þeir veröi valdir af honum persónulega enekki af flokkunum og verði þvi ekki taldir fultrúar þeirra. Þetta hef- ur verið oiöað þannig, aö Craxi sé aö reyna aö koma kommún- istum istjórn bakdyramegin, en hann leggur kapp á aö gera þá ábyrga meö þátttöku i rikis- stjórn. Annar af leiðtogum sósialista hefur lagt til, að La Malfa, leiötoga Lýöveldis- flokksins, veröi falin stjórnar- myndun, en hann nýtur mikils álits. Sósialistar geta sennilega haft veruleg áhrif á gang þessara mála, þvi að hinn nýi forseti ítali'u, Sandro Pertini, er úr hópi þeirra. Sumir forustumenn Kristilega flokksins eru taldir æskja þing- kosninga i trausti þess, að kommúnistar myndu tapa fylgi. Þeir vilja þó ekki fylgja þessu fastfram, þvi að reynslan er sú, að flokkurinn, sem knýr fram kosningar, tapar mest. Þetta gera kommúnistar sér vel ljóst og hafa þvi leitazt við aö halda þannig á málum, aö þeim veröi ekki kennt um, ef bl kosninga kemur fljótlega. þ.þ. Berlinguer

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.