Fréttablaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS NISSAN ALMERA LUXURY Nýskr. 11.00 - Beinskiptur - Ekinn 97 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð á ður: 74 0.000 - Tilboð : 550.00 0.- Sigurður, flýgur fiskikarið í Sandgerði? Sigurður Snævarr borgarhagfræðing- ur segir hvorki borgaryfirvöld í Reykjavík né viðskiptaráðgjöf Par X IBM kannast við verðmæta- mat á Landsvirkjun upp á 91,2 milljarða króna. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir borgarstjórn hafa samþykkt að selja Landsvirkjun á allt að fimmtán milljarða lægra verði en verðmat hefði gefið tilefni til. Sigurður segir þetta rangt hjá Degi og ekki í takt við það mat sem stuðst hefði verið við þegar borgaryfirvöld áttu í samningum við íslenska ríkið um verð á Landsvirkjun. „Ef Landsvirkjun hefur verið metin á rúmlega 90 milljarða króna í tíð R- listans, þá spyr maður sig hvers vegna ákveðið var að selja ekki hlutinn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, segir Landsvirkjun hafa verið metna á 56 milljarða, þegar slitnaði upp úr viðræðunum, og ástæðan fyrir því að hún vitnar til þeirrar tölu er sú að það er rétt tala,“ segir Sigurður. Sigurður segir ýmis verð hafa verið reiknuð út á grundvelli breytilegra forsenda, þegar unnið var að verðmati á Landsvirkjun, en ekki sé hægt að bera saman óskyld verðmöt þegar horft sé til heildar- verðmats á fyrirtækinu. „Ég get mér þess til, þó ég kannist ekki við þetta verðmat sem vitnað hefur verið til, að stuðst sé við mat sem ekki byggi á réttum forsendum og sé því ekki samanburðarhæft við verðið sem hluturinn seldist á.“ Fulltrúar Félags grunn- skólakennara og Launanefndar sveitarfélaga hafa hist á fimm árangurslausum fundum til að ræða breyttar forsendur kjara- samnings kennara vegna greinar 16.1 í kjarasamningnum. Í grein 16.1 er gert ráð fyrir að viðræður verði teknar upp fyrir 1. september 2006 breytist almenn efnahags- eða kjaraþróun í þjóð- félaginu. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að við gerð síðasta kjarasamnings hafi verið gert ráð fyrir 3–4 pró- senta verðbólgu en að hún hafi nú farið yfir þau mörk sem reiknað var með. „Þá fara aðilar FG fram á svipaða kjaraleiðréttingu og aðrir hópar í þjóðfélaginu hafa fengið.“ Ólafur vildi ekki ræða efnis- lega hvað Launanefnd sveitarfé- laga hefði boðið eða hvaða leið- réttingu FG hefði farið fram á. Um síðustu mánaðamót ritaði stjórn kennarafélags Reykjavík- ur Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra bréf þar sem hún lýsti sig tilbúna til viðræðna vegna greinar 16.1 í kjarasam- ingnum. Vilhjálmur hefur móttekið bréfið. Hann vísaði því til Launa- nefndarinnar. Samningaviðræður í hnút Eldur kom upp í íbúð fjölbýlishúss á Akureyri í gærmorgun. Íbúi hafði gleymt potti á eldavél og vaknað við væl reykskynjara. Hann komst út af sjálfsdáðum. Lögregla og slökkvilið ræstu íbúðina sem var þá orðin full af reyk. Eitthver tjón hlaust af vegna reyksins en betur fór en á horfðist. Björgunarsveitir aðstoðuðu bæði lögreglu og almenning í tugum atvika sem tengdust hvassviðrinu sem gekk um mestallt land. Eldur kom upp í fjölbýlishúsi Saddam Hussein, fyrrver- andi Íraksforseti, var í gær dæmd- ur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyni. Dómurinn leiddi til lykta fyrsta réttarhaldið af mörg- um yfir einræðisherranum fyrr- verandi, en það var fyrir ábyrgð hans á drápum á 148 manns í bænum Dujail árið 1982. Til dráp- anna var efnt í hefndarskyni fyrir tilraun til að ráða Saddam af dögum, sem rakið var til manna í Dujail sem voru virkir í and- spyrnuhreyfingu gegn stjórn Saddams á sínum tíma. Er dómurinn var kveðinn upp hrópaði Saddam „Guð er mikill“. Dauðadómar voru einnig kveðnir upp yfir hálfbróður hans og öðrum manni sem var háttsettur í Íraks- stjórn á sínum tíma. „Lengi lifi (íraska) þjóðin og dauði yfir óvin- um hennar. Lengi lifi hin dýrðlega þjóð, og dauða yfir óvinum henn- ar!“ hrópaði Saddam. Nouri al-Maliki, forsætisráð- herra Íraksstjórnar, sem er sjía- múslimi, lýsti dómunum sem dómi sögunnar yfir heilu sögulegu tímabili. „Þetta er dómur yfir heilu myrku tímabili sem á sér ekki hliðstæðu í sögu Íraks,“ sagði hann. Réttarhaldið stóð yfir í níu mánuði og lauk fyrir meira en þremur mánuðum, en í millitíð- inni er hafið annað réttarhald yfir Saddam og fleiri sakborningum, og snýst um fjöldamorð á Kúr- dum með efnavopnum á níunda áratugnum. Sumir lýstu áhyggjum af því að dauðadómarnir kynnu að verka sem olía á eld átaka stríðandi fylk- inga trúar- og þjóðernishópa í Írak. Strax í gær brutust út átök í hverfi súnnía í norðurhluta Bag- dad. Annars staðar í höfuðborg- inni skutu menn upp í loftið til að fagna dóminum. „Þessi ríkisstjórn verður ábyrg fyrir afleiðingunum, dauða þeirra hundruða, þúsunda eða jafnvel hundruða þúsunda manna, hverra blóði verður úthellt,“ sagði Salih al-Mutlaq, stjórnmálaleiðtogi súnní-múslima, í samtali við sjón- varpsfréttastöðina al-Arabiya. Á götum Dujail, þar sem um 84.000 manns búa, flestir sjíar, brutust út mikil fagnaðarlæti. Myndir af einræðisherranum fyrrverandi voru brenndar og ,mikið skotið upp í loftið. Dauðadómarnir fara sjálfkrafa í áfrýjunarferli. Níu manna sér- skipaður áfrýjunardómstóll hefur ótakmarkaðan tíma til að fara yfir dóminn. Verði dómarnir staðfestir verð- ur að framfylgja þeim innan 30 daga frá þeim úrskurði. Talsmaður Evrópusambands- ins hvatti til þess í gær að dauða- dómunum yrði ekki framfylgt en talsmaður Hvíta hússins sagði Bandaríkjastjórn þess fullvissa að Bandaríkjaher muni, í félagi við írösk yfirvöld, geta ráðið nið- urlögum átaka sem fylgja kunni í kjölfar dómsins. Saddam Hussein dæmdur til dauða Dauðadómi sem í gær var kveðinn upp yfir Saddam Hussein misjafnlega tekið. Fögnuður í röðum íraskra sjía-múslima sem stjórn Saddams ofsótti, en tals- menn súnnía spáðu blóðbaði sem yrði á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Lekinn í gegnum Kárahnjúkastíflu er margfalt minni heldur en reiknað var með í upphaflegum áætlunum, segir Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar vegna Kára- hnjúkavirkjunar. „Lekinn er sáralítill og mælist innan við 10 lítrar á sekúndu. Við bjuggumst alveg eins við því að lekinn gæti orðið margfalt meiri en þetta og mælst í hundruðum lítra. Þetta sýnir að frágangurinn á stíflunni er fyrsta flokks.“ Nánast enginn leki við stífluna Prófkjör framsóknar- manna í Suðurkjördæmi fer fram 20. janúar 2007. Þetta var ákveðið á kjördæmaþingi framsóknarmanna í Suðurkjör- dæmi sem haldið var nú um helgina. Kosið verður um sex efstu sæti framboðslistans og er sú kosning bindandi. Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra sækist eftir fyrsta sæti listans. Þá sækjast Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson, Eygló Þóra Harðar- dóttir og Björn B. Blöndal eftir framboði í annað sætið. Prófkjör verður haldið í janúar Kjósendur í Miðameríkuríkinu Níkaragva biðu í gær í löngum biðröðum eftir að fá að kjósa í forsetakosningum, sem Daniel Ortega, gamla sandínistaleiðtoganum sem stjórnaði landinu megnið af níunda áratugnum, var spáð góðu gengi í. Aðeins var talinn leika vafi á hvort Ortega fengi strax í fyrri umferð kosninganna nægilegt fylgisforskot til þess að ekki þyrfti að koma til úrslitaumferðar þar sem kosið yrði milli hans og þess frambjóðanda sem næstflest atkvæði hlýtur. Í síðustu skoðana- könnunum fyrir kosningarnar var Eduardo Montealegre, Harvard- menntaður auðmaður, eini maðurinn sem komst nálægt Ortega í fylgi. Úrslitin eiga að verða ljós í dag. Ortega í forystu Talning atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem fara átti fram í gær, var frestað til klukkan tvö í dag þar sem kjörgögn bárust ekki frá Vest- mannaeyjum til lands vegna veðurs. Alls kusu um 1.100 manns í Vestmannaeyjum. Yfirkjörstjórn Samfylkingarinn- ar í Suðurkjördæmi ákvað á fundi sínum um sjö leytið í gærkvöld að fresta talningunni þar sem telja þarf öll atkvæðin á sama stað, samkvæmt reglum flokksins. Alls kusu 5.146 í prófkjörinu sem að sögn Kristins M. Bárðar- sonar, formanns kjördæmisráðs Samfylkingarinnar, var meira en „bjartsýnustu menn þorðu að vona“. Talning fer fram í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.