Fréttablaðið - 06.11.2006, Side 6

Fréttablaðið - 06.11.2006, Side 6
Kjósum unga konu til áhrifa Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir býður sig fram í 6. sæti i prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, 11. nóvember nk. Bryndís Ísfold 6. sæti kynntu þér stefnumá l in á www.bryndisisfo ld.com Gunnar Svavarsson, verk- fræðingur og bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði, sigraði í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hlaut 1.376 atkvæði í 1. sæti en 4.996 kusu í opnu prófkjöri flokksins. Gunnar segist líta á fimmta sætið á listanum sem baráttusæti í kosningunum næsta vor. „Prófkjör- ið heppnaðist vel og var flokknum til sóma. Ég er ánægður með þann mikla stuðning sem ég fékk en fyrst og fremst er það heillavænlegt fyrir flokkinn að hafa stillt upp afburða hæfu fólki til þess að und- irbúa flokkinn fyrir mikilvægar kosningar í vor. Ég hef þá trú að fimmta sætið verði baráttusætið og ég er viss um að við getum náð því markmiði.“ Katrín Júlíusdóttir stefndi að 2. sætinu í prófkjörinu og náði því örugglega. Hún hlaut 2.268 atkvæði í 1. til 2. sætið en Þórunn Svein- bjarnardóttir, sem bauð sig fram í 1. sætið, hlaut 2.353 atkvæði í 1. til 3. sætið. Hún segist sátt við niðurstöð- una. „Ég fagna þessari niðurstöðu og lít á hana sem ákveðinn móralsk- an sigur fyrir mig. Ég fékk góða kosningu í fyrsta sætið og er þakk- lát fyrir stuðninginn sem ég fékk í kjördæminu. Ég hef fulla trú á því að Samfylkingin geti náð góðum árangri í kosningunum næsta vor með þennan vel mannaða lista.“ Mikil spenna var á kjörstað en kosingavaka Samfylkingarinnar fór fram á Fjörukránni í Hafnar- firði. Samtals munaði 46 atkvæðum á Gunnari og Þórunni í efsta sætið en vegna sterkrar stöðu Katrínar í 2. sæti féll Þórunn niður í þriðja sætið. Eftir fyrstu tölur, sem tilkynnt- ar voru eftir talningu 1.500 atkvæða, hafði Gunnar forystuna, Katrín var í öðru sæti og Þórunn því þriðja. Þegar næstu tölur voru tilkynntar, er 2.200 atkvæði höfðu verið talin, höfðu Þórunn og Gunn- ar sætaskipti en það snerist við þegar tilkynnt var um niðurstöð- una eftir talningu allra atkvæða. Guðmundur Steingrímsson, sem bauð sig fram í fjórða sætið, var afar ánægður með niðurstöðuna. „Þessi niðurstaða er stór sigur fyrir mig og mínar pólitísku hugsjónir. Það kom mér á óvart hversu mik- inn hljómgrunn mínar hugmyndir fengu hjá félagshyggjufólki alls staðar í kjördæminu. Ég er sann- færður um að Samfylkingin getur náð góðum árangri í kosningunum næsta vor og ég er þegar farinn að Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður var ekki á meðal átta efstu frambjóðendanna í próf- kjörinu. Hann var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um niðurstöðuna þegar Fréttablaðið leitaði til hans en sagðist ætla að halda áfram pól- itísku starfi. „Ég er ekki hættur í pólitík,“ var það eina sem Valdimar sagði. Gunnar leiðir lista Samfylkingarinnar Gunnar Svavarsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi en hann fékk 46 atkvæðum meira en Þórunn Sveinbjarnardóttir í 1. sætið. Af- burða hæft fólk á listanum sem getur náð góðum árangri segir Gunnar. Ert þú flughrædd(ur)? Hefur þú kosið í prófkjöri í ár? Ekki liggur enn ljóst fyrir hver staðgengill dr. Guðfinnu Bjarnadóttur, rektors við Háskólann í Reykjavík, verður. Eins og fram hefur komið fer Guðfinna í launalaust leyfi vegna framboðs fyrir alþingiskosningar næsta vor. Bjarni Ármannsson, bankastjóri og formaður Háskólaráðs, vildi ekkert segja um málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður nýr rektor ráðinn í lok mánaðarins. Guð- finna hefur gegnt starfi rektors frá því Háskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1998. Rektor ráðinn í lok mánaðarins Rúmlega tvítugur karl- maður var á föstudaginn dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að stinga annan mann fimm sinnum. Þar af eru níu mánuðir dómsins skilorðsbundnir. Mönnunum tveimur hafði lent saman inni á skemmtistaðnum Gauki á Stöng í mars á þessu ári. Þeim átökum lauk með því að fórn- arlambinu var vísað út af skemmti- staðnum. Hinn ákærði fylgdi eftir stuttu síðar og veittist þá fórnar- lambið að honum að nýju. Slags- málin leiddust inn í sund á bak við nærliggjandi veitingastað og er talið að ákærði hafi stungið mann- inn þar fimm sinnum með litlum vasahnífi. Fórnarlambið hlaut fjög- ur stungusár á baki og eitt í síðu. Stungurnar ristu þó grunnt og mað- urinn var útskrifaður af spítala daginn eftir. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að hinn ákærði hefði verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann framdi brot sitt. Hann hafi sýnt mikla iðrun frá því að atburðurinn átti sér stað og sýnt vilja til að taka sig á. Hann hefði meðal annars látið af fíkniefnaneyslu, væri kominn í sambúð og hefði leitað sér aðstoðar geðlæknis. Þá væri það honum til refsilækkunar að afleiðingar árás- arinnar voru ekki alvarlegar. Auk fangelsisdómsins var mað- urinn dæmdur til að greiða fórnar- lambi sínu á fjórða hundrað þúsund krónur í skaðabætur. Stakk mann fimm sinnum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.