Fréttablaðið - 06.11.2006, Page 14

Fréttablaðið - 06.11.2006, Page 14
Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: AFSLÁTTUR 35% Sheik Taj Aldin Al- Hilali, múslimaklerkurinn í Ástr- alíu sem vakti hörð viðbrögð í sept- ember þegar hann sagði slæðulausar konur vera eins og óvarið kjöt, sagðist á föstudag ætla að segja af sér ef óháð nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að með þess- um ummælum hafi hann verið að hvetja til nauðgana. Al-Hilali hefur verið æðsti leið- togi múslima í Ástralíu frá árinu 1989. Síðastliðinn mánudag ákvað hann að taka sér frí um óákveðinn tíma eftir að hann féll í yfirlið í Lakemba-moskunni í Sydney. Hann sneri þó aftur í moskuna í gær, vopnaður blómum sem hann gaf bæði fjölmiðlum og lögregl- unni, og var fagnað þar af hundruð stuðningsmanna sinna sem mættir voru til hádegisbæna. Einnig sendi hann frá sér yfir- lýsingu þar sem hann hvatti til þess að þriggja manna nefnd, skip- uð einum dómara og tveimur lög- mönnum, yrði fengin til að rann- saka ummælin umdeildu frá í september. „Hver sá,“ sagði í yfirlýsing- unni, “sem réttlætir nauðgunar- glæp eða hvetur til slíks undir hvaða kringumstæðum sem er, eða hver sá sem vanvirðir ástralskar konur vegna klæðnaðar þeirra, er ekkert annað en fávís, heimskur og brjálaður og á ekki skilið að gegna neinni ábyrgðarstöðu.“ Ætlar kannski að segja af sér Stjórn Bandalags íslenskra námsmanna sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem fyrirkomulagi á vali rektors við HR og Háskólann á Bifröst er mótmælt. Í báðum skólunum velja háskólaráð eða háskólastjórn rekt- ora án aðkomu nemenda eða full- trúa þeirra. Þetta fyrirkomulag við val rektors hefur verið notað við HR í nokkurn tíma, en reglunum um val rektors við Háskólann á Bif- röst var nýlega breytt í þessa átt. Í yfirlýsingunni er háskólaráð Háskólans í Reykjavík hvatt til að að huga að breytingum á þessu fyrirkomulagi, nú þegar núver- andi rektor skólans, Guðfinna Bjarnadóttir, hverfur til annarrra starfa. Haukur Logi Karlsson, formaður BÍSN, segir að þetta fyr- irkomulag sé í mótsögn við sam- evrópska viljayfirlýsingu, Bologna-ferlið, sem Íslendingar eru aðilar að. Í yfirlýsingunni er kveðið á um að starfsmenn og nemendur háskóla taki þátt í vali rektora. ,,Það hefur verið mikil óánægja með þessar breytingar uppi á Bif- röst; eiginlega má segja að allt hafi verið brjálað,“ segir Haukur. BÍSN hvetur stjórn Háskólans á Bifröst til að að endurskoða nýsett- ar reglur um val á rektor. Nemendur velji rektor

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.