Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2006, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 06.11.2006, Qupperneq 14
Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: AFSLÁTTUR 35% Sheik Taj Aldin Al- Hilali, múslimaklerkurinn í Ástr- alíu sem vakti hörð viðbrögð í sept- ember þegar hann sagði slæðulausar konur vera eins og óvarið kjöt, sagðist á föstudag ætla að segja af sér ef óháð nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að með þess- um ummælum hafi hann verið að hvetja til nauðgana. Al-Hilali hefur verið æðsti leið- togi múslima í Ástralíu frá árinu 1989. Síðastliðinn mánudag ákvað hann að taka sér frí um óákveðinn tíma eftir að hann féll í yfirlið í Lakemba-moskunni í Sydney. Hann sneri þó aftur í moskuna í gær, vopnaður blómum sem hann gaf bæði fjölmiðlum og lögregl- unni, og var fagnað þar af hundruð stuðningsmanna sinna sem mættir voru til hádegisbæna. Einnig sendi hann frá sér yfir- lýsingu þar sem hann hvatti til þess að þriggja manna nefnd, skip- uð einum dómara og tveimur lög- mönnum, yrði fengin til að rann- saka ummælin umdeildu frá í september. „Hver sá,“ sagði í yfirlýsing- unni, “sem réttlætir nauðgunar- glæp eða hvetur til slíks undir hvaða kringumstæðum sem er, eða hver sá sem vanvirðir ástralskar konur vegna klæðnaðar þeirra, er ekkert annað en fávís, heimskur og brjálaður og á ekki skilið að gegna neinni ábyrgðarstöðu.“ Ætlar kannski að segja af sér Stjórn Bandalags íslenskra námsmanna sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem fyrirkomulagi á vali rektors við HR og Háskólann á Bifröst er mótmælt. Í báðum skólunum velja háskólaráð eða háskólastjórn rekt- ora án aðkomu nemenda eða full- trúa þeirra. Þetta fyrirkomulag við val rektors hefur verið notað við HR í nokkurn tíma, en reglunum um val rektors við Háskólann á Bif- röst var nýlega breytt í þessa átt. Í yfirlýsingunni er háskólaráð Háskólans í Reykjavík hvatt til að að huga að breytingum á þessu fyrirkomulagi, nú þegar núver- andi rektor skólans, Guðfinna Bjarnadóttir, hverfur til annarrra starfa. Haukur Logi Karlsson, formaður BÍSN, segir að þetta fyr- irkomulag sé í mótsögn við sam- evrópska viljayfirlýsingu, Bologna-ferlið, sem Íslendingar eru aðilar að. Í yfirlýsingunni er kveðið á um að starfsmenn og nemendur háskóla taki þátt í vali rektora. ,,Það hefur verið mikil óánægja með þessar breytingar uppi á Bif- röst; eiginlega má segja að allt hafi verið brjálað,“ segir Haukur. BÍSN hvetur stjórn Háskólans á Bifröst til að að endurskoða nýsett- ar reglur um val á rektor. Nemendur velji rektor
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.